Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. janúar 2025 14:06 Jón Eiður Jónsson leigubílstjóri og jólatrjáasafnari í Fellabæ við Egilsstaði en þeim, sem vilja nýta sér þjónustu hans er bent á að fara á Facebook síðu hans og senda honum skilaboð þar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði sér fram á að hafa nóg að gera næstu daga því hann tekur að sér að safna jólatrjám á svæðinu fyrir íbúa og koma þeim í förgun. Allir ágóði söfnunarinnar rennur óskertur til Píeta samtakanna. Jón Eiður Jónsson býr í Fellabæ og er leigubílstjóri þar. Fyrir þremur árum datt honum í hug að bjóða íbúum á héraði að mæta heim til fólks og sækja þau jólatré, sem íbúar voru með hjá sér um jólin og koma þeim í förgun. Nú er Jón Eiður að byrja á þessu fjórða árið í röð. En hvað kemur til að hann er að þessu? „Ætli það sé ekki bara að hafa eitthvað fyrir stafni, ég held að það sú nú aðallega það og bara að styrkja gott málefni. Ég hendi alltaf tilkynningum inn á Facebook á nokkrum grúbbum og svo hefur fólk samband og borgar mér 1.000 krónur fyrir að hirða tréð frá sér og ég legg það svo inn á einhver félagasamtök og í þessu tilviki eru það Píeta samtökin,“ segir Jón Eiður. Þetta er ótrúlega vel og fallega gert hjá þér. „Já, vonandi skilar sér þetta líka alveg,“ segir hann. Jón Eiður, sem er leigubílstjóri er nú að safna jólatrjám fjórða árið í röð en allan ágóðann hefur hann alltaf látið renna til góðgerðarmála.Aðsend Jón Eiður segist fá mjög góð viðbrögð við söfnuninni, fólk sé duglegt að hafa samband og biðja hann að koma og sækja trén, sem voru notuð sem jólatré inni hjá fólki yfir jólahátíðina. Mest er þó að gera eftir þrettándann þegar jólin eru formlega búin. „Núna kemur inn nýtt þegar ég er með Píeta samtökin því það kemur fólk sem vill kannski bara gefa styrki og er kannski ekki með neitt jólatré og gefur kannski andvirði jólatrjáa,“ segir Jón Eiður. En hvað er þetta að gefa honum sjálfum að vera að standa í þessu? „Heyrðu, ég hef bara ánægju af því og að láta gott af mér leiða. Ég hef bara svo gaman af þessu líka.“ Hér er hægt að senda Jóni skilaboð um að koma og sækja jólatré Jól Múlaþing Geðheilbrigði Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Jón Eiður Jónsson býr í Fellabæ og er leigubílstjóri þar. Fyrir þremur árum datt honum í hug að bjóða íbúum á héraði að mæta heim til fólks og sækja þau jólatré, sem íbúar voru með hjá sér um jólin og koma þeim í förgun. Nú er Jón Eiður að byrja á þessu fjórða árið í röð. En hvað kemur til að hann er að þessu? „Ætli það sé ekki bara að hafa eitthvað fyrir stafni, ég held að það sú nú aðallega það og bara að styrkja gott málefni. Ég hendi alltaf tilkynningum inn á Facebook á nokkrum grúbbum og svo hefur fólk samband og borgar mér 1.000 krónur fyrir að hirða tréð frá sér og ég legg það svo inn á einhver félagasamtök og í þessu tilviki eru það Píeta samtökin,“ segir Jón Eiður. Þetta er ótrúlega vel og fallega gert hjá þér. „Já, vonandi skilar sér þetta líka alveg,“ segir hann. Jón Eiður, sem er leigubílstjóri er nú að safna jólatrjám fjórða árið í röð en allan ágóðann hefur hann alltaf látið renna til góðgerðarmála.Aðsend Jón Eiður segist fá mjög góð viðbrögð við söfnuninni, fólk sé duglegt að hafa samband og biðja hann að koma og sækja trén, sem voru notuð sem jólatré inni hjá fólki yfir jólahátíðina. Mest er þó að gera eftir þrettándann þegar jólin eru formlega búin. „Núna kemur inn nýtt þegar ég er með Píeta samtökin því það kemur fólk sem vill kannski bara gefa styrki og er kannski ekki með neitt jólatré og gefur kannski andvirði jólatrjáa,“ segir Jón Eiður. En hvað er þetta að gefa honum sjálfum að vera að standa í þessu? „Heyrðu, ég hef bara ánægju af því og að láta gott af mér leiða. Ég hef bara svo gaman af þessu líka.“ Hér er hægt að senda Jóni skilaboð um að koma og sækja jólatré
Jól Múlaþing Geðheilbrigði Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira