Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2025 15:22 Hringir Satúrnusar eru eitt tilkomumesta fyrirbærið í sólkerfinu okkar. Myndina tók Cassini-geimfarið árið 2009. Skugginn sem sést er af tunglinu Títani. NASA/JPL/Space Science Institute. Krúnudjásn sólkerfisins, hringir Satúrnusar, hverfa sjónum manna í mars. Þeir verða þó aðeins „horfnir“ í nokkra daga. Fyrirbærið á sér stað á um fimmtán ára fresti þegar sjónlína frá jörðinni er beint á rönd hringanna. Hringir Satúrnusar eru eitt mikilfenglegasta fyrirbæri sólkerfisins og helsta kennileiti þessarar næststærstu reikistjörnu sólkerfisins. Útlit þeirra er breytilegt frá jörðinni séð eftir því sem afstaða hnattanna breytist í sólkerfinu. Yfirleitt horfum við annað hvort ofan á hringina eða neðan á þá eftir því hvort suður- eða norðurpóll Satúrnusar hallar að jörðinni. Tvisvar á hverju Satúrnusarári, á um fimmtán ára fresti, er sjónlínan frá jörðinni við Satúrnus beint á fleti hringanna. Vegna þess hversu hlutfallslega næfurþunnir hringirnir eru virðast þeir þá hverfa algerlega sjónum frá jörðinni séð, að því er kemur fram í umfjöllun Stjörnufræðivefsins um hringina. Næst gerist þetta 23. mars og stendur í nokkra daga. Satúrnus verður þá hins vegar of nærri sólinni á himninum til þess að hægt verði að skoða reikistjörnuna í sjónaukum. Kjöraðstæður verða aftur á móti til að njóta dýrðar Satúrnusar í haust þegar hann verður í svonefndri gagnstöðu. Þá verður jörðin á milli sólarinnar og Satúrnusar í sólkerfinu. Til lengri tíma litið er búist við því að hringir Satúrnusar hverfi innan nokkur hundruð milljóna ára. Sífellt kvarnast úr þeim þegar ísagnirnar sem mynda falla inn í þyngdarsvið plánetunnar og gufa upp í lofthjúpi hennar. Talið er að hringarnir séu tiltölulega ungir, aðeins nokkur hundruð milljón ára gamlir og að þeir hafi myndast þegar ístungl splundraðist. Satúrnus er ekki eina reikistjarnan í sólkerfinu sem skartar hringjum. Júpíter, Úranus og Neptúnus eru allir með hringi þótt þeir séu mun fátæklegri. Satúrnus Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Hringir Satúrnusar eru eitt mikilfenglegasta fyrirbæri sólkerfisins og helsta kennileiti þessarar næststærstu reikistjörnu sólkerfisins. Útlit þeirra er breytilegt frá jörðinni séð eftir því sem afstaða hnattanna breytist í sólkerfinu. Yfirleitt horfum við annað hvort ofan á hringina eða neðan á þá eftir því hvort suður- eða norðurpóll Satúrnusar hallar að jörðinni. Tvisvar á hverju Satúrnusarári, á um fimmtán ára fresti, er sjónlínan frá jörðinni við Satúrnus beint á fleti hringanna. Vegna þess hversu hlutfallslega næfurþunnir hringirnir eru virðast þeir þá hverfa algerlega sjónum frá jörðinni séð, að því er kemur fram í umfjöllun Stjörnufræðivefsins um hringina. Næst gerist þetta 23. mars og stendur í nokkra daga. Satúrnus verður þá hins vegar of nærri sólinni á himninum til þess að hægt verði að skoða reikistjörnuna í sjónaukum. Kjöraðstæður verða aftur á móti til að njóta dýrðar Satúrnusar í haust þegar hann verður í svonefndri gagnstöðu. Þá verður jörðin á milli sólarinnar og Satúrnusar í sólkerfinu. Til lengri tíma litið er búist við því að hringir Satúrnusar hverfi innan nokkur hundruð milljóna ára. Sífellt kvarnast úr þeim þegar ísagnirnar sem mynda falla inn í þyngdarsvið plánetunnar og gufa upp í lofthjúpi hennar. Talið er að hringarnir séu tiltölulega ungir, aðeins nokkur hundruð milljón ára gamlir og að þeir hafi myndast þegar ístungl splundraðist. Satúrnus er ekki eina reikistjarnan í sólkerfinu sem skartar hringjum. Júpíter, Úranus og Neptúnus eru allir með hringi þótt þeir séu mun fátæklegri.
Satúrnus Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32