Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 5. janúar 2025 11:01 Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í hér um bil 3 ár sé miðað er við innrás Rússa inní Úkraínu 24. febrúar 2022, en í rúm 10 ár ef miðað er við yfirtöku Krímskagans 2014. Það er eðlilegt að margir spyrji spurninga um þetta stríð og Andri Þorvarðarson sendi mér nokkrar í grein á visir.is 1. janúar 2025 sem ég þakka honum fyrir. Í þessari grein leitast ég við að svara þó ekki endilega í sömu röð og hann spyr og ég nefni líka ýmis önnur atriði sem aðrir hafa rætt við mig um að undanförnu og skipta líka máli. Ég hef ekki áhuga á umræðum um „afnasistavæðingu“ Úkraínu frekar en fáránlegri umræðu um hvort Pútin sé eins og Hitler. Sumt af því sem Andri spyr um hef ég áður fjallað um í greinasafni mínu á visir.is. Hefði Úkraína átt að verða sambandsríki (e. federal state)? Úkraína varð sjálfstætt ríki 1991 þegar Sovétríkin féllu. Eins og Jack F. Matlock síðasti sendiherra Bandaríkjanna í Sovétríkjunum hefur bent á var Úkraína frá stofnun sem sjálfstætt ríki mjög skipt eftir tungumálum og menningarlega. Rússar (e. Ethnic Russians) og Rússneskumælandi fólk bjó frekar í austurhlutanum en Úkraínumenn í vesturhlutanum. Við þessar aðstæður má segja að heppilegra hefði verði að stofan sambandsríki (e. federal state) sem leyfði ákveðið sjálfræði vissra héraða í landinu. Þannig hefði verið auðveldara að tryggja frið og halda landinu saman. Efnahagsleg stöðnun og svo algert hrun Eftir sjálfstæði 1991 náði Úkraína sér aldrei á strik efnahagslega. Verg landsframleiðsla á mann var lægri árið 2021 en hún var þegar Úkraína varð sjálfstætt ríki 1991. Enginn hagvöxtur í 30 ár. Nú er hagkerfið hrunið. Árið 1991 voru íbúar Úkraínu 52 milljónir manna árið 2021 um 41 milljón. Staðan er enn verri nú, kannski í kringum 30 milljónir. Eftir sjálfstæði tapaði Úkraína mörgu að sínu yngsta og best menntaða fólki, hafði veikar stofnanir, spilling var útbreidd og margt ungt fólk sá ekki framtíð í landinu. Land í þessari stöðu hefði þurft á handleiðslu að halda um hvernig best væri að fikra sig áfram í átt til bætts stjórnarfars og efnahags. Eystrasaltsríkin fengu slíka aðstoð frá Norðurlöndunum og því kynntist ég vel þegar ég vann hjá Alþjóðabankanum þar frá 1999 til 2003. Úkraína er auðlindaríkt land en framtíðin er ekki björt. Sameinuðu þjóðirnar spá því að um næstu aldamót verði fólksfjöldi Úkraínu um 15 milljónir. Mistök vesturlanda og ólögleg innrás Rússlands Innrás Rússa inn í Úkraínu var ólögleg og hana ber að fordæma. Afleiðingarnar skelfilegar fyrir Úkraínu og mörg Evrópulönd eru í vanda stödd. En vesturlönd hafa líka gert sín mistök í samskiptum sínum við landið. Vil ég í því sambandi nefna tvö atriði: (1) Svokallað Búdapest Memorandum frá 1994 og (2) yfirlýsingu leiðtogafundar NATO í Búkarest í apríl 2008 þegar ályktað var að Úkraína yrði aðili að NATO. 1. Með svokölluðu Búdapest Memorandum sem Andri nefnir í grein sinni var Úkraínu gert að láta af hendi sín kjarnorkuvopn til Rússlands í skiptum fyrir að landamærin frá 1991 yrðu virt. Ég er sjálfur ekki hrifinn af kjarnorkuvopnum, en það má spyrja hversu skynsamlegt þetta var í ljósi þess að Úkraína á löng austurlandamæri við Rússland. Líklegt mátti teljast að Rússland myndi fyrr eða síðar banka á dyr Úkraínu. Öryggistryggingin sem Bandaríkin og Bretland gáfu skipti engu þegar til kom. Bill Clinton sem var forseti Bandaríkjanna þegar Budapest Memorandum var undirritað sagði nýlega: "I feel a personal stake because I got them [Ukraine] to agree to give up their nuclear weapons," 2. Á leiðtogafundi NATO í Búkarest í apríl 2008 var bókað í fundargerð að Úkraína myndi verða aðildarríki NATO. Fundargerðin sagði orðrétt „NATO welcomes Ukraine’s and Georgia’s Euro-Atlantic aspirations for membership in NATO. We agreed today that these countries will become members of NATO” sjá https://www.nato.int/cps/en/natolive/official_texts_8443.htm Helsti hvatamaður þessa var George W. Bush þá forseti Bandaríkjanna. Angela Merkel þá kanslari Þýskalands var andvíg þessu og lét þau orð falla að þetta jafngilti stríðsyfirlýsingu gegn Rússlandi, “declaration of war.” Með fullri virðingu fyrir Bush þekkti Merkel aðstæður í Evrópu betur. Forseti Frakklands Nicolas Sarkozy var sama sinnis og Merkel. Vitað er að stækkun NATO getur ekki átt sér stað án samþykkis allra aðildarríkjanna. Nú eru liðin hér um bil 17 ár frá þessi yfirlýsing var gefin út og Úkraína er enn ekki í NATO. Zelensky hefur ítrekað beðið um tímatöflu fyrir aðild en aldrei fengið hana. Hefði Úkraínu verið hleypt inn fljótalega eftir NATO fundinn í apríl 2008 er hæpið að Rússar hefðu gert innrás í Úkraínu. Það voru að mínum dómi alvarleg mistök að álykta á NATO fundinum 2008 um aðild Úkraínu ef ekki var raunhæfur möguleiki að veita aðild að bandalaginu. Allir vissu þó að Úkraína var ekki tilbúin fyrir aðild. Rússar töldu vesturlönd hafa svikið loforðið um að NATO myndi ekki færast lengra austur en sem næmi Austur Þýskalandi. James Baker þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa lofað Mikhail Gorbachevþá leiðtoga Sovétríkjanna árið 1990 að NATO myndi ekki stækka frekar “not an inch to the east.” Við þessar aðstæður hafa Rússar eflaust ekki talið sig bundna af svokölluðu Budapest Memorandum sem ég nefndi hér að ofan þar sem aðstæður gjörbreyttust við stækkun NATO til austurs. NATO hefur stækkað 7 sinnum síðan Sovétríkin féllu þ.e. 1999, 2004, 2009, 2017, 2020, 2023 og 2024, sjá https://www.visir.is/g/20242571666d/a-island-framtid-i-nato- Rússar líta á stækkun NATO upp að landamærum sínum, oft með tilheyrandi hernarðaruppbyggingu, sem ógn við sitt þjóðaröryggi. Ísland og Úkraína - óraunhæfur samanburður Andri ber í grein sinni stundum saman stöðu Íslands og Úkraínu sem að mínum dómi er algerlega óraunhæfur samanburður. Ísland er eyja útí miðju Norður-Atlantshafi sem er með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin frá 1951 og er eitt að stofnríkjum NATO frá 1949. Ísland hefur ekki landamæri við stórveldi eins og Úkraína, eða nokkuð annað ríki. Ísland hefur mér vitanlega aldrei átt í hörðum deilum við Rússland eða Sovétríkin þó landið hafi réttilega fordæmt ínnrás Rússlands inní Úkraínu. Ísland hefur líka átt góð samskipti við Kína. Þó Ísland sé sjálfstætt ríki eru takmörk fyrir því hvað við getum gert. Þegar Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna heimsótti Ísland árið 2019 þakkaði hann Íslenskum stjórnvöldum fyrr að taka ekki þátt í Belti og braut (e. Belt and road initiative) Kínverja. Þetta var áður en stjórnvöld hérlendis höfðu tekið nokkra ákvörðun um málið. Staðreyndin er sú að land eins og Ísland verður að taka visst tillit til þess ríkis sem það hefur tvíhliða varnarsamning við og einnig þeirra ríkja sem það er í varnarbandalagi með. Við getum ekki gert hvað sem er. Ef Bandaríkin tortryggja Belti og braut þurfa Íslensk stjórnvöld að hafa visst samráð við Washington. Það er best fyrir smáríki eins og Ísland að tala fyrir friði í heiminum og eiga ekki í útistöðum við neitt stórveldi að óþörfu. Finnland og Úkraína og austurlandamæri við Rússland Það væri miklu nær að bera saman stöðu Úkraínu við Finnland. Finnland hefur lengi ýmist lifað í skugga Rússlands eða Sovétríkjanna en varð samt ríkt land. Líkt og Úkraína hefur Finnland löng austurlandamæri við Rússland og þess vegan hefur Finnland alltaf farið varlega í samskiptum sínum við Rússland. Finnar gengu í ESB árið 1995. Tímasetningin var engin tilviljun. Þegar Sovétríkin féllu 1991 og Rússland var veikt, sáu Finnar sér færi og hófu aðildarviðræður sem lauk í lok árs 1994 og svo með fullri ESB aðild í upphafi árs 1995. Þeir völdu tímann sjálfir og unnu á eigin forsendum. Finnar gengu svo í NATO 2023. Þetta var á þeim tíma sem Rússar höfðu gert innrás í Úkraínu og gekk ekki vel á vígvellinum í fyrstu. Finnar tóku stökkið á réttum tíma og voru með undirbúning uppá 10 eins og þegar þeir sóttu um ESB aðild. Tímasetning skiptir öllu máli í alþjóðasamskiptum. Að mínu mati hefði verið skynsamlegra fyrir Úkraínu að sækjast fyrst eftir ESB aðild áður en aðild að varnarbandalagi væri skoðuð eins og Finnar gerðu. Úkraína var komin með Association Agreement við ESB árið 2017 og hefði getað haldið áfram með Evrópusamrunann. Samningaviðræðurnar í Istanbúl Í fundargerðinni sem New York Times birti eftir samningafundi Rússlands og Úkraínu í Istanbúl í mars 2022, kemur fram að ESB aðild Úkraínu hafi komið til greina. Það eru Evrópuríki innan ESB sem eru ekki í NATO eins og Austurríki, Írland og Malta. Samningaviðræðum milli Úkraínu og Rússlands í Istanbúl árið 2022 lauk ekki með samkomulagi og því óvíst hver endanleg niðurstaða hefði orðið. Sumir vestrænir leiðtogar töldu að Úkraína yrði að vinna stríðið við Rússland á vígvellinum. Síðan hefur Úkraína tapað enn meira landi og með gríðarlegu mannfalli og eyðileggingu, sem leitt hefur til efnahagshruns. Það hefði vissulega verið erfitt að ljúka samningi í Istanbúl 2022 en það er enn erfiðara nú. Staða Úkraínu miklu verri nú en í mars 2022 Staðan í Úkarínu er nú skelfileg og miklu verri nú en hún var í mars 2022. Vladimir Putin forseti Rússlands hefur sett skilyrði fyrir að setjast að samningaborðinu. Meðal skilyrðanna er að Úkraína láti af hendi fjögur héruð (Donetsk, Luhansk, Kherson and Zaporizhzhia oblasts) og Krímskagann. Einnig að landið verði hlutlaust og gangi ekki í NATO. Donald Trump var spurður að því hvort þetta væru aðgengileg skilyrði í kappræðunum við keppinaut sinn um forsetaembættið og hann svaraði því neitandi. Þessar kröfur eru óásættanlegar að mati vesturlanda og að mati stjórnvalda í Úkraínu. Nú segir Volodymyr Zelensky að her Úkraínu geti ekki náð því landi til baka sem Rússar hafa tekið og að aðeins diplómatískur þrýstingur frá vesturlöndum geti þvingað Rússa burt. Það hefði verið betra að beita þessum diplómatíska þrýstingi að fullum krafti miklu fyrr og þegar staðan var betri á vígvellinum. Það er lítið traust milli Rússlands og vesturlanda þessa dagana. Við þessar aðstæður óttast ég að þeir samningar sem gerðir verða að lokum verði á forsendum Rússalands frekar en Úkraínu. Úkraína hefur varla úthald í áframhaldandi stríð út þetta ár. Svo má spyrja hvers vegna sumir leiðtogar vesturlanda héldu því fram að Úkraína gæti unnið Rússland á vígvellinum? Því verða þeir sjálfir að svara. Og hvers vegna var Úkraínu aldrei hleypt í NATO þrátt fyrir endurteknar bókanir á leiðtogafundum NATO um það síðast liðin 17 ár? Hver var hinn raunverulegi tilgangur með þessum bókunum? Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Hilmar Þór Hilmarsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í hér um bil 3 ár sé miðað er við innrás Rússa inní Úkraínu 24. febrúar 2022, en í rúm 10 ár ef miðað er við yfirtöku Krímskagans 2014. Það er eðlilegt að margir spyrji spurninga um þetta stríð og Andri Þorvarðarson sendi mér nokkrar í grein á visir.is 1. janúar 2025 sem ég þakka honum fyrir. Í þessari grein leitast ég við að svara þó ekki endilega í sömu röð og hann spyr og ég nefni líka ýmis önnur atriði sem aðrir hafa rætt við mig um að undanförnu og skipta líka máli. Ég hef ekki áhuga á umræðum um „afnasistavæðingu“ Úkraínu frekar en fáránlegri umræðu um hvort Pútin sé eins og Hitler. Sumt af því sem Andri spyr um hef ég áður fjallað um í greinasafni mínu á visir.is. Hefði Úkraína átt að verða sambandsríki (e. federal state)? Úkraína varð sjálfstætt ríki 1991 þegar Sovétríkin féllu. Eins og Jack F. Matlock síðasti sendiherra Bandaríkjanna í Sovétríkjunum hefur bent á var Úkraína frá stofnun sem sjálfstætt ríki mjög skipt eftir tungumálum og menningarlega. Rússar (e. Ethnic Russians) og Rússneskumælandi fólk bjó frekar í austurhlutanum en Úkraínumenn í vesturhlutanum. Við þessar aðstæður má segja að heppilegra hefði verði að stofan sambandsríki (e. federal state) sem leyfði ákveðið sjálfræði vissra héraða í landinu. Þannig hefði verið auðveldara að tryggja frið og halda landinu saman. Efnahagsleg stöðnun og svo algert hrun Eftir sjálfstæði 1991 náði Úkraína sér aldrei á strik efnahagslega. Verg landsframleiðsla á mann var lægri árið 2021 en hún var þegar Úkraína varð sjálfstætt ríki 1991. Enginn hagvöxtur í 30 ár. Nú er hagkerfið hrunið. Árið 1991 voru íbúar Úkraínu 52 milljónir manna árið 2021 um 41 milljón. Staðan er enn verri nú, kannski í kringum 30 milljónir. Eftir sjálfstæði tapaði Úkraína mörgu að sínu yngsta og best menntaða fólki, hafði veikar stofnanir, spilling var útbreidd og margt ungt fólk sá ekki framtíð í landinu. Land í þessari stöðu hefði þurft á handleiðslu að halda um hvernig best væri að fikra sig áfram í átt til bætts stjórnarfars og efnahags. Eystrasaltsríkin fengu slíka aðstoð frá Norðurlöndunum og því kynntist ég vel þegar ég vann hjá Alþjóðabankanum þar frá 1999 til 2003. Úkraína er auðlindaríkt land en framtíðin er ekki björt. Sameinuðu þjóðirnar spá því að um næstu aldamót verði fólksfjöldi Úkraínu um 15 milljónir. Mistök vesturlanda og ólögleg innrás Rússlands Innrás Rússa inn í Úkraínu var ólögleg og hana ber að fordæma. Afleiðingarnar skelfilegar fyrir Úkraínu og mörg Evrópulönd eru í vanda stödd. En vesturlönd hafa líka gert sín mistök í samskiptum sínum við landið. Vil ég í því sambandi nefna tvö atriði: (1) Svokallað Búdapest Memorandum frá 1994 og (2) yfirlýsingu leiðtogafundar NATO í Búkarest í apríl 2008 þegar ályktað var að Úkraína yrði aðili að NATO. 1. Með svokölluðu Búdapest Memorandum sem Andri nefnir í grein sinni var Úkraínu gert að láta af hendi sín kjarnorkuvopn til Rússlands í skiptum fyrir að landamærin frá 1991 yrðu virt. Ég er sjálfur ekki hrifinn af kjarnorkuvopnum, en það má spyrja hversu skynsamlegt þetta var í ljósi þess að Úkraína á löng austurlandamæri við Rússland. Líklegt mátti teljast að Rússland myndi fyrr eða síðar banka á dyr Úkraínu. Öryggistryggingin sem Bandaríkin og Bretland gáfu skipti engu þegar til kom. Bill Clinton sem var forseti Bandaríkjanna þegar Budapest Memorandum var undirritað sagði nýlega: "I feel a personal stake because I got them [Ukraine] to agree to give up their nuclear weapons," 2. Á leiðtogafundi NATO í Búkarest í apríl 2008 var bókað í fundargerð að Úkraína myndi verða aðildarríki NATO. Fundargerðin sagði orðrétt „NATO welcomes Ukraine’s and Georgia’s Euro-Atlantic aspirations for membership in NATO. We agreed today that these countries will become members of NATO” sjá https://www.nato.int/cps/en/natolive/official_texts_8443.htm Helsti hvatamaður þessa var George W. Bush þá forseti Bandaríkjanna. Angela Merkel þá kanslari Þýskalands var andvíg þessu og lét þau orð falla að þetta jafngilti stríðsyfirlýsingu gegn Rússlandi, “declaration of war.” Með fullri virðingu fyrir Bush þekkti Merkel aðstæður í Evrópu betur. Forseti Frakklands Nicolas Sarkozy var sama sinnis og Merkel. Vitað er að stækkun NATO getur ekki átt sér stað án samþykkis allra aðildarríkjanna. Nú eru liðin hér um bil 17 ár frá þessi yfirlýsing var gefin út og Úkraína er enn ekki í NATO. Zelensky hefur ítrekað beðið um tímatöflu fyrir aðild en aldrei fengið hana. Hefði Úkraínu verið hleypt inn fljótalega eftir NATO fundinn í apríl 2008 er hæpið að Rússar hefðu gert innrás í Úkraínu. Það voru að mínum dómi alvarleg mistök að álykta á NATO fundinum 2008 um aðild Úkraínu ef ekki var raunhæfur möguleiki að veita aðild að bandalaginu. Allir vissu þó að Úkraína var ekki tilbúin fyrir aðild. Rússar töldu vesturlönd hafa svikið loforðið um að NATO myndi ekki færast lengra austur en sem næmi Austur Þýskalandi. James Baker þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa lofað Mikhail Gorbachevþá leiðtoga Sovétríkjanna árið 1990 að NATO myndi ekki stækka frekar “not an inch to the east.” Við þessar aðstæður hafa Rússar eflaust ekki talið sig bundna af svokölluðu Budapest Memorandum sem ég nefndi hér að ofan þar sem aðstæður gjörbreyttust við stækkun NATO til austurs. NATO hefur stækkað 7 sinnum síðan Sovétríkin féllu þ.e. 1999, 2004, 2009, 2017, 2020, 2023 og 2024, sjá https://www.visir.is/g/20242571666d/a-island-framtid-i-nato- Rússar líta á stækkun NATO upp að landamærum sínum, oft með tilheyrandi hernarðaruppbyggingu, sem ógn við sitt þjóðaröryggi. Ísland og Úkraína - óraunhæfur samanburður Andri ber í grein sinni stundum saman stöðu Íslands og Úkraínu sem að mínum dómi er algerlega óraunhæfur samanburður. Ísland er eyja útí miðju Norður-Atlantshafi sem er með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin frá 1951 og er eitt að stofnríkjum NATO frá 1949. Ísland hefur ekki landamæri við stórveldi eins og Úkraína, eða nokkuð annað ríki. Ísland hefur mér vitanlega aldrei átt í hörðum deilum við Rússland eða Sovétríkin þó landið hafi réttilega fordæmt ínnrás Rússlands inní Úkraínu. Ísland hefur líka átt góð samskipti við Kína. Þó Ísland sé sjálfstætt ríki eru takmörk fyrir því hvað við getum gert. Þegar Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna heimsótti Ísland árið 2019 þakkaði hann Íslenskum stjórnvöldum fyrr að taka ekki þátt í Belti og braut (e. Belt and road initiative) Kínverja. Þetta var áður en stjórnvöld hérlendis höfðu tekið nokkra ákvörðun um málið. Staðreyndin er sú að land eins og Ísland verður að taka visst tillit til þess ríkis sem það hefur tvíhliða varnarsamning við og einnig þeirra ríkja sem það er í varnarbandalagi með. Við getum ekki gert hvað sem er. Ef Bandaríkin tortryggja Belti og braut þurfa Íslensk stjórnvöld að hafa visst samráð við Washington. Það er best fyrir smáríki eins og Ísland að tala fyrir friði í heiminum og eiga ekki í útistöðum við neitt stórveldi að óþörfu. Finnland og Úkraína og austurlandamæri við Rússland Það væri miklu nær að bera saman stöðu Úkraínu við Finnland. Finnland hefur lengi ýmist lifað í skugga Rússlands eða Sovétríkjanna en varð samt ríkt land. Líkt og Úkraína hefur Finnland löng austurlandamæri við Rússland og þess vegan hefur Finnland alltaf farið varlega í samskiptum sínum við Rússland. Finnar gengu í ESB árið 1995. Tímasetningin var engin tilviljun. Þegar Sovétríkin féllu 1991 og Rússland var veikt, sáu Finnar sér færi og hófu aðildarviðræður sem lauk í lok árs 1994 og svo með fullri ESB aðild í upphafi árs 1995. Þeir völdu tímann sjálfir og unnu á eigin forsendum. Finnar gengu svo í NATO 2023. Þetta var á þeim tíma sem Rússar höfðu gert innrás í Úkraínu og gekk ekki vel á vígvellinum í fyrstu. Finnar tóku stökkið á réttum tíma og voru með undirbúning uppá 10 eins og þegar þeir sóttu um ESB aðild. Tímasetning skiptir öllu máli í alþjóðasamskiptum. Að mínu mati hefði verið skynsamlegra fyrir Úkraínu að sækjast fyrst eftir ESB aðild áður en aðild að varnarbandalagi væri skoðuð eins og Finnar gerðu. Úkraína var komin með Association Agreement við ESB árið 2017 og hefði getað haldið áfram með Evrópusamrunann. Samningaviðræðurnar í Istanbúl Í fundargerðinni sem New York Times birti eftir samningafundi Rússlands og Úkraínu í Istanbúl í mars 2022, kemur fram að ESB aðild Úkraínu hafi komið til greina. Það eru Evrópuríki innan ESB sem eru ekki í NATO eins og Austurríki, Írland og Malta. Samningaviðræðum milli Úkraínu og Rússlands í Istanbúl árið 2022 lauk ekki með samkomulagi og því óvíst hver endanleg niðurstaða hefði orðið. Sumir vestrænir leiðtogar töldu að Úkraína yrði að vinna stríðið við Rússland á vígvellinum. Síðan hefur Úkraína tapað enn meira landi og með gríðarlegu mannfalli og eyðileggingu, sem leitt hefur til efnahagshruns. Það hefði vissulega verið erfitt að ljúka samningi í Istanbúl 2022 en það er enn erfiðara nú. Staða Úkraínu miklu verri nú en í mars 2022 Staðan í Úkarínu er nú skelfileg og miklu verri nú en hún var í mars 2022. Vladimir Putin forseti Rússlands hefur sett skilyrði fyrir að setjast að samningaborðinu. Meðal skilyrðanna er að Úkraína láti af hendi fjögur héruð (Donetsk, Luhansk, Kherson and Zaporizhzhia oblasts) og Krímskagann. Einnig að landið verði hlutlaust og gangi ekki í NATO. Donald Trump var spurður að því hvort þetta væru aðgengileg skilyrði í kappræðunum við keppinaut sinn um forsetaembættið og hann svaraði því neitandi. Þessar kröfur eru óásættanlegar að mati vesturlanda og að mati stjórnvalda í Úkraínu. Nú segir Volodymyr Zelensky að her Úkraínu geti ekki náð því landi til baka sem Rússar hafa tekið og að aðeins diplómatískur þrýstingur frá vesturlöndum geti þvingað Rússa burt. Það hefði verið betra að beita þessum diplómatíska þrýstingi að fullum krafti miklu fyrr og þegar staðan var betri á vígvellinum. Það er lítið traust milli Rússlands og vesturlanda þessa dagana. Við þessar aðstæður óttast ég að þeir samningar sem gerðir verða að lokum verði á forsendum Rússalands frekar en Úkraínu. Úkraína hefur varla úthald í áframhaldandi stríð út þetta ár. Svo má spyrja hvers vegna sumir leiðtogar vesturlanda héldu því fram að Úkraína gæti unnið Rússland á vígvellinum? Því verða þeir sjálfir að svara. Og hvers vegna var Úkraínu aldrei hleypt í NATO þrátt fyrir endurteknar bókanir á leiðtogafundum NATO um það síðast liðin 17 ár? Hver var hinn raunverulegi tilgangur með þessum bókunum? Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar