Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. janúar 2025 15:53 Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði. Skjáskot/Stöð 2 Íbúi í Hlíðarendahverfi í Reykjavík hefur áhyggjur af því að fyrirhugað fimm hæða hús í hverfinu verði til þess að aðrar íbúðir verði í skugga allan ársins hring. Umhverfissálfræðingur segir birtuleysi hafa gríðarleg áhrif á fólk. Í Morgunblaðinu er rætt við íbúa í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi þar sem fyrirhugað er að reist verði fimm hæða hús, vestan við Smyrilshlíð. Framkvæmdir hefjast í mars eða apríl. Íbúinn segir uppbygginguna ganga þvert á skipulag sem hafði þegar verið kynnt íbúum. Hann hefur áhyggjur af því að uppbyggingin muni hafa gríðarlega slæm áhrif á birtuskilyrði í nálægum íbúðum, jafnvel að ýmsir verði án sólarljóss allan ársins hring. Páll Líndal umhverfissálfræðingur segir að þegar verið er að þétta byggð líkt og í Hlíðarendahverfi, sé allt of oft litið framhjá þáttum eins og ljósvist. „Þegar við búum norður í höfum, þar sem er nú þegar frá náttúrunnar hendi mikill skortur á birtu stóran hluta ársins, þá er þetta einfaldlega ekki það sem þarf. Við þurfum að taka mið af því hvar við erum staðsett á jarðarkringlunni. Þetta er mjög alvarlegt mál að líta fram hjá þessu,“ segir Páll. Að vera án birtu getur haft mikil og slæm áhrif á einstaklinga. „Þetta hefur áhrif á dægursveifluna af því við þurfum bæði ljós og myrkur, þetta hefur áhrif á afköst okkar, þetta hefur áhrif á svefn okkar, þetta getur haft áhrif á minni okkar og getu til lærdóms, þetta hefur áhrif á skap okkar. Þannig þetta eru mjög mörg fjölþætt áhrif sem skortur á birtu hefur í för með sér,“ segir Páll. „Svona uppbygging, sem bíður upp á það að fólk búi í íbúðum þar sem er skuggi allt árið, þetta er einfaldlega heilsuspillandi umhverfi,“ segir Páll. Reykjavík Húsnæðismál Arkitektúr Skipulag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Í Morgunblaðinu er rætt við íbúa í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi þar sem fyrirhugað er að reist verði fimm hæða hús, vestan við Smyrilshlíð. Framkvæmdir hefjast í mars eða apríl. Íbúinn segir uppbygginguna ganga þvert á skipulag sem hafði þegar verið kynnt íbúum. Hann hefur áhyggjur af því að uppbyggingin muni hafa gríðarlega slæm áhrif á birtuskilyrði í nálægum íbúðum, jafnvel að ýmsir verði án sólarljóss allan ársins hring. Páll Líndal umhverfissálfræðingur segir að þegar verið er að þétta byggð líkt og í Hlíðarendahverfi, sé allt of oft litið framhjá þáttum eins og ljósvist. „Þegar við búum norður í höfum, þar sem er nú þegar frá náttúrunnar hendi mikill skortur á birtu stóran hluta ársins, þá er þetta einfaldlega ekki það sem þarf. Við þurfum að taka mið af því hvar við erum staðsett á jarðarkringlunni. Þetta er mjög alvarlegt mál að líta fram hjá þessu,“ segir Páll. Að vera án birtu getur haft mikil og slæm áhrif á einstaklinga. „Þetta hefur áhrif á dægursveifluna af því við þurfum bæði ljós og myrkur, þetta hefur áhrif á afköst okkar, þetta hefur áhrif á svefn okkar, þetta getur haft áhrif á minni okkar og getu til lærdóms, þetta hefur áhrif á skap okkar. Þannig þetta eru mjög mörg fjölþætt áhrif sem skortur á birtu hefur í för með sér,“ segir Páll. „Svona uppbygging, sem bíður upp á það að fólk búi í íbúðum þar sem er skuggi allt árið, þetta er einfaldlega heilsuspillandi umhverfi,“ segir Páll.
Reykjavík Húsnæðismál Arkitektúr Skipulag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira