Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2025 14:28 Magnus Carlsen og Ella Victoria Malone virtust hamingjusöm fyrir utan kirkjuna. EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen og Ella Victoria Malone létu gefa sig saman í náinni athöfn í Holmenkollen-kapellunni í Osló síðdegis í gær. Norska ríkisútvarpið greinir frá því að snjór, frost og heiðskír himinn hafi einkennt daginn og brúðkaupsveislan svo tekið við á Grand Hotel. Einungis nokkrir dagar séu frá því að hjónin gáfu út að þau ætluðu að gifta sig um helgina og þau hafi kosið að halda upp á daginn í ró og næði. Magnus Carlsen giftist Ellu Victoria Malone í Holmenkollen-kapellunni í Osló.Epa/AMANDA PEDERSEN GISKE Magnus sem er margfaldur heimsmeistari í skák fæddist í Tønsberg í suðurhluta Noregs en ólst upp í Lommedalen. Ella kemur frá Osló og á norska móður og bandarískan föður en takmarkaðar upplýsingar er að finna um líf hennar. Hún hefur nokkrum sinnum sést á skákmótum með Magnusi, nú síðast á HM í at- og hraðskák í New York í desember. Engar gallabuxur var að sjá á Magnusi í gær, enda regluverði FIDE hvergi að finna.EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Ella lýsti því í viðtali við norsku sjónvarpstöðina TV 2 í maí að hún kjósi oft að láta lítið á sér bera þrátt fyrir að hún geti verið virk í félagslífi. Stundum sé erfitt að vera með Magnusi á skákmótum en hún kjósi að gera það samt þar sem hún vilji styðja hann og vera honum góð kærasta. Brúðkaupið fór fram nokkrum dögum eftir viðburðaríkt heimsmeistaramót í skák þar sem Magnus var sektaður fyrir að brjóta reglur Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) með því að mæta í gallabuxum til keppni. Hann gagnrýndi ákvörðunina harðlega og dró sig úr mótinu. Hann skipti síðar um skoðun og sneri aftur til keppni en nú í öðrum gallabuxum. Endaði hann á því að deila heimsmeistaratitlinum í hraðskák árið 2024 með Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí eftir hafa gert þrjú jafntefli í bráðabana. Þessi niðurstaða mótsins var umdeild en þetta er í fyrsta skipti sem tveir deila heimsmeistaratitlinum í skák. Engar gallabuxur var að sjá á Magnusi fyrir utan kirkjuna í gær. Skák og mát.EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Ástin og lífið Noregur Skák Tengdar fréttir Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli. 2. janúar 2025 16:33 Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01 Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Norska ríkisútvarpið greinir frá því að snjór, frost og heiðskír himinn hafi einkennt daginn og brúðkaupsveislan svo tekið við á Grand Hotel. Einungis nokkrir dagar séu frá því að hjónin gáfu út að þau ætluðu að gifta sig um helgina og þau hafi kosið að halda upp á daginn í ró og næði. Magnus Carlsen giftist Ellu Victoria Malone í Holmenkollen-kapellunni í Osló.Epa/AMANDA PEDERSEN GISKE Magnus sem er margfaldur heimsmeistari í skák fæddist í Tønsberg í suðurhluta Noregs en ólst upp í Lommedalen. Ella kemur frá Osló og á norska móður og bandarískan föður en takmarkaðar upplýsingar er að finna um líf hennar. Hún hefur nokkrum sinnum sést á skákmótum með Magnusi, nú síðast á HM í at- og hraðskák í New York í desember. Engar gallabuxur var að sjá á Magnusi í gær, enda regluverði FIDE hvergi að finna.EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Ella lýsti því í viðtali við norsku sjónvarpstöðina TV 2 í maí að hún kjósi oft að láta lítið á sér bera þrátt fyrir að hún geti verið virk í félagslífi. Stundum sé erfitt að vera með Magnusi á skákmótum en hún kjósi að gera það samt þar sem hún vilji styðja hann og vera honum góð kærasta. Brúðkaupið fór fram nokkrum dögum eftir viðburðaríkt heimsmeistaramót í skák þar sem Magnus var sektaður fyrir að brjóta reglur Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) með því að mæta í gallabuxum til keppni. Hann gagnrýndi ákvörðunina harðlega og dró sig úr mótinu. Hann skipti síðar um skoðun og sneri aftur til keppni en nú í öðrum gallabuxum. Endaði hann á því að deila heimsmeistaratitlinum í hraðskák árið 2024 með Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí eftir hafa gert þrjú jafntefli í bráðabana. Þessi niðurstaða mótsins var umdeild en þetta er í fyrsta skipti sem tveir deila heimsmeistaratitlinum í skák. Engar gallabuxur var að sjá á Magnusi fyrir utan kirkjuna í gær. Skák og mát.EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE
Ástin og lífið Noregur Skák Tengdar fréttir Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli. 2. janúar 2025 16:33 Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01 Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli. 2. janúar 2025 16:33
Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01
Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning