Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2025 18:57 Heiður Hjaltadóttir, móðir Hjalta Þórs Ísleifssonar. Vísir/RAX Fyrstu styrkirnir úr minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar voru veittir í dag. Móðir Hjalta segir það hafa verið sér mikilvægt að andlát hans yrði einhverjum til gagns. Fallegt hafi verið að heyra vini og kollega minnast Hjalta við afhendinguna. Hjalti Þór var í doktorsnámi í Sviss þar sem hann fannst látinn á heimili sínu í desember 2023 eftir að hafa svipt sig lífi. Hann var 27 ára og kom andlát hans fjölskyldu og vinum algjörlega í opna skjöldu. „Bara strax einum tveimur dögum seinna, fékk ég þá flugu í höfuðið að þessi dauði yrði að vera einhverjum til gagns. Og mér fannst mjög mikilvægt að við myndum búa til sjóð og minnast hans. Nota pening úr sjóðnum til þess að styrkja efnilega stærðfræðinema til frekara náms,“ segir Heiður Hjaltadóttir, móðir Hjalta Þórs. Minningarsjóðurinn styrkti tvo stærðfræðinema til framhaldsnáms í dag. Stærðfræðin átti hug og hjarta Hjalta Þórs. „Það snerist allt um stærðfræði. Ef það var ekki hægt að reikna það, þá bara var það ekki. Þú fórst ekkert í rökræður við Hjalta. Þú sagðir ekkert af því bara þegar hann var lítill, það bara virkaði ekki. Þú þurftir alltaf að segja nákvæmlega af hverju, hvers vegna og svoleiðis,“ segir Heiður. Miklu klárari en hún gerði sér grein fyrir Hjalti Þór var vinamargur og snerti líf flestra sem hann kynntist. Hann vildi alltaf láta gott af sér leiða og bar hag annarra fyrir brjósti. Yfir hundrað manns mættu á athöfnina, fjölskylda, vinir hans úr skóla, fyrrverandi kennarar og samstarfsfélagar. „Bara hvað hann var ótrúlega klár, miklu miklu klárari en ég sem mamma hans gerði mér grein fyrir. Þetta var bara strákurinn minn og ég vissi alveg að hann væri klár. Eldklár í skóla og allt það en ég vissi ekki að hann væri alveg svona klár. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós eftir því sem maður hittir fleiri sem þekktu hann,“ segir Heiður. Geðheilbrigði Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Hjalti Þór var í doktorsnámi í Sviss þar sem hann fannst látinn á heimili sínu í desember 2023 eftir að hafa svipt sig lífi. Hann var 27 ára og kom andlát hans fjölskyldu og vinum algjörlega í opna skjöldu. „Bara strax einum tveimur dögum seinna, fékk ég þá flugu í höfuðið að þessi dauði yrði að vera einhverjum til gagns. Og mér fannst mjög mikilvægt að við myndum búa til sjóð og minnast hans. Nota pening úr sjóðnum til þess að styrkja efnilega stærðfræðinema til frekara náms,“ segir Heiður Hjaltadóttir, móðir Hjalta Þórs. Minningarsjóðurinn styrkti tvo stærðfræðinema til framhaldsnáms í dag. Stærðfræðin átti hug og hjarta Hjalta Þórs. „Það snerist allt um stærðfræði. Ef það var ekki hægt að reikna það, þá bara var það ekki. Þú fórst ekkert í rökræður við Hjalta. Þú sagðir ekkert af því bara þegar hann var lítill, það bara virkaði ekki. Þú þurftir alltaf að segja nákvæmlega af hverju, hvers vegna og svoleiðis,“ segir Heiður. Miklu klárari en hún gerði sér grein fyrir Hjalti Þór var vinamargur og snerti líf flestra sem hann kynntist. Hann vildi alltaf láta gott af sér leiða og bar hag annarra fyrir brjósti. Yfir hundrað manns mættu á athöfnina, fjölskylda, vinir hans úr skóla, fyrrverandi kennarar og samstarfsfélagar. „Bara hvað hann var ótrúlega klár, miklu miklu klárari en ég sem mamma hans gerði mér grein fyrir. Þetta var bara strákurinn minn og ég vissi alveg að hann væri klár. Eldklár í skóla og allt það en ég vissi ekki að hann væri alveg svona klár. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós eftir því sem maður hittir fleiri sem þekktu hann,“ segir Heiður.
Geðheilbrigði Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira