Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 15:10 Ljósmynd frá varnamálaráðuneyti Rússlands sem sýnir varnir þeirra gegn herliði Úkraínu í Kúrskhéraði. AP Úkraínski herinn hóf í dag skyndilega gagnsókn enn lengra inn í Kúrskhérað í Rússlandi sem kom rússneskum yfirvöldum í opna skjöldu samkvæmt talsmönnum stjórnvalda í Úkraínu og rússneskum stríðsbloggurum. Breska dagblaðið Guardian greinir frá þessu. Myndskeið frá vettvangi sýna brynvarðar bifreiðar Úkraínuhers aka yfir snæviþakta akra í átt að Bolshoe Soldatskoe þorpi sem er enn austar við rússneska bæinn Súdzha sem er nú þegar undir yfirráðum Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur einnig staðfest árás Úkraínu samkvæmt fréttastofu BBC. Eins og greint hefur verið frá réðst Úkraínuher inn í Kúrskhérað í Rússlandi í ágúst. Forseti Úkraínu, Volodomír Seleneskíj, sagðist vonast til þess að geta búið til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu í héraðinu. Síðan þá hafa Rússar barist hörðum höndum við að losna við Úkraínumenn af landsvæðinu og hafa sem stendur unnið til baka um 40 prósent af því landsvæði sem þeir töpuðu í upprunalegri gagnárás Úkraínu. Síðustu fréttir frá héraðinu hermdu að dátar Kim Jon Un frá Norður-Kóreu væru nýttir sem fallbyssufóður á svæðinu í átökum við Úkraínumenn. Norður-Kóreumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli. Óljóst er hve umfangsmikil núverandi aðgerð Úkraínuhers í Kúrskhéraði sé. Fregnir hafa borist af því að Úkraínskir hermenn hafi sölsað undir sig smábæinn Berdin, þar sem Rússar hafa aðsetur. Það sé þó óstaðfest. Sagt er að liðsmenn Úkraínu hafi fjarlægt jarðsprengjur á svæðinu í nótt áður en núverandi sókn fór fram. Hörð átök standi nú yfir þar sem Rússar notist meðal annars við dróna. Andriy Yermak, talsmaður Seleneskíj, sagði í tilkynningu að árásin gengi mjög vel og væri að skila góðum árangri. „Kúrskhérað, góðar fréttir, Rússland er að fá það sem það á skilið,“ skrifaði hann. Andrí Kovalenko, háttsettur embættismaður í þjóðaröryggis- og varnarráði Úkraínu, staðfesti sóknina og sagði Rússa vera mjög áhyggjufulla. Rússland hafi orðið fyrir árásum á nokkrum vígstöðvum sem hafi komið þeim í opna skjöldu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Breska dagblaðið Guardian greinir frá þessu. Myndskeið frá vettvangi sýna brynvarðar bifreiðar Úkraínuhers aka yfir snæviþakta akra í átt að Bolshoe Soldatskoe þorpi sem er enn austar við rússneska bæinn Súdzha sem er nú þegar undir yfirráðum Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur einnig staðfest árás Úkraínu samkvæmt fréttastofu BBC. Eins og greint hefur verið frá réðst Úkraínuher inn í Kúrskhérað í Rússlandi í ágúst. Forseti Úkraínu, Volodomír Seleneskíj, sagðist vonast til þess að geta búið til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu í héraðinu. Síðan þá hafa Rússar barist hörðum höndum við að losna við Úkraínumenn af landsvæðinu og hafa sem stendur unnið til baka um 40 prósent af því landsvæði sem þeir töpuðu í upprunalegri gagnárás Úkraínu. Síðustu fréttir frá héraðinu hermdu að dátar Kim Jon Un frá Norður-Kóreu væru nýttir sem fallbyssufóður á svæðinu í átökum við Úkraínumenn. Norður-Kóreumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli. Óljóst er hve umfangsmikil núverandi aðgerð Úkraínuhers í Kúrskhéraði sé. Fregnir hafa borist af því að Úkraínskir hermenn hafi sölsað undir sig smábæinn Berdin, þar sem Rússar hafa aðsetur. Það sé þó óstaðfest. Sagt er að liðsmenn Úkraínu hafi fjarlægt jarðsprengjur á svæðinu í nótt áður en núverandi sókn fór fram. Hörð átök standi nú yfir þar sem Rússar notist meðal annars við dróna. Andriy Yermak, talsmaður Seleneskíj, sagði í tilkynningu að árásin gengi mjög vel og væri að skila góðum árangri. „Kúrskhérað, góðar fréttir, Rússland er að fá það sem það á skilið,“ skrifaði hann. Andrí Kovalenko, háttsettur embættismaður í þjóðaröryggis- og varnarráði Úkraínu, staðfesti sóknina og sagði Rússa vera mjög áhyggjufulla. Rússland hafi orðið fyrir árásum á nokkrum vígstöðvum sem hafi komið þeim í opna skjöldu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03