„Við eigum okkur allir drauma“ Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2025 11:02 Snorri Steinn Guðjónsson er á leið á sitt annað stórmót sem þjálfari Íslands en fór einnig á fjölmörg mót sem leikmaður. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fór yfir stöðuna nú þegar lokaundirbúningur er hafinn af fullum krafti fyrir HM. Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í Zagreb. Ísland er í riðli með Grænhöfðaeyjum, Kúbu og Slóveníu og má fyrir fram búast við hörðum slag við Slóvena um efsta sæti riðilsins. Þrjú efstu liðin komast í milliriðil með þremur liðum úr H-riðli (Króatía, Egyptaland, Argentína, Barein), og tvö efstu liðin úr milliriðlinum komast svo áfram í 8-liða úrslit mótsins. Snorri ræddi við Vísi í Víkinni í gær, á annarri æfingu íslenska liðsins eftir að það kom saman, og var spurður hvort ekki væru teikn á lofti um að hægt væri að ná langt á mótinu: „Þurfum að vinna riðilinn“ „Er það ekki bara alltaf? Við eigum okkur allir einhverja drauma og þeir fara ekkert. En til þess að þeir verði að veruleika þurfa hlutirnir að tikka í rétta átt fyrir þig. Við þurfum að vinna riðilinn og ætlum að byrja á því,“ segir Snorri og vill greinilega bíða með allar vangaveltur um hvað þurfi að gerast svo Ísland komist í átta liða úrslit: „Ég held að það sé hollt og gott fyrir okkur sem lið að vera ekki að fara fram úr okkur – reikna einhverja hluti og skoða hvað gæti gerst. Ef leikurinn 16. janúar er ekki í lagi eru meiri líkur á að leikurinn 18. janúar verði ekki í lagi og þannig koll af kolli. Við þurfum bara að taka eitt skref í einu og sjá til þess að við séum í góðu standi og líði vel þegar kemur í þessa stóru leiki,“ segir Snorri. Klippa: Snorri Steinn á æfingu fyrir HM Stórt skarð er fyrir skildi hjá íslenska liðinu vegna fjarveru Ómars Inga Magnússonar, sem er meiddur. Þeir átján leikmenn sem Snorri valdi í HM-hópinn ættu hins vegar að vera klárir í slaginn á HM, þó að Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson hafi ekki getað beitt sér að fullu á fyrstu æfingunum. „Ég er þokkalega sáttur með stöðuna. Það er eitthvað um hnjask hér og þar, og á eflaust eftir að verða meira í löngum janúarmánuði. Það er partur af þessu. Eina breytan í þessu er að Ómar er ekki með en við vissum það fyrir fram og erum búnir að undirbúa það vel. Að því leytinu til var þetta bara þægilegra, þegar þetta er bara klippt og skorið og menn ekki með,“ segir Snorri. Hann vonast að sjálfsögðu til að ná sem mestu út úr sínum mönnum á æfingum fram að HM, en liðið æfir hér fram á miðvikudag og heldur svo til Svíþjóðar í tvo vináttulandsleiki við heimamenn, 9. og 11. janúar. Því næst fer liðið til Zagreb og þá þarf allt að vera orðið klárt: „Stórmót snýst svakalega mikið um „mojo“. Að finna það og láta það tikka í rétta átt. Við höfum farið vel yfir það að hver einasta æfing og hver einasti æfingaleikur skiptir fáránlega miklu máli. Allt sem maður gerir illa situr meira í manni en það sem maður gerir vel. Við þurfum að „fighta“ það og láta hlutina vinna með okkur,“ segir Snorri en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Hryðjuverkin á jólamarkað í Magdeburg, þar sem að fimm manns létu lífið og um tvö hundruð særðust, snertu íslenska landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson sem leikur með handboltaliði bæjarins djúpt. Gísli Þorgeir er nú mættur til móts við íslenska landsliðið sem undirbýr sig af krafti fyrir komandi heimsmeistaramót. 4. janúar 2025 08:00 Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Viggó Kristjánsson finnur til aukinnar ábyrgðar fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta í ljósi fjarveru lykilmannsins Ómars Inga Magnússonar. Viggó hlakkar til að sýna hvað hann getur. 3. janúar 2025 16:31 „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. 3. janúar 2025 13:00 „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
Ísland er í riðli með Grænhöfðaeyjum, Kúbu og Slóveníu og má fyrir fram búast við hörðum slag við Slóvena um efsta sæti riðilsins. Þrjú efstu liðin komast í milliriðil með þremur liðum úr H-riðli (Króatía, Egyptaland, Argentína, Barein), og tvö efstu liðin úr milliriðlinum komast svo áfram í 8-liða úrslit mótsins. Snorri ræddi við Vísi í Víkinni í gær, á annarri æfingu íslenska liðsins eftir að það kom saman, og var spurður hvort ekki væru teikn á lofti um að hægt væri að ná langt á mótinu: „Þurfum að vinna riðilinn“ „Er það ekki bara alltaf? Við eigum okkur allir einhverja drauma og þeir fara ekkert. En til þess að þeir verði að veruleika þurfa hlutirnir að tikka í rétta átt fyrir þig. Við þurfum að vinna riðilinn og ætlum að byrja á því,“ segir Snorri og vill greinilega bíða með allar vangaveltur um hvað þurfi að gerast svo Ísland komist í átta liða úrslit: „Ég held að það sé hollt og gott fyrir okkur sem lið að vera ekki að fara fram úr okkur – reikna einhverja hluti og skoða hvað gæti gerst. Ef leikurinn 16. janúar er ekki í lagi eru meiri líkur á að leikurinn 18. janúar verði ekki í lagi og þannig koll af kolli. Við þurfum bara að taka eitt skref í einu og sjá til þess að við séum í góðu standi og líði vel þegar kemur í þessa stóru leiki,“ segir Snorri. Klippa: Snorri Steinn á æfingu fyrir HM Stórt skarð er fyrir skildi hjá íslenska liðinu vegna fjarveru Ómars Inga Magnússonar, sem er meiddur. Þeir átján leikmenn sem Snorri valdi í HM-hópinn ættu hins vegar að vera klárir í slaginn á HM, þó að Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson hafi ekki getað beitt sér að fullu á fyrstu æfingunum. „Ég er þokkalega sáttur með stöðuna. Það er eitthvað um hnjask hér og þar, og á eflaust eftir að verða meira í löngum janúarmánuði. Það er partur af þessu. Eina breytan í þessu er að Ómar er ekki með en við vissum það fyrir fram og erum búnir að undirbúa það vel. Að því leytinu til var þetta bara þægilegra, þegar þetta er bara klippt og skorið og menn ekki með,“ segir Snorri. Hann vonast að sjálfsögðu til að ná sem mestu út úr sínum mönnum á æfingum fram að HM, en liðið æfir hér fram á miðvikudag og heldur svo til Svíþjóðar í tvo vináttulandsleiki við heimamenn, 9. og 11. janúar. Því næst fer liðið til Zagreb og þá þarf allt að vera orðið klárt: „Stórmót snýst svakalega mikið um „mojo“. Að finna það og láta það tikka í rétta átt. Við höfum farið vel yfir það að hver einasta æfing og hver einasti æfingaleikur skiptir fáránlega miklu máli. Allt sem maður gerir illa situr meira í manni en það sem maður gerir vel. Við þurfum að „fighta“ það og láta hlutina vinna með okkur,“ segir Snorri en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Hryðjuverkin á jólamarkað í Magdeburg, þar sem að fimm manns létu lífið og um tvö hundruð særðust, snertu íslenska landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson sem leikur með handboltaliði bæjarins djúpt. Gísli Þorgeir er nú mættur til móts við íslenska landsliðið sem undirbýr sig af krafti fyrir komandi heimsmeistaramót. 4. janúar 2025 08:00 Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Viggó Kristjánsson finnur til aukinnar ábyrgðar fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta í ljósi fjarveru lykilmannsins Ómars Inga Magnússonar. Viggó hlakkar til að sýna hvað hann getur. 3. janúar 2025 16:31 „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. 3. janúar 2025 13:00 „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Hryðjuverkin á jólamarkað í Magdeburg, þar sem að fimm manns létu lífið og um tvö hundruð særðust, snertu íslenska landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson sem leikur með handboltaliði bæjarins djúpt. Gísli Þorgeir er nú mættur til móts við íslenska landsliðið sem undirbýr sig af krafti fyrir komandi heimsmeistaramót. 4. janúar 2025 08:00
Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Viggó Kristjánsson finnur til aukinnar ábyrgðar fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta í ljósi fjarveru lykilmannsins Ómars Inga Magnússonar. Viggó hlakkar til að sýna hvað hann getur. 3. janúar 2025 16:31
„Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. 3. janúar 2025 13:00
„Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54