Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2024 11:33 Atli Gunnar segir norðanhríðina hafa komið kórmönnum að óvörum. Fátt annað var í stöðunni en að fresta uppseldum tónleikum karlakórsins og reyna aftur í kvöld. Kuldakast sem nú gengur yfir landið mun að öllum líkindum vara langt inn í vikuna. Þrátt fyrir það verður víða hæglætisveður á gamlárskvöld, en aðra sögu var að segja í Skagafirði í gær þar sem fresta þurfti stórtónleikum vegna færðar. Kórmenn sátu fastir um allan fjörð og því reyna menn aftur í kvöld. Umtalsverður kuldi er í kortum Veðurstofunnar næstu daga, og á það við um landið allt. Veðurfræðingur segir kuldakastið líklega munu standa fram yfir áramót. „Það fylgir þessu einhver úrkoma. Það snjóar smávegis á morgun á sunnanverður landinu, það verður væntanlega ekki mikið. Fyrir norðan hefur gengið á með dálitlum éljum,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gleymi menn ekki úlpunni verður gamlárskvöld fínt Kaldast verði inn til landsins. „Eins og í nótt, við gætum séð niður í 20 stig í innsveitunum. Það er áfram bara kuldi næstu daga.“ Útlit sé fyrir ágætisveður um áramót, þrátt fyrir kuldann. „Það verður ekkert verra veður þetta kvöld heldur en önnur gamlárskvöld. Það lítur bara vel út með veðrið og ef menn eru vel klæddir þá er það ekkert vandamál,“ segir Haraldur. Tugir þurftu liðsinni björgunarfólks Veðursæld var ekki alls staðar fyrir að fara í gær, en björgunarsveitir frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð aðstoðuðu tugi vegfarenda við að komast leiðar sinnar, allt frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðakjálka. Atli Gunnar Arnórsson er formaður karlakórsins Heimis í Skagafirði.Gunnhildur Gísladóttir Í Skagafirði var fyrirhuguðum tónleikum karlakórsins Heimis í menningarhúsinu Miðgarði frestað vegna slæmrar færðar. Uppselt var á tónleikana. „Það skall bara á norðanhríð eins og hendi væri veifað og kom okkur svolítið að óvörum,“ segir Atli Gunnar Arnórsson, formaður karlakórsins. Kórmenn sátu fastir og tónleikunum sjálfhætt Atli Gunnar segir veðurspár hafa verið misvísandi og engar viðvaranir í gildi. Veðrið hafi hratt versnað og fólk setið fast úti um allan Skagafjörð. „Það voru bara tónleikagestir og eins kórmenn sjálfir. Þeir komust ekkert allir á staðinn. Þá var ekkert annað í stöðunni en að láta boð út ganga og fresta þessu. Það er fín spá fyrir kvöldið þannig að við stefnum ótrauðir á þettta núna í kvöld aftur. Og komið fílefldir til leiks í kvöld? „Já, já, já. Það er enginn bilbugur á okkur,“ segir Atli Gunnar. Veður Áramót Skagafjörður Tónlist Færð á vegum Kórar Tengdar fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. 28. desember 2024 21:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Umtalsverður kuldi er í kortum Veðurstofunnar næstu daga, og á það við um landið allt. Veðurfræðingur segir kuldakastið líklega munu standa fram yfir áramót. „Það fylgir þessu einhver úrkoma. Það snjóar smávegis á morgun á sunnanverður landinu, það verður væntanlega ekki mikið. Fyrir norðan hefur gengið á með dálitlum éljum,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gleymi menn ekki úlpunni verður gamlárskvöld fínt Kaldast verði inn til landsins. „Eins og í nótt, við gætum séð niður í 20 stig í innsveitunum. Það er áfram bara kuldi næstu daga.“ Útlit sé fyrir ágætisveður um áramót, þrátt fyrir kuldann. „Það verður ekkert verra veður þetta kvöld heldur en önnur gamlárskvöld. Það lítur bara vel út með veðrið og ef menn eru vel klæddir þá er það ekkert vandamál,“ segir Haraldur. Tugir þurftu liðsinni björgunarfólks Veðursæld var ekki alls staðar fyrir að fara í gær, en björgunarsveitir frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð aðstoðuðu tugi vegfarenda við að komast leiðar sinnar, allt frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðakjálka. Atli Gunnar Arnórsson er formaður karlakórsins Heimis í Skagafirði.Gunnhildur Gísladóttir Í Skagafirði var fyrirhuguðum tónleikum karlakórsins Heimis í menningarhúsinu Miðgarði frestað vegna slæmrar færðar. Uppselt var á tónleikana. „Það skall bara á norðanhríð eins og hendi væri veifað og kom okkur svolítið að óvörum,“ segir Atli Gunnar Arnórsson, formaður karlakórsins. Kórmenn sátu fastir og tónleikunum sjálfhætt Atli Gunnar segir veðurspár hafa verið misvísandi og engar viðvaranir í gildi. Veðrið hafi hratt versnað og fólk setið fast úti um allan Skagafjörð. „Það voru bara tónleikagestir og eins kórmenn sjálfir. Þeir komust ekkert allir á staðinn. Þá var ekkert annað í stöðunni en að láta boð út ganga og fresta þessu. Það er fín spá fyrir kvöldið þannig að við stefnum ótrauðir á þettta núna í kvöld aftur. Og komið fílefldir til leiks í kvöld? „Já, já, já. Það er enginn bilbugur á okkur,“ segir Atli Gunnar.
Veður Áramót Skagafjörður Tónlist Færð á vegum Kórar Tengdar fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. 28. desember 2024 21:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. 28. desember 2024 21:30