Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 15:45 Andreas Palicka kemur til Kolstad frá PSG og ætlar að halda áfram að landa titlum. EPA-EFE/TERESA SUAREZ Norska handknattleiksfélagið Kolstad, sem er með fimm Íslendinga innanborðs, kynnti í dag sænska landsliðsmarkvörðinn Andreas Palicka sem sinn nýjasta leikmann. Palicka, sem er 38 ára og á leið á HM með sænska landsliðinu, kemur til Kolstad frá PSG þar sem hann hefur spilað frá árinu 2022. Hann hefur unnið fjölda titla á sínum ferli og þá sérstaklega á árunum með Kiel í Þýskalandi, þar sem hann vann alls sautján titla, en einnig með Rhein-Neckar Löwen, PSG og sænska ladnsliðinu. Nú ætlar Palicka að vinna titla með Kolstad en í viðtali á heimasíðu félagsins segir hann einnig skipta miklu máli fyrir sig hve vel þetta henti fyrir fjölskylduna, og að Kolstad sjái til þess að vel fari um hana í Þrándheimi. Í lok nóvember var greint frá því að Arnór Snær Óskarsson hefði bæst við hóp Íslendinga hjá Kolstad en þar leikur einnig bróðir hans, Benedikt Gunnar. Fyrirliði liðsins er Sigvaldi Guðjónsson og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson kom síðasta sumar, rétt eins og Sigurjón Guðmundsson sem er einmitt markvörður og ætti því að geta lært ýmislegt af Palicka. Mágarnir Sigurjón Guðmundsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru báðir leikmenn Kolstad.Kolstad Handball Reyndar býr Sigurjón einnig að því að geta leitað í reynslubanka pabba síns, Guðmundar Hrafnkelssonar, leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi, en hann ætti engu að síður að geta notið góðs af ráðleggingum Palicka. Palicka skrifaði undir samning sem gildir til 2027 og með komu hans er Kolstad að bregðast við brotthvarfi norska landsliðsmarkvarðarins Torbjörns Bergerud. Bergerud fer til Wisla Plock í Póllandi í sumar og leysir þá væntanlega Viktor Gísla Hallgrímsson af hólmi fari svo að Viktor fari til Barcelona eftir tímabilið, eins og orðrómur hefur verið uppi um. Norski handboltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Palicka, sem er 38 ára og á leið á HM með sænska landsliðinu, kemur til Kolstad frá PSG þar sem hann hefur spilað frá árinu 2022. Hann hefur unnið fjölda titla á sínum ferli og þá sérstaklega á árunum með Kiel í Þýskalandi, þar sem hann vann alls sautján titla, en einnig með Rhein-Neckar Löwen, PSG og sænska ladnsliðinu. Nú ætlar Palicka að vinna titla með Kolstad en í viðtali á heimasíðu félagsins segir hann einnig skipta miklu máli fyrir sig hve vel þetta henti fyrir fjölskylduna, og að Kolstad sjái til þess að vel fari um hana í Þrándheimi. Í lok nóvember var greint frá því að Arnór Snær Óskarsson hefði bæst við hóp Íslendinga hjá Kolstad en þar leikur einnig bróðir hans, Benedikt Gunnar. Fyrirliði liðsins er Sigvaldi Guðjónsson og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson kom síðasta sumar, rétt eins og Sigurjón Guðmundsson sem er einmitt markvörður og ætti því að geta lært ýmislegt af Palicka. Mágarnir Sigurjón Guðmundsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru báðir leikmenn Kolstad.Kolstad Handball Reyndar býr Sigurjón einnig að því að geta leitað í reynslubanka pabba síns, Guðmundar Hrafnkelssonar, leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi, en hann ætti engu að síður að geta notið góðs af ráðleggingum Palicka. Palicka skrifaði undir samning sem gildir til 2027 og með komu hans er Kolstad að bregðast við brotthvarfi norska landsliðsmarkvarðarins Torbjörns Bergerud. Bergerud fer til Wisla Plock í Póllandi í sumar og leysir þá væntanlega Viktor Gísla Hallgrímsson af hólmi fari svo að Viktor fari til Barcelona eftir tímabilið, eins og orðrómur hefur verið uppi um.
Norski handboltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira