Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. janúar 2025 12:15 Eyjólfur Ármannsson nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ætlar strax að láta hendur standa fram úr ermum. Vísir Ný ríkisstjórn hittist á vinnufundi í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum á morgun og er búist við að fundurinn standi allan daginn að sögn samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra. Hann segir að forgangsverkefni sitt sé að hefja framkvæmdir á Sundabraut. Framkvæmdin verði fjármögnuð með innheimtu veggjalda Vinnufundur ríkisstjórnarinnar á Þingvöllum hefst í fyrramálið og verður fram eftir degi að sögn Eyjólfs Ármannssonar nýs samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Þetta verður svona vinnufundur hjá okkur á Þingvöllum. Ég hlakka til,“ segir Eyjólfur. Stórframkvæmdir fram undan Eyjólfur sem hitti allt starfsfólk ráðuneytisins í morgun segir mörg stór verkefni fram undan eins og framkvæmdir um allt land í samgöngum og jarðgangagerð. „Sundabraut er forgangsmál. Það kemur úr umhverfismati um Sundabraut og það þarf að ákveða hvort að það verði brú eða jarðgöng núna á vormánuðum. Í stjórnarsáttmálanum.er gert ráð fyrir að fjárfest sé í innviðum til að auka verðmætasköpun. Þá á að hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt í samgöngum og rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur verið í jarðgangagerð, helst á næsta ári. Svo er það samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins,“ segir hann. Sundabraut fjármögnuð með veggjöldum Eyjólfur segir eftir að taka ákvörðun um fjármögnun jarðganga en Sundabraut verði ekki á kostnað ríkissjóðs. „Sundabraut er verkefni sem er fjármagnað með innheimtu veggjalda. Það er ekki inn í ríkisfjármálunum. Svo er það jarðgangagerðin, ég myndi vilja hafa fastan lið í fjárlögum fyrir jarðgangagerð. Þannig að það verði alltaf nægt fjármagn svo ein jarðgöng taki við að öðrum. Aðspurður um hvar sé brýnasta þörfin fyrir jarðgöng svarar Eyjólfur. „Það er á Vestfjörðum, Austfjörðum og Tröllaskaga en þetta á allt eftir að koma í ljós.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samgöngur Vegtollar Rekstur hins opinbera Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira
Vinnufundur ríkisstjórnarinnar á Þingvöllum hefst í fyrramálið og verður fram eftir degi að sögn Eyjólfs Ármannssonar nýs samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Þetta verður svona vinnufundur hjá okkur á Þingvöllum. Ég hlakka til,“ segir Eyjólfur. Stórframkvæmdir fram undan Eyjólfur sem hitti allt starfsfólk ráðuneytisins í morgun segir mörg stór verkefni fram undan eins og framkvæmdir um allt land í samgöngum og jarðgangagerð. „Sundabraut er forgangsmál. Það kemur úr umhverfismati um Sundabraut og það þarf að ákveða hvort að það verði brú eða jarðgöng núna á vormánuðum. Í stjórnarsáttmálanum.er gert ráð fyrir að fjárfest sé í innviðum til að auka verðmætasköpun. Þá á að hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt í samgöngum og rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur verið í jarðgangagerð, helst á næsta ári. Svo er það samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins,“ segir hann. Sundabraut fjármögnuð með veggjöldum Eyjólfur segir eftir að taka ákvörðun um fjármögnun jarðganga en Sundabraut verði ekki á kostnað ríkissjóðs. „Sundabraut er verkefni sem er fjármagnað með innheimtu veggjalda. Það er ekki inn í ríkisfjármálunum. Svo er það jarðgangagerðin, ég myndi vilja hafa fastan lið í fjárlögum fyrir jarðgangagerð. Þannig að það verði alltaf nægt fjármagn svo ein jarðgöng taki við að öðrum. Aðspurður um hvar sé brýnasta þörfin fyrir jarðgöng svarar Eyjólfur. „Það er á Vestfjörðum, Austfjörðum og Tröllaskaga en þetta á allt eftir að koma í ljós.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samgöngur Vegtollar Rekstur hins opinbera Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira