Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2025 09:27 Magnus Carlsen og Jan Nepomniatsjtsjí, kallaður Nepo, á HM í atskák og hraðskák í New York. Getty Norðmaðurinn Magnus Carlsen og Rússinn Jan Nepomniatsjtsjí, kallaður Nepo, eru báðir heimsmeistarar í hraðskák 2024. Carlsen og Nepo ákváðu að deila heimsmeistaratitlinum eftir að hafa spilað þrjár skákir í bráðabana sem enduðu allar með jafntefli. Bandaríski skákmaðurinn Hans Niemann er allt annað en sáttur með niðurstöðuna, og segir hann skákheiminn nú opinberlega vera orðinn að „brandara“ enda hafi það aldrei gerst að tveir skákmenn deili heimsmeistaratitli með þessum hætti. Þá segir hann Alþjóðaskáksambandinu hafa verið stjórnað af Carlsen í tvígang þessa vikuna. Carlsen var mjög ánægður með niðurstöðuna að loknum úrslitaleiknum. „Mér líður mjög vel með það að deila gullinu með Nepo,“ sagði Carlsen í gærkvöldi, en HM í at- og hraðskák lauk í New York í gærkvöldi. „Báðir eiga skilið að vinna gullið,“ sagði Carlsen í samtali við VG og bætti við að þeir hafi báðir verið orðnir þreyttir. Úrslitaviðureignin fór í bráðabana þar sem staðan var 2-2 eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Til að vinna viðureignina hefði annar þeirra þurft að vinna eina skák í viðbót, en eftir að þrjár enduðu með jafntefli lögðu þeir til að þeir myndu deila gullinu. Forsvarsmenn FIDE samþykktu það. Carlsen vann þar með mótið þriðja árið í röð, en alls tóku um þrjú hundruð skákmenn þátt í mótinu. Um var að ræða átjánda heimsmeistaratitil Norðmannsins. Mikið hefur gustað um Carlsen og þátttöku hans í mótinu eftir að hann ákvað að draga sig úr keppni í hraðskákshluta mótsins. Carlsen gerði það eftir að Alþjóðaskáksambandið sektaði hann vegna brots á reglum um klæðaburð, en Norðmaðurinn hafði þá mætt til leiks í gallabuxum. Sættir náðust þó og mætti Carlsen til leiks í atskákshlutanum, aftur í gallabuxum. Niemann, sem Carlsen vann í áttamanna úrslitum, var þó yfir sig hneykslaður eftir að niðurstaðan lá fyrir um að samþykkt hafi verið að þeir Carlsen og Nepo deildu gullinu. „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara. ÞETTA HEFUR ALDREI ÁÐUR GERST Í SÖGUNNI. Ég trúi því ekki að opinberu sambandi skákarinnar hafi verið stýrt af einum skákmanni Í ANNAÐ SKIPTI Í VIKUNNI. ÞAÐ GETUR BARA VERIÐ EINN HEIMSMEISTARI!“ Skák Noregur Rússland Tengdar fréttir Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01 Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Sjá meira
Bandaríski skákmaðurinn Hans Niemann er allt annað en sáttur með niðurstöðuna, og segir hann skákheiminn nú opinberlega vera orðinn að „brandara“ enda hafi það aldrei gerst að tveir skákmenn deili heimsmeistaratitli með þessum hætti. Þá segir hann Alþjóðaskáksambandinu hafa verið stjórnað af Carlsen í tvígang þessa vikuna. Carlsen var mjög ánægður með niðurstöðuna að loknum úrslitaleiknum. „Mér líður mjög vel með það að deila gullinu með Nepo,“ sagði Carlsen í gærkvöldi, en HM í at- og hraðskák lauk í New York í gærkvöldi. „Báðir eiga skilið að vinna gullið,“ sagði Carlsen í samtali við VG og bætti við að þeir hafi báðir verið orðnir þreyttir. Úrslitaviðureignin fór í bráðabana þar sem staðan var 2-2 eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Til að vinna viðureignina hefði annar þeirra þurft að vinna eina skák í viðbót, en eftir að þrjár enduðu með jafntefli lögðu þeir til að þeir myndu deila gullinu. Forsvarsmenn FIDE samþykktu það. Carlsen vann þar með mótið þriðja árið í röð, en alls tóku um þrjú hundruð skákmenn þátt í mótinu. Um var að ræða átjánda heimsmeistaratitil Norðmannsins. Mikið hefur gustað um Carlsen og þátttöku hans í mótinu eftir að hann ákvað að draga sig úr keppni í hraðskákshluta mótsins. Carlsen gerði það eftir að Alþjóðaskáksambandið sektaði hann vegna brots á reglum um klæðaburð, en Norðmaðurinn hafði þá mætt til leiks í gallabuxum. Sættir náðust þó og mætti Carlsen til leiks í atskákshlutanum, aftur í gallabuxum. Niemann, sem Carlsen vann í áttamanna úrslitum, var þó yfir sig hneykslaður eftir að niðurstaðan lá fyrir um að samþykkt hafi verið að þeir Carlsen og Nepo deildu gullinu. „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara. ÞETTA HEFUR ALDREI ÁÐUR GERST Í SÖGUNNI. Ég trúi því ekki að opinberu sambandi skákarinnar hafi verið stýrt af einum skákmanni Í ANNAÐ SKIPTI Í VIKUNNI. ÞAÐ GETUR BARA VERIÐ EINN HEIMSMEISTARI!“
Skák Noregur Rússland Tengdar fréttir Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01 Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Sjá meira
Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01
Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03