Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Lovísa Arnardóttir skrifar 30. desember 2024 06:56 Vélinni var nauðlent og eftir það klessti hún svo á vegg við enda flugvallarins. Vísir/EPA Starfandi forseti Suður-Kóreu, Choi Sang-mok, hefur fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis. 179 létust í flugslysi í Suður-Kóreu í gær þegar lendingarbúnaður vélarinnar bilaði. Alls voru 181 um borð í vélinni. Tveimur flugþjónum var bjargað úr brakinu en þau fundust nærri stéli vélarinnar. Flugslysið er mannskæðasta innanlandsflugslys í sögu landsins. Í frétt Guardian segir að stjórnvöld hafi einnig ákveðið að allar Boeing 737-800s vélar landsins yrðu skoðaðar. Alls eru samkvæmt frétt Guardian 101 slík vél í notkun í landinu í innanlandsflugi. Fram kemur í fréttinni að til greina komi að bandarískir rannsakendur komi að rannsókninni, sem og fulltrúar frá Boeing. Tveir flugþjónar lifðu slysið af.Vísir/EPA Sjö daga þjóðarsorg er í Suður-Kóreu vegna slyssins. Áætlað er að Choi fljúgi til Muan, þar sem vélin fórst, í dag til að vera viðstaddur minningarstund. Búið er að bera kennsla á 141 af þeim 179 sem létust í slysinu með erfðaefni eða fingraförum. Fjölskyldur fórnarlamba hafa komið sér fyrir á flugvellinum. Svartir kassar fundnir Rannsakendur frá bæði Suður-Kóreu og Bandaríkjunum reyna nú að komast að því hvað varð til þess að vélin fórst. Í fyrst var talið að hún hefði flogið inn í stóran fuglahóp en enn er mörgum spurningum ósvarað. Báðir svartir kassar vélarinnar hafa fundist og eru hluti af rannsókninni. Önnur vél flugfélagsins, Jeju Airlines, lenti í vanda með lendingarbúnað og þurfti að snúa aftur til Seúl stuttu eftir flugtak. Talsmaður flugfélagsins sagði þau meðvituð um atvikið og að það væri í skoðun. Í frétt Guardian segir að sérfræðingar sem hafi skoðað myndbönd slysinu, þar sem má sjá vélin nauðlenda, og lenda svo á vegg, hafa einnig spurt um hönnun flugvallarins og gagnrýnt að veggur hafi verið byggður við enda vallarins. Myndbandið má sjá hér. Fjöldi minnist þeirra 179 sem létust í slysinu.Vísir/EPA Votta samúð Leiðtogar viða um heim hafa vottað samúð sína vegna slyssins. Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði Bandaríkin veita alla þá aðstoð sem þau gætu þurft og forseti Kína, Xi Jinping, og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, vottuðu samúð sína. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands sagði á samfélagsmiðlinum X að hugur hennar væri hjá fórnarlömbum slyssins. „Það hryggir mig að heyra af mannskæða flugslysinu í Suður-Kóreu. Hugur minn er hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra,“ sagði Þorgerður Katrín. Suður-Kórea Fréttir af flugi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Í frétt Guardian segir að stjórnvöld hafi einnig ákveðið að allar Boeing 737-800s vélar landsins yrðu skoðaðar. Alls eru samkvæmt frétt Guardian 101 slík vél í notkun í landinu í innanlandsflugi. Fram kemur í fréttinni að til greina komi að bandarískir rannsakendur komi að rannsókninni, sem og fulltrúar frá Boeing. Tveir flugþjónar lifðu slysið af.Vísir/EPA Sjö daga þjóðarsorg er í Suður-Kóreu vegna slyssins. Áætlað er að Choi fljúgi til Muan, þar sem vélin fórst, í dag til að vera viðstaddur minningarstund. Búið er að bera kennsla á 141 af þeim 179 sem létust í slysinu með erfðaefni eða fingraförum. Fjölskyldur fórnarlamba hafa komið sér fyrir á flugvellinum. Svartir kassar fundnir Rannsakendur frá bæði Suður-Kóreu og Bandaríkjunum reyna nú að komast að því hvað varð til þess að vélin fórst. Í fyrst var talið að hún hefði flogið inn í stóran fuglahóp en enn er mörgum spurningum ósvarað. Báðir svartir kassar vélarinnar hafa fundist og eru hluti af rannsókninni. Önnur vél flugfélagsins, Jeju Airlines, lenti í vanda með lendingarbúnað og þurfti að snúa aftur til Seúl stuttu eftir flugtak. Talsmaður flugfélagsins sagði þau meðvituð um atvikið og að það væri í skoðun. Í frétt Guardian segir að sérfræðingar sem hafi skoðað myndbönd slysinu, þar sem má sjá vélin nauðlenda, og lenda svo á vegg, hafa einnig spurt um hönnun flugvallarins og gagnrýnt að veggur hafi verið byggður við enda vallarins. Myndbandið má sjá hér. Fjöldi minnist þeirra 179 sem létust í slysinu.Vísir/EPA Votta samúð Leiðtogar viða um heim hafa vottað samúð sína vegna slyssins. Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði Bandaríkin veita alla þá aðstoð sem þau gætu þurft og forseti Kína, Xi Jinping, og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, vottuðu samúð sína. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands sagði á samfélagsmiðlinum X að hugur hennar væri hjá fórnarlömbum slyssins. „Það hryggir mig að heyra af mannskæða flugslysinu í Suður-Kóreu. Hugur minn er hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra,“ sagði Þorgerður Katrín.
Suður-Kórea Fréttir af flugi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira