Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. janúar 2025 15:53 Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði. Skjáskot/Stöð 2 Íbúi í Hlíðarendahverfi í Reykjavík hefur áhyggjur af því að fyrirhugað fimm hæða hús í hverfinu verði til þess að aðrar íbúðir verði í skugga allan ársins hring. Umhverfissálfræðingur segir birtuleysi hafa gríðarleg áhrif á fólk. Í Morgunblaðinu er rætt við íbúa í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi þar sem fyrirhugað er að reist verði fimm hæða hús, vestan við Smyrilshlíð. Framkvæmdir hefjast í mars eða apríl. Íbúinn segir uppbygginguna ganga þvert á skipulag sem hafði þegar verið kynnt íbúum. Hann hefur áhyggjur af því að uppbyggingin muni hafa gríðarlega slæm áhrif á birtuskilyrði í nálægum íbúðum, jafnvel að ýmsir verði án sólarljóss allan ársins hring. Páll Líndal umhverfissálfræðingur segir að þegar verið er að þétta byggð líkt og í Hlíðarendahverfi, sé allt of oft litið framhjá þáttum eins og ljósvist. „Þegar við búum norður í höfum, þar sem er nú þegar frá náttúrunnar hendi mikill skortur á birtu stóran hluta ársins, þá er þetta einfaldlega ekki það sem þarf. Við þurfum að taka mið af því hvar við erum staðsett á jarðarkringlunni. Þetta er mjög alvarlegt mál að líta fram hjá þessu,“ segir Páll. Að vera án birtu getur haft mikil og slæm áhrif á einstaklinga. „Þetta hefur áhrif á dægursveifluna af því við þurfum bæði ljós og myrkur, þetta hefur áhrif á afköst okkar, þetta hefur áhrif á svefn okkar, þetta getur haft áhrif á minni okkar og getu til lærdóms, þetta hefur áhrif á skap okkar. Þannig þetta eru mjög mörg fjölþætt áhrif sem skortur á birtu hefur í för með sér,“ segir Páll. „Svona uppbygging, sem bíður upp á það að fólk búi í íbúðum þar sem er skuggi allt árið, þetta er einfaldlega heilsuspillandi umhverfi,“ segir Páll. Reykjavík Húsnæðismál Arkitektúr Skipulag Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Í Morgunblaðinu er rætt við íbúa í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi þar sem fyrirhugað er að reist verði fimm hæða hús, vestan við Smyrilshlíð. Framkvæmdir hefjast í mars eða apríl. Íbúinn segir uppbygginguna ganga þvert á skipulag sem hafði þegar verið kynnt íbúum. Hann hefur áhyggjur af því að uppbyggingin muni hafa gríðarlega slæm áhrif á birtuskilyrði í nálægum íbúðum, jafnvel að ýmsir verði án sólarljóss allan ársins hring. Páll Líndal umhverfissálfræðingur segir að þegar verið er að þétta byggð líkt og í Hlíðarendahverfi, sé allt of oft litið framhjá þáttum eins og ljósvist. „Þegar við búum norður í höfum, þar sem er nú þegar frá náttúrunnar hendi mikill skortur á birtu stóran hluta ársins, þá er þetta einfaldlega ekki það sem þarf. Við þurfum að taka mið af því hvar við erum staðsett á jarðarkringlunni. Þetta er mjög alvarlegt mál að líta fram hjá þessu,“ segir Páll. Að vera án birtu getur haft mikil og slæm áhrif á einstaklinga. „Þetta hefur áhrif á dægursveifluna af því við þurfum bæði ljós og myrkur, þetta hefur áhrif á afköst okkar, þetta hefur áhrif á svefn okkar, þetta getur haft áhrif á minni okkar og getu til lærdóms, þetta hefur áhrif á skap okkar. Þannig þetta eru mjög mörg fjölþætt áhrif sem skortur á birtu hefur í för með sér,“ segir Páll. „Svona uppbygging, sem bíður upp á það að fólk búi í íbúðum þar sem er skuggi allt árið, þetta er einfaldlega heilsuspillandi umhverfi,“ segir Páll.
Reykjavík Húsnæðismál Arkitektúr Skipulag Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira