Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Lillý Valgerður Pétursdóttir og Jón Ísak Ragnarsson skrifa 27. desember 2024 20:07 Þorgerður Katrín segir ljóst að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að gera betur þegar kemur að varnarmálum. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt fyrir Íslendinga að efla varnir þegar kemur að neðansjávarstrengjum. Atlantshafsbandalagið ætlar að auka varnarbúnað sinn á Eystrasaltinu eftir að sæstrengur skemmdist á jóladag. Eftir að bilun varð í sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands vaknaði grunur um að flutingaskip sem sem var á leið frá Pétursborg í Rússlandi hafi unnið skemmdarverk á honum en olíuflutningaskipið Eagel S hefur verið kyrrsett vegna atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem grunur er um að Rússar hafi unnið skemmdaverk á svæðinu því tveir aðrir sæstrengir skemmdust fyrir rúmum mánuði. Þorgerður Katrín segir Íslendinga fylgjast vel með gangi mála á svæðinu. „Við þurfum að sjálfsögðu að fylgjast vel með þessum málum í Eystrasaltshafinu og erum í sambandi við bæði Finna og Eista sem eru að skoða þessi tilvik. Við erum að sjá það að kannski frekar illa útbúin skip er að fara frá Rússlandi með olíu og aðrar vörur og það er að gerast of oft að það er verið að skemma sæstrengi.“ „Oft er talað um að þetta sé ákveðinn skuggafloti frá Rússum og það er sérstaklega verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir meðal annars af hálfu Evrópusambandsins hvað þetta viðkemur. Allavega fyrir okkur skiptir máli, sem að reiðum okkur mjög mikið á fjarskiptainnviði neðansjávarstrengi, að við förum í það að efla enn frekar upplýsingaskipti og viðbrögð og varnir þegar að þessu kemur.“ Hún segir varnarmálin hafa verið rædd í stjórnarmyndunarviðræðum ríkisstjórnarflokkanna. „Við ræddum það að efla meðal annars öryggi og varnir landsins hér innan utanríkisráðuneytisins, varnarmálaskrifstofuna, og samþætta þetta enn betur. Það er mikið í húfi fyrir okkur Íslendinga, en við reiðum okkur mikið á fjarskiptainnviði, strengina í sjónum. Við þurfum við að tryggja þessi samskipti við aðrar þjóðir, sérstaklega nágrannaþjóðir okkar mun betur.“ „En ég vil líka undirstrika það að samskiptin hafa verið aukin, sérstaklega við þau nágrannaríki okkar sem tengjast neðansjávarstrengjunum. Skipaeftirlit hefur verið aukið, en það er alveg ljóst á þessum tilvikum núna í Eystrasaltinu að allt Atlantshafsbandalagið verður að gera mun betur og Evrópusambandið líka þegar kemur að þvingunaraðgerðum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sæstrengir NATO Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Eftir að bilun varð í sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands vaknaði grunur um að flutingaskip sem sem var á leið frá Pétursborg í Rússlandi hafi unnið skemmdarverk á honum en olíuflutningaskipið Eagel S hefur verið kyrrsett vegna atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem grunur er um að Rússar hafi unnið skemmdaverk á svæðinu því tveir aðrir sæstrengir skemmdust fyrir rúmum mánuði. Þorgerður Katrín segir Íslendinga fylgjast vel með gangi mála á svæðinu. „Við þurfum að sjálfsögðu að fylgjast vel með þessum málum í Eystrasaltshafinu og erum í sambandi við bæði Finna og Eista sem eru að skoða þessi tilvik. Við erum að sjá það að kannski frekar illa útbúin skip er að fara frá Rússlandi með olíu og aðrar vörur og það er að gerast of oft að það er verið að skemma sæstrengi.“ „Oft er talað um að þetta sé ákveðinn skuggafloti frá Rússum og það er sérstaklega verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir meðal annars af hálfu Evrópusambandsins hvað þetta viðkemur. Allavega fyrir okkur skiptir máli, sem að reiðum okkur mjög mikið á fjarskiptainnviði neðansjávarstrengi, að við förum í það að efla enn frekar upplýsingaskipti og viðbrögð og varnir þegar að þessu kemur.“ Hún segir varnarmálin hafa verið rædd í stjórnarmyndunarviðræðum ríkisstjórnarflokkanna. „Við ræddum það að efla meðal annars öryggi og varnir landsins hér innan utanríkisráðuneytisins, varnarmálaskrifstofuna, og samþætta þetta enn betur. Það er mikið í húfi fyrir okkur Íslendinga, en við reiðum okkur mikið á fjarskiptainnviði, strengina í sjónum. Við þurfum við að tryggja þessi samskipti við aðrar þjóðir, sérstaklega nágrannaþjóðir okkar mun betur.“ „En ég vil líka undirstrika það að samskiptin hafa verið aukin, sérstaklega við þau nágrannaríki okkar sem tengjast neðansjávarstrengjunum. Skipaeftirlit hefur verið aukið, en það er alveg ljóst á þessum tilvikum núna í Eystrasaltinu að allt Atlantshafsbandalagið verður að gera mun betur og Evrópusambandið líka þegar kemur að þvingunaraðgerðum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sæstrengir NATO Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira