Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2025 13:39 Foringjar nýrrar ríkisstjórnar. Kristrún Frostadóttir ætlar að láta hendur standa fram úr ermum. vísir/vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lætur hendur standa fram úr ermum strax á nýju ári. Nú var að detta inn á samráðsgátt stjórnvalda nýtt mál þar sem auglýst er eftir umsögnum um það hvernig hagræða megi í rekstri ríkisins. Umrætt mál má finna hér en því er fylgt úr hlaði með orðum þess efnis að eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar sé að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Og að ríkisstjórnin leiti eftir samstarfs við þjóðina um þetta verkefni. „Árið 2025 er áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.550 milljarðar króna eða 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu – sem skiptast í grófum dráttum í laun og rekstrarkostnað, fjárfestingu, tilfærslur og bætur. Því er til mikils að vinna. Með hagsýni í rekstri ríkisins förum við betur með fé og sköpum þar með tækifæri til að efla opinbera þjónustu og aðra þætti samfélagsins um land allt,“ segir meðal annars í tilkynningu. Ef við værum stödd á núllpunkti Þá er tíundað að ríkisreksturinn sé flókinn og margræður. Sagt er að ýmislegt í rekstri ríkisins gangi vel meðan annað má betur fara. „Í upphafi nýs kjörtímabils er rík ástæða til að staldra við og huga að því sem við getum gert betur. Og það vill ný ríkisstjórn gera í góðu samráði við fólkið í landinu.“ En hvar og hvernig má hagræða, er spurt. Á að verja opinberu fé í sömu verkefni og með sama hætti og gert er ef við værum að byrja á núllpunkti? Eru dæmi um sóun hjá hinu opinbera? Ekki er vafi á að margir telja svo vera. Hvar er sóunin? Ríkisstjórnin óskar eftir hugmyndum. Samráðið er með þeim hætti að almenningur, fyrirtæki og hagsmunaaðilar geta komið tillögum, hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri í samráðsgátt og er opið fyrir slíkt til 23. janúar. Þá fer sérstakur starfhópur á vegum forsætisráðuneytisins yfir allar ábendingar og niðurstöðurnar nýttar til að móta áætlun til lengri tíma. Meðal þeirra atriða sem nefnd eru en mætti líta til eru eftirfarandi punktar: 1. Hagræðing til skemmri tíma • Verkefni sem gætu fallið niður • Dæmi um sóun í ríkisrekstri eða skort á aðhaldi • Bóta- og tilfærslukerfi ríkisins • Starfsmannahald • Opinber innkaup • Verktakar • Annar rekstrarkostnaður 2. Hagræðing til lengri tíma • Verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Umrætt mál má finna hér en því er fylgt úr hlaði með orðum þess efnis að eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar sé að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Og að ríkisstjórnin leiti eftir samstarfs við þjóðina um þetta verkefni. „Árið 2025 er áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.550 milljarðar króna eða 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu – sem skiptast í grófum dráttum í laun og rekstrarkostnað, fjárfestingu, tilfærslur og bætur. Því er til mikils að vinna. Með hagsýni í rekstri ríkisins förum við betur með fé og sköpum þar með tækifæri til að efla opinbera þjónustu og aðra þætti samfélagsins um land allt,“ segir meðal annars í tilkynningu. Ef við værum stödd á núllpunkti Þá er tíundað að ríkisreksturinn sé flókinn og margræður. Sagt er að ýmislegt í rekstri ríkisins gangi vel meðan annað má betur fara. „Í upphafi nýs kjörtímabils er rík ástæða til að staldra við og huga að því sem við getum gert betur. Og það vill ný ríkisstjórn gera í góðu samráði við fólkið í landinu.“ En hvar og hvernig má hagræða, er spurt. Á að verja opinberu fé í sömu verkefni og með sama hætti og gert er ef við værum að byrja á núllpunkti? Eru dæmi um sóun hjá hinu opinbera? Ekki er vafi á að margir telja svo vera. Hvar er sóunin? Ríkisstjórnin óskar eftir hugmyndum. Samráðið er með þeim hætti að almenningur, fyrirtæki og hagsmunaaðilar geta komið tillögum, hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri í samráðsgátt og er opið fyrir slíkt til 23. janúar. Þá fer sérstakur starfhópur á vegum forsætisráðuneytisins yfir allar ábendingar og niðurstöðurnar nýttar til að móta áætlun til lengri tíma. Meðal þeirra atriða sem nefnd eru en mætti líta til eru eftirfarandi punktar: 1. Hagræðing til skemmri tíma • Verkefni sem gætu fallið niður • Dæmi um sóun í ríkisrekstri eða skort á aðhaldi • Bóta- og tilfærslukerfi ríkisins • Starfsmannahald • Opinber innkaup • Verktakar • Annar rekstrarkostnaður 2. Hagræðing til lengri tíma • Verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira