Þetta tilkynnti Nehammer á samfélagsmiðlinum X í kvöld. Hann sagðist myndu segja formlega af sér á næstu dögum. Flokkurinn Nýtt Austurríki átti einnig sæti við stjórnarmyndunarborðið en sagði sig frá viðræðunum í gær.
Wir haben lange und redlich verhandelt. In wesentlichen Punkten ist mit der SPÖ keine Einigung möglich. Die Volkspartei steht zu ihren Versprechen: Wir werden leistungs- und wirtschaftsfeindlichen Maßnahmen oder neuen Steuern nicht zustimmen. Daher beenden wir die Verhandlungen… pic.twitter.com/evKgQbtTwq
— Karl Nehammer (@karlnehammer) January 4, 2025
„Við höfum reynt allt fram að þessu. Samkomulag um lykilatriði virðist ekki mögulegt, svoleiðis að viðræðurnar eru ekki lengur skynsamlegar með jákvæða framtíð Austurríkis í huga,“ sagði Nehammer í sjónvarpsávarpi.
Kosið var til þings í Austurríki í september, en stjórnarmyndunarviðræður hafa enn ekki borið árangur. Frelsisflokkurinn, sem er lengst til hægri þeirra flokka sem náðu máli, er stærstur með 29 prósent atkvæða. Forsvarsmenn annarra flokka hafa þó útilokað samstarf við hann.