Hinir tveir flokkarnir sem mynda nýja ríkisstjórn bæta hins vegar við sig. Samfylking mælist með tuttugu og þrjú prósent og bætir við sig tveimur en Viðreisn skríður upp um eitt og stendur í rúmum sextán prósentum.

Auk Flokks fólksins er mesta hreyfingin á fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks en þeir dala einnig um þrjú prósentustig. Sjálfstæðisflokkur er með um sextán prósent og Miðflokkur níu.
Flokkarnir á vinstri vængnum sem náðu ekki inn á þing bæta við sig og mælast nú bæði Sósíalistar og Píratar inni. Sósíalistar eru með sex prósent en fengu fjögur í kosningum og Píratar skríða úr þremur í rúm fimm prósent. VG mælist með tæp fjögur prósent en fylgi Framsóknar hreyfist lítið og er í rúmum átta.
Könnunin fór fram dagana 5. til 19. desember og 2.803 svarendur tóku afstöðu.