„Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2025 22:04 Sigmundur að segja Ingu Sæland að sýna ábyrgð. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, að gera ekki lítið úr Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins og félagsmálaráðherra. Það gerði Kristrún í Kryddsíldinni á gamlársdag eftir að Sigmundur gagnrýndi Ingu og sagði hana þurfa að tala af ábyrgð. Sigmundur var að ræða málefni innflytjenda og sagðist telja þörf á miklum umbótum hér á landi. Meira en einhvern „bútasaum“ sem lagður hefði verið til af nýrri ríkisstjórn. Til orðaskaks kom milli hans og Ingu og nefndi Sigmundur að Inga hefði verið að „garga“ á Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á dögunum. „Nú ertu komin í ríkisstjórn,“ sagði Sigmundur. „Inga, þetta dugar ekki lengur. Það dugar ekki lengur, að reyna að vera sniðug að garga það nógu hátt. Þú ert komin í ríkisstjórn.“ „Og hvað með það?“ spurði Inga. „Nú þarft þú að bera ábyrgð,“ svaraði Sigmundur strax. „Þú verður að tala af ábyrgð.“ Inga sagðist alltaf hafa gert það en Sigmundur sagði hana aldrei hafa talað af ábyrgð. „Ég mæti að minnsta kosti í vinnuna,“ sagði Inga og vísaði til fregna frá því í nóvember um að Sigmundur mætti allra þingmanna verst í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Sjá einnig: Þessi mættu best of verst í þinginu „Sjáðu, þetta er allt svona," sagði Sigmundur. „Inga. Þetta virkar ekki. Að búa til einhverjar sögur og reyna að ýta þeim áfram. Nú þarftu að fara að tala um stjórnmál. Af alvöru. Þú ert komin í ríkisstjórn, þú ert orðin ráðherra.“ „Ég hef aldrei gert annað og ég get alveg látið þig vita það að þú kemst ekki með tærnar þar sem ég er með hælana,“ sagði Inga. „Kannski ekki í að garga. Þú ert orðin ráðherra,“ svaraði Sigmundur. Við það bætti Inga: „Það er bara út af því að þú ert enn þá í mútum. Það er ekki mér að kenna.“ „Þetta er allt svona,“ sagði Sigmundur í uppgjafartón. Kristrún Frostadóttir. Við það hélt Sigmundur áfram að tala um innflytjendamál og áhyggjur sínar af þeim og því að þær valkyrjur, svokölluðu, áttuðu sig ekki á þörfinni á breytingum, áður en hann sneri sér aftur að Ingu. „Ég meina Inga sagði eitt um þetta fyrir kosningar, svo segir hún eitthvað allt annað núna eins og í öllum sínum málum. En þær konur sem að bjuggu til þessa ríkisstjórn, Kristrún og Þorgerður, þurfa að taka ábyrgð í svona stórum málum,“ sagði Sigmundur Við það greip Kristrún fram í. „Nú verð ég aðeins að stoppa þig. Ekki gera lítið úr þriðja formanninum hérna við borðið,“ sagði Kristrún. „Hún er fullgildur meðlimur í þessari ríkisstjórn.“ Myndband af þessum samskiptum má sjá hér að neðan. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kryddsíld Alþingi Tengdar fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Flestir landsmenn virðast telja Sjálfstæðisflokkinn halda bestu partýin. Formaður Framsóknarflokksins telur landsmenn vanmeta stuðið hjá flokknum. 2. janúar 2025 21:02 „Það eru fleiri með köggla en þú“ Inga Sæland spennti tvíhöfðana í Kryddsíldinni og sagði fleiri vera með köggla en Sigmundur Davíð þegar rætt var um litla þingflokka. Sigurður Ingi sagði Sigmund ekkert þurfa að mæta á þingið fyrst Miðflokkurinn væri kominn með átta þingmenn. 2. janúar 2025 17:21 Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. 2. janúar 2025 16:56 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Sigmundur var að ræða málefni innflytjenda og sagðist telja þörf á miklum umbótum hér á landi. Meira en einhvern „bútasaum“ sem lagður hefði verið til af nýrri ríkisstjórn. Til orðaskaks kom milli hans og Ingu og nefndi Sigmundur að Inga hefði verið að „garga“ á Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á dögunum. „Nú ertu komin í ríkisstjórn,“ sagði Sigmundur. „Inga, þetta dugar ekki lengur. Það dugar ekki lengur, að reyna að vera sniðug að garga það nógu hátt. Þú ert komin í ríkisstjórn.“ „Og hvað með það?“ spurði Inga. „Nú þarft þú að bera ábyrgð,“ svaraði Sigmundur strax. „Þú verður að tala af ábyrgð.“ Inga sagðist alltaf hafa gert það en Sigmundur sagði hana aldrei hafa talað af ábyrgð. „Ég mæti að minnsta kosti í vinnuna,“ sagði Inga og vísaði til fregna frá því í nóvember um að Sigmundur mætti allra þingmanna verst í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Sjá einnig: Þessi mættu best of verst í þinginu „Sjáðu, þetta er allt svona," sagði Sigmundur. „Inga. Þetta virkar ekki. Að búa til einhverjar sögur og reyna að ýta þeim áfram. Nú þarftu að fara að tala um stjórnmál. Af alvöru. Þú ert komin í ríkisstjórn, þú ert orðin ráðherra.“ „Ég hef aldrei gert annað og ég get alveg látið þig vita það að þú kemst ekki með tærnar þar sem ég er með hælana,“ sagði Inga. „Kannski ekki í að garga. Þú ert orðin ráðherra,“ svaraði Sigmundur. Við það bætti Inga: „Það er bara út af því að þú ert enn þá í mútum. Það er ekki mér að kenna.“ „Þetta er allt svona,“ sagði Sigmundur í uppgjafartón. Kristrún Frostadóttir. Við það hélt Sigmundur áfram að tala um innflytjendamál og áhyggjur sínar af þeim og því að þær valkyrjur, svokölluðu, áttuðu sig ekki á þörfinni á breytingum, áður en hann sneri sér aftur að Ingu. „Ég meina Inga sagði eitt um þetta fyrir kosningar, svo segir hún eitthvað allt annað núna eins og í öllum sínum málum. En þær konur sem að bjuggu til þessa ríkisstjórn, Kristrún og Þorgerður, þurfa að taka ábyrgð í svona stórum málum,“ sagði Sigmundur Við það greip Kristrún fram í. „Nú verð ég aðeins að stoppa þig. Ekki gera lítið úr þriðja formanninum hérna við borðið,“ sagði Kristrún. „Hún er fullgildur meðlimur í þessari ríkisstjórn.“ Myndband af þessum samskiptum má sjá hér að neðan.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kryddsíld Alþingi Tengdar fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Flestir landsmenn virðast telja Sjálfstæðisflokkinn halda bestu partýin. Formaður Framsóknarflokksins telur landsmenn vanmeta stuðið hjá flokknum. 2. janúar 2025 21:02 „Það eru fleiri með köggla en þú“ Inga Sæland spennti tvíhöfðana í Kryddsíldinni og sagði fleiri vera með köggla en Sigmundur Davíð þegar rætt var um litla þingflokka. Sigurður Ingi sagði Sigmund ekkert þurfa að mæta á þingið fyrst Miðflokkurinn væri kominn með átta þingmenn. 2. janúar 2025 17:21 Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. 2. janúar 2025 16:56 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Flestir landsmenn virðast telja Sjálfstæðisflokkinn halda bestu partýin. Formaður Framsóknarflokksins telur landsmenn vanmeta stuðið hjá flokknum. 2. janúar 2025 21:02
„Það eru fleiri með köggla en þú“ Inga Sæland spennti tvíhöfðana í Kryddsíldinni og sagði fleiri vera með köggla en Sigmundur Davíð þegar rætt var um litla þingflokka. Sigurður Ingi sagði Sigmund ekkert þurfa að mæta á þingið fyrst Miðflokkurinn væri kominn með átta þingmenn. 2. janúar 2025 17:21
Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. 2. janúar 2025 16:56