Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2024 11:31 Fjalar Þorgeirsson hefur starfað með Hákoni Rafni í íslenska landsliðinu síðustu misseri. Hann fylgdist vel með markverðinum unga í gærkvöld og hreifst, að venju, af frammistöðu hans. Samsett/Vísir Markmannsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fylgdist vel með þegar Hákon Rafn Valdimarsson þreytti frumraun sína með Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fotbolta. Hann segir Hákon vera betri markvörð en keppinaut hans um markvarðarstöðu liðsins. „Hann er náttúrulega búinn að bíða lengi eftir þessu augnabliki. Maður vonar aldrei að neinn meiðist eða detti út en það þarf ekki mikið til, eins og við höfum rætt áður. Tækifærið kom þarna og hann greip algjörlega sénsinn,“ segir Fjalar Þorgeirsson, markvarðaþjálfari Vals og íslenska karlalandsliðsins. Hákon Rafn kom inn af bekknum fyrir meiddan Mark Flekken eftir rúmlega hálftímaleik er Brentford mætti Brighton í gær. Hann var traustur í sínum aðgerðum og hélt hreinu í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. En hvernig leið Fjalari þegar hann fylgdist með Hákoni í gær? „Satt best að segja, þegar hann stígur inn á völlinn í stórum leikjum hefur maður eiginlega meiri áhyggjur af því að hann sé of rólegur, af því að hann er svo svakalega yfirvegaður. En þetta lék bara í höndunum á honum eins og flest annað sem hefur gerst á hans ferli undanfarið,“ segir Fjalar. „Hann hefur sýnt mikla þolinmæði og ekki að fá sénsinn fyrr en nokkrum mánuðum eftir að mótið hófst. Hann greip það, svo verðum við bara að sjá til með framhaldið hvað gerist,“ bætir hann við. Flekken góður því hann er með betri mann á bakinu Hákon Rafn byrjaði ekki að spila og æfa sem markvörður fyrr en seint í öðrum flokki, en var áður miðvörður. Hann hafði ekki spilað stöðuna lengi þegar aðalmarkvörður Gróttu meiddist og hann var orðinn aðalmarkvörður liðsins ungur að aldri. En er ekki óvenjulegt að svo hraður tröppugangur sé hjá manni sem hefur markvarðariðjuna svo seint? „Þetta er kannski óvenjulegt upp á það að gera að einhver sambönd og lið væru búin að gefa hann upp á bátinn. Hann hafði fulla trú á því sem hann var að gera og sem betur fer voru opnar dyr hjá yngri landsliðunum fyrir hann. Svona er staðan og hann er að standa sig frábærlega,“ segir Fjalar. Fjalar segir Hákon geta náð eins langt og hann vill. Nú verður að sjá til hversu alvarleg meiðsli Flekkens séu upp á nánustu framtíð en sá hollenski hafi staðið sig vel í vetur. Það sé mögulega vegna þess að Flekken sé með betri mann að þrýsta á sig. „Til styttri tíma verðum við að sjá hvað þjálfarinn vill gera og hvort Flekken sé meiddur. Flekken er náttúrulega búinn að standa sig mjög vel á þessu tímabili, hugsanlega er það út af því að hann er með betri mann fyrir aftan sig sem er að setja pressu á hann. Við verðum að sjá til hvort hann fái tækifæri á nýársdag á móti Arsenal. Til lengri tíma getur hann gert það sem hugurinn girnist hjá honum, ég er algjörlega þar.“ Enski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
„Hann er náttúrulega búinn að bíða lengi eftir þessu augnabliki. Maður vonar aldrei að neinn meiðist eða detti út en það þarf ekki mikið til, eins og við höfum rætt áður. Tækifærið kom þarna og hann greip algjörlega sénsinn,“ segir Fjalar Þorgeirsson, markvarðaþjálfari Vals og íslenska karlalandsliðsins. Hákon Rafn kom inn af bekknum fyrir meiddan Mark Flekken eftir rúmlega hálftímaleik er Brentford mætti Brighton í gær. Hann var traustur í sínum aðgerðum og hélt hreinu í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. En hvernig leið Fjalari þegar hann fylgdist með Hákoni í gær? „Satt best að segja, þegar hann stígur inn á völlinn í stórum leikjum hefur maður eiginlega meiri áhyggjur af því að hann sé of rólegur, af því að hann er svo svakalega yfirvegaður. En þetta lék bara í höndunum á honum eins og flest annað sem hefur gerst á hans ferli undanfarið,“ segir Fjalar. „Hann hefur sýnt mikla þolinmæði og ekki að fá sénsinn fyrr en nokkrum mánuðum eftir að mótið hófst. Hann greip það, svo verðum við bara að sjá til með framhaldið hvað gerist,“ bætir hann við. Flekken góður því hann er með betri mann á bakinu Hákon Rafn byrjaði ekki að spila og æfa sem markvörður fyrr en seint í öðrum flokki, en var áður miðvörður. Hann hafði ekki spilað stöðuna lengi þegar aðalmarkvörður Gróttu meiddist og hann var orðinn aðalmarkvörður liðsins ungur að aldri. En er ekki óvenjulegt að svo hraður tröppugangur sé hjá manni sem hefur markvarðariðjuna svo seint? „Þetta er kannski óvenjulegt upp á það að gera að einhver sambönd og lið væru búin að gefa hann upp á bátinn. Hann hafði fulla trú á því sem hann var að gera og sem betur fer voru opnar dyr hjá yngri landsliðunum fyrir hann. Svona er staðan og hann er að standa sig frábærlega,“ segir Fjalar. Fjalar segir Hákon geta náð eins langt og hann vill. Nú verður að sjá til hversu alvarleg meiðsli Flekkens séu upp á nánustu framtíð en sá hollenski hafi staðið sig vel í vetur. Það sé mögulega vegna þess að Flekken sé með betri mann að þrýsta á sig. „Til styttri tíma verðum við að sjá hvað þjálfarinn vill gera og hvort Flekken sé meiddur. Flekken er náttúrulega búinn að standa sig mjög vel á þessu tímabili, hugsanlega er það út af því að hann er með betri mann fyrir aftan sig sem er að setja pressu á hann. Við verðum að sjá til hvort hann fái tækifæri á nýársdag á móti Arsenal. Til lengri tíma getur hann gert það sem hugurinn girnist hjá honum, ég er algjörlega þar.“
Enski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira