Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar 1. janúar 2025 15:00 Sæll Hilmar. Nú hefur þú sem prófessor við Háskólann á Akureyri verið áberandi í fjölmiðlum, bæði í ræðu og riti, um málefni NATO, Rússlands og Úkraínu. Í viðtali sem DV.is tók við þig um stefnu Donald Trump á norðurslóðum og birti þann 27. desember 2024 þá segir þú eftirfarandi: „Ég hef alltaf sagt að fyrir smáríki er best að friður sé í heiminum og að smáríki eins og Danmörk og Ísland hefðu átt að tala fyrir friði og samningum í Úkraínu vegna þess að það þjónar okkar hagsmunum best. Nú er hins vegar alger óvissa og Donald Trump forseti Bandaríkjanna fer sínar leiðir. Ef samið hefði verið um frið í Úkraínu í mars 2022 hefði þessi staða aldrei komið upp.“ Þú tekur þó ekki fram í hverju sá friður hefði falist þrátt fyrir að við vitum hverjar kröfur Rússlands voru; bæði í gegnum skjöl sem fjölmiðlar hafa birt og frásagnir aðila sem voru viðstaddir viðræðurnar. Því vil ég spyrja þig út í nokkrar af kröfum Rússa vorið 2022. Ein af kröfum þeirra var að Úkraínumenn þyrftu að gefa varanlega eftir landsvæði sem Rússar hefðu tekið. Hvernig samræmist sú krafa fyrri samningum þar sem Rússar skuldbundu sig til að virða landamæri Úkraínu? Má þar nefna Búdapestsamkomulagið árið 1994. Og hvað þýddi það fyrir frið og stöðugleika í Evrópu ef viðurkennt yrði með þessum hætti að hægt sé að teikna landamæri annarra ríkja upp á nýtt með hervaldi? Hvernig myndi slíkt þjóna hagsmunum smáríkisins Íslands? Rússland krafðist þess líka að úkraínski herinn yrði skorinn við nögl auk þess sem Úkraína mætti aldrei ganga í NATO. Úkraínumenn voru tilbúnir að samþykkja ævarandi hlutleysi sitt með þeim fyrirvara að stórveldin myndu skuldbinda sig til að koma landinu til varnar ef á það yrði ráðist – skuldbinding sem Rússland vildi hafa neitunarvald yfir! Þetta var helsta ástæðan fyrir því að það flosnaði upp úr viðræðunum og skal engan undra. Hvernig hefði það þjónað öryggishagsmunum Úkraínu að standa máttvana gegn margfalt stærra nágrannaríki sem hafði þá þegar gert tvær innrásir á innan við áratug? Rússar komu einnig með vísvitandi niðurlægjandi kröfur, eins og að Úkraínumenn ættu að „afnasistavæða“ land sitt. Í hverju ætti sú „afnasistavæðing“ að felast og telur þú vera þörf á henni? Að lokum vil ég spyrja: Myndir þú samþykkja sambærilegar kröfur fyrir hönd Íslands undir einhverjum kringumstæðum? Ef ekki, af hverju hefðu Úkraínumenn þá átt að samþykkja þær? Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Sæll Hilmar. Nú hefur þú sem prófessor við Háskólann á Akureyri verið áberandi í fjölmiðlum, bæði í ræðu og riti, um málefni NATO, Rússlands og Úkraínu. Í viðtali sem DV.is tók við þig um stefnu Donald Trump á norðurslóðum og birti þann 27. desember 2024 þá segir þú eftirfarandi: „Ég hef alltaf sagt að fyrir smáríki er best að friður sé í heiminum og að smáríki eins og Danmörk og Ísland hefðu átt að tala fyrir friði og samningum í Úkraínu vegna þess að það þjónar okkar hagsmunum best. Nú er hins vegar alger óvissa og Donald Trump forseti Bandaríkjanna fer sínar leiðir. Ef samið hefði verið um frið í Úkraínu í mars 2022 hefði þessi staða aldrei komið upp.“ Þú tekur þó ekki fram í hverju sá friður hefði falist þrátt fyrir að við vitum hverjar kröfur Rússlands voru; bæði í gegnum skjöl sem fjölmiðlar hafa birt og frásagnir aðila sem voru viðstaddir viðræðurnar. Því vil ég spyrja þig út í nokkrar af kröfum Rússa vorið 2022. Ein af kröfum þeirra var að Úkraínumenn þyrftu að gefa varanlega eftir landsvæði sem Rússar hefðu tekið. Hvernig samræmist sú krafa fyrri samningum þar sem Rússar skuldbundu sig til að virða landamæri Úkraínu? Má þar nefna Búdapestsamkomulagið árið 1994. Og hvað þýddi það fyrir frið og stöðugleika í Evrópu ef viðurkennt yrði með þessum hætti að hægt sé að teikna landamæri annarra ríkja upp á nýtt með hervaldi? Hvernig myndi slíkt þjóna hagsmunum smáríkisins Íslands? Rússland krafðist þess líka að úkraínski herinn yrði skorinn við nögl auk þess sem Úkraína mætti aldrei ganga í NATO. Úkraínumenn voru tilbúnir að samþykkja ævarandi hlutleysi sitt með þeim fyrirvara að stórveldin myndu skuldbinda sig til að koma landinu til varnar ef á það yrði ráðist – skuldbinding sem Rússland vildi hafa neitunarvald yfir! Þetta var helsta ástæðan fyrir því að það flosnaði upp úr viðræðunum og skal engan undra. Hvernig hefði það þjónað öryggishagsmunum Úkraínu að standa máttvana gegn margfalt stærra nágrannaríki sem hafði þá þegar gert tvær innrásir á innan við áratug? Rússar komu einnig með vísvitandi niðurlægjandi kröfur, eins og að Úkraínumenn ættu að „afnasistavæða“ land sitt. Í hverju ætti sú „afnasistavæðing“ að felast og telur þú vera þörf á henni? Að lokum vil ég spyrja: Myndir þú samþykkja sambærilegar kröfur fyrir hönd Íslands undir einhverjum kringumstæðum? Ef ekki, af hverju hefðu Úkraínumenn þá átt að samþykkja þær? Höfundur er framhaldsskólakennari.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun