„Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. janúar 2025 22:24 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir tap kvöldsins Vísir/Anton Brink Keflavík tapaði gegn Álftanesi á heimavelli 87-89 í spennandi leik. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir leik. „Það var súrt að tapa þessu í lokin en við vorum sjálfum okkur verstir. Við fengum á okkur mikið af sóknarfráköstum, töpuðum boltanum mikið og við þurfum að skora meira en 87 stig ef við ætlum að vinna körfuboltaleiki,“ sagði Pétur Ingvarsson ósáttur með margt í spilamennsku Keflavíkur. Staðan var jöfn í hálfleik en Álftanes byrjaði síðari hálfleik á að gera fyrstu sautján stigin sem gerði Keflavík mjög erfitt fyrir. „Þeir gerðu sautján stig í röð og við áttum lítil svör. Það var grunnurinn að þessum sigri hjá þeim og þeir settu stór skot þegar við vorum að nálgast þetta. Þó það hafi munað litlu að við hefðum jafnað undir lokin þá töpuðum við of mörgum boltum og fengum á okkur of mikið af sóknarfráköstum.“ „Jarell fékk tvær ódýrar villur og við þurftum að taka hann út af því hann var kominn með fjórar villur sem riðlaði okkar leik. Það fór svolítið með þetta en þeir spiluðu líka flotta vörn og voru góðir. “ Leikurinn var æsispennandi undir lokin og Keflavík átti möguleika á að jafna eða komast yfir en að mati Péturs tapaðist leikurinn ekki þar. „Það var margt í þessu sem hefði getað farið öðruvísi og þá hefðum við unnið en það gerðist ekki. Þeir unnu þetta, stóðu sig vel og þetta var góður sigur hjá þeim. Þeir voru búnir að bíða lengi eftir þessu og Álftanes hefur aldrei unnið Keflavík í Keflavík. Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045 það er ágætt,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum. Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
„Það var súrt að tapa þessu í lokin en við vorum sjálfum okkur verstir. Við fengum á okkur mikið af sóknarfráköstum, töpuðum boltanum mikið og við þurfum að skora meira en 87 stig ef við ætlum að vinna körfuboltaleiki,“ sagði Pétur Ingvarsson ósáttur með margt í spilamennsku Keflavíkur. Staðan var jöfn í hálfleik en Álftanes byrjaði síðari hálfleik á að gera fyrstu sautján stigin sem gerði Keflavík mjög erfitt fyrir. „Þeir gerðu sautján stig í röð og við áttum lítil svör. Það var grunnurinn að þessum sigri hjá þeim og þeir settu stór skot þegar við vorum að nálgast þetta. Þó það hafi munað litlu að við hefðum jafnað undir lokin þá töpuðum við of mörgum boltum og fengum á okkur of mikið af sóknarfráköstum.“ „Jarell fékk tvær ódýrar villur og við þurftum að taka hann út af því hann var kominn með fjórar villur sem riðlaði okkar leik. Það fór svolítið með þetta en þeir spiluðu líka flotta vörn og voru góðir. “ Leikurinn var æsispennandi undir lokin og Keflavík átti möguleika á að jafna eða komast yfir en að mati Péturs tapaðist leikurinn ekki þar. „Það var margt í þessu sem hefði getað farið öðruvísi og þá hefðum við unnið en það gerðist ekki. Þeir unnu þetta, stóðu sig vel og þetta var góður sigur hjá þeim. Þeir voru búnir að bíða lengi eftir þessu og Álftanes hefur aldrei unnið Keflavík í Keflavík. Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045 það er ágætt,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira