Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. desember 2024 16:23 Gríðarlegt magn fíkniefna fannst í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 20. janúar. Þeir eru sakaðir um stórfellt fíkniefnalagabrot. Lögregla lagði hald á mikið magn fíkniefna í byrjun október. Í byrjun október voru þrír karlmenn handteknir eftir að lögregla lagði hald á „gríðarlegt magn“ fíkniefna sem geymd voru í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Um var að ræða tæp þrjú kíló af MDMA-kristöllum og 1781 stykki af MDMA-töflum. Mennirnir þrír hafa sætt gæsluvarðhaldi frá 3. október en var það þann 20. desember framlengt um mánuð, til 20. janúar 2025. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar. Lögregla frétti af miklu magni fíkniefna í skrifstofurýminu. Fóru þeir á staðinn og skiptu efninu út fyrir gerviefni en ásamt því voru settar upp upptökuvélar. Á þeim upptökum sáust mennirnir þrír koma og sækja efnin. Tveir þeirra tóku fíkniefnin með sér í eina bifreið en sá þriðji var sóttur af öðrum ökumanni á annarri bifreið. Voru bílarnir tveir keyrðir í sitt hvora áttina. Í kjölfarið handtók lögregla mennina. Við húsleit á heimili fannst einnig umtalsvert magn fíkniefna. Mennirnir þrír neituðu allir sök en í fjórðu skýrslutöku breytti einn þeirra fyrri framburði sínum og sagðist eiga öll fíkniefnin. Hann hefði beðið hina mennina um að geyma og fela efnin fyrir sig. Á upptökum lögreglu sjást allir mennirnir ná í fíkniefnin í skrifstofuhúsnæðinu, falda upp á fölsku lofti. Lögregla telur ljóst að allir þrír hafi vitað af rýminu og hvað þar væri að finna. Rannsókn málsins er lokið. Héraðssaksóknari hefur höfðað sakamál á hendur mönnunum. Fíkniefnabrot Kópavogur Lögreglumál Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Í byrjun október voru þrír karlmenn handteknir eftir að lögregla lagði hald á „gríðarlegt magn“ fíkniefna sem geymd voru í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Um var að ræða tæp þrjú kíló af MDMA-kristöllum og 1781 stykki af MDMA-töflum. Mennirnir þrír hafa sætt gæsluvarðhaldi frá 3. október en var það þann 20. desember framlengt um mánuð, til 20. janúar 2025. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar. Lögregla frétti af miklu magni fíkniefna í skrifstofurýminu. Fóru þeir á staðinn og skiptu efninu út fyrir gerviefni en ásamt því voru settar upp upptökuvélar. Á þeim upptökum sáust mennirnir þrír koma og sækja efnin. Tveir þeirra tóku fíkniefnin með sér í eina bifreið en sá þriðji var sóttur af öðrum ökumanni á annarri bifreið. Voru bílarnir tveir keyrðir í sitt hvora áttina. Í kjölfarið handtók lögregla mennina. Við húsleit á heimili fannst einnig umtalsvert magn fíkniefna. Mennirnir þrír neituðu allir sök en í fjórðu skýrslutöku breytti einn þeirra fyrri framburði sínum og sagðist eiga öll fíkniefnin. Hann hefði beðið hina mennina um að geyma og fela efnin fyrir sig. Á upptökum lögreglu sjást allir mennirnir ná í fíkniefnin í skrifstofuhúsnæðinu, falda upp á fölsku lofti. Lögregla telur ljóst að allir þrír hafi vitað af rýminu og hvað þar væri að finna. Rannsókn málsins er lokið. Héraðssaksóknari hefur höfðað sakamál á hendur mönnunum.
Fíkniefnabrot Kópavogur Lögreglumál Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira