Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 15:10 Ljósmynd frá varnamálaráðuneyti Rússlands sem sýnir varnir þeirra gegn herliði Úkraínu í Kúrskhéraði. AP Úkraínski herinn hóf í dag skyndilega gagnsókn enn lengra inn í Kúrskhérað í Rússlandi sem kom rússneskum yfirvöldum í opna skjöldu samkvæmt talsmönnum stjórnvalda í Úkraínu og rússneskum stríðsbloggurum. Breska dagblaðið Guardian greinir frá þessu. Myndskeið frá vettvangi sýna brynvarðar bifreiðar Úkraínuhers aka yfir snæviþakta akra í átt að Bolshoe Soldatskoe þorpi sem er enn austar við rússneska bæinn Súdzha sem er nú þegar undir yfirráðum Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur einnig staðfest árás Úkraínu samkvæmt fréttastofu BBC. Eins og greint hefur verið frá réðst Úkraínuher inn í Kúrskhérað í Rússlandi í ágúst. Forseti Úkraínu, Volodomír Seleneskíj, sagðist vonast til þess að geta búið til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu í héraðinu. Síðan þá hafa Rússar barist hörðum höndum við að losna við Úkraínumenn af landsvæðinu og hafa sem stendur unnið til baka um 40 prósent af því landsvæði sem þeir töpuðu í upprunalegri gagnárás Úkraínu. Síðustu fréttir frá héraðinu hermdu að dátar Kim Jon Un frá Norður-Kóreu væru nýttir sem fallbyssufóður á svæðinu í átökum við Úkraínumenn. Norður-Kóreumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli. Óljóst er hve umfangsmikil núverandi aðgerð Úkraínuhers í Kúrskhéraði sé. Fregnir hafa borist af því að Úkraínskir hermenn hafi sölsað undir sig smábæinn Berdin, þar sem Rússar hafa aðsetur. Það sé þó óstaðfest. Sagt er að liðsmenn Úkraínu hafi fjarlægt jarðsprengjur á svæðinu í nótt áður en núverandi sókn fór fram. Hörð átök standi nú yfir þar sem Rússar notist meðal annars við dróna. Andriy Yermak, talsmaður Seleneskíj, sagði í tilkynningu að árásin gengi mjög vel og væri að skila góðum árangri. „Kúrskhérað, góðar fréttir, Rússland er að fá það sem það á skilið,“ skrifaði hann. Andrí Kovalenko, háttsettur embættismaður í þjóðaröryggis- og varnarráði Úkraínu, staðfesti sóknina og sagði Rússa vera mjög áhyggjufulla. Rússland hafi orðið fyrir árásum á nokkrum vígstöðvum sem hafi komið þeim í opna skjöldu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Breska dagblaðið Guardian greinir frá þessu. Myndskeið frá vettvangi sýna brynvarðar bifreiðar Úkraínuhers aka yfir snæviþakta akra í átt að Bolshoe Soldatskoe þorpi sem er enn austar við rússneska bæinn Súdzha sem er nú þegar undir yfirráðum Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur einnig staðfest árás Úkraínu samkvæmt fréttastofu BBC. Eins og greint hefur verið frá réðst Úkraínuher inn í Kúrskhérað í Rússlandi í ágúst. Forseti Úkraínu, Volodomír Seleneskíj, sagðist vonast til þess að geta búið til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu í héraðinu. Síðan þá hafa Rússar barist hörðum höndum við að losna við Úkraínumenn af landsvæðinu og hafa sem stendur unnið til baka um 40 prósent af því landsvæði sem þeir töpuðu í upprunalegri gagnárás Úkraínu. Síðustu fréttir frá héraðinu hermdu að dátar Kim Jon Un frá Norður-Kóreu væru nýttir sem fallbyssufóður á svæðinu í átökum við Úkraínumenn. Norður-Kóreumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli. Óljóst er hve umfangsmikil núverandi aðgerð Úkraínuhers í Kúrskhéraði sé. Fregnir hafa borist af því að Úkraínskir hermenn hafi sölsað undir sig smábæinn Berdin, þar sem Rússar hafa aðsetur. Það sé þó óstaðfest. Sagt er að liðsmenn Úkraínu hafi fjarlægt jarðsprengjur á svæðinu í nótt áður en núverandi sókn fór fram. Hörð átök standi nú yfir þar sem Rússar notist meðal annars við dróna. Andriy Yermak, talsmaður Seleneskíj, sagði í tilkynningu að árásin gengi mjög vel og væri að skila góðum árangri. „Kúrskhérað, góðar fréttir, Rússland er að fá það sem það á skilið,“ skrifaði hann. Andrí Kovalenko, háttsettur embættismaður í þjóðaröryggis- og varnarráði Úkraínu, staðfesti sóknina og sagði Rússa vera mjög áhyggjufulla. Rússland hafi orðið fyrir árásum á nokkrum vígstöðvum sem hafi komið þeim í opna skjöldu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent