Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2024 09:49 Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Vísir/Einar Víkingar leita nú vallar erlendis fyrir heimaleik liðsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar í febrúar. Ljóst er að leiga á slíkum velli verður ekki ódýr. Víkingur mætir Panathinaikos heima í fyrri leik liðanna 13. febrúar næst komandi en ljóst er að sá leikur verður þrátt fyrir það að heiman. En hvað veldur því að Víkingar gátu leikið hér á landi fyrir áramót en ekki eftir þau? „Nú erum við komnir lengra í keppninni og UEFA setur frekari skorður, sem er helst flóðlýsing á Kópavogsvelli. Þeir eru náttúrulega búnir að selja réttinn að öllum þessum leikjum og að byrja leik klukkan 13 eða 14 í Kópavogi í febrúar er ekki fýsilegt og kannski ómögulegt af því að febrúar er oft veðurfarslega erfiður mánuður,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Stöð 2. Leita gervigrass á Norðurlöndum Færeyjar voru fyrsti kostur Víkinga en sá gekk ekki upp vegna ótraustra flugsamgangna. Vellir á Skandinavíu eru helst til skoðunar og þá vilja Víkingar spila á gervigrasi. „Gervigras er alltaf fyrsti kosturinn fyrir okkur og við munum stíla inn á það. Ég held við séum að leita að staðsetningu sem er með þægilegar samgöngur héðan frá Íslandi. Þá er maður að horfa í kringum Kaupmannahöfn, Stokkhólm eða Osló eða eitthvað slíkt,“ „Það er það sem við erum að ræða eða ætlum að fara að ræða. Ég er búinn að taka tvö símtöl í morgun en það er erfitt að ná í fólk, það eru allir í fríi,“ segir Haraldur. Mikið hefur verið rætt um peningana sem Víkingar hafa unnið sér inn en ljóst er að drjúgur hluti fer í leigu á fótboltavelli og öryggisgæslu og öllu sem fylgir svo stórum viðburði. „Þetta mun kosta einhverja tugi milljóna, þetta ævintýri, þessir tveir leikir,“ segir Haraldur. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Sjá meira
Víkingur mætir Panathinaikos heima í fyrri leik liðanna 13. febrúar næst komandi en ljóst er að sá leikur verður þrátt fyrir það að heiman. En hvað veldur því að Víkingar gátu leikið hér á landi fyrir áramót en ekki eftir þau? „Nú erum við komnir lengra í keppninni og UEFA setur frekari skorður, sem er helst flóðlýsing á Kópavogsvelli. Þeir eru náttúrulega búnir að selja réttinn að öllum þessum leikjum og að byrja leik klukkan 13 eða 14 í Kópavogi í febrúar er ekki fýsilegt og kannski ómögulegt af því að febrúar er oft veðurfarslega erfiður mánuður,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Stöð 2. Leita gervigrass á Norðurlöndum Færeyjar voru fyrsti kostur Víkinga en sá gekk ekki upp vegna ótraustra flugsamgangna. Vellir á Skandinavíu eru helst til skoðunar og þá vilja Víkingar spila á gervigrasi. „Gervigras er alltaf fyrsti kosturinn fyrir okkur og við munum stíla inn á það. Ég held við séum að leita að staðsetningu sem er með þægilegar samgöngur héðan frá Íslandi. Þá er maður að horfa í kringum Kaupmannahöfn, Stokkhólm eða Osló eða eitthvað slíkt,“ „Það er það sem við erum að ræða eða ætlum að fara að ræða. Ég er búinn að taka tvö símtöl í morgun en það er erfitt að ná í fólk, það eru allir í fríi,“ segir Haraldur. Mikið hefur verið rætt um peningana sem Víkingar hafa unnið sér inn en ljóst er að drjúgur hluti fer í leigu á fótboltavelli og öryggisgæslu og öllu sem fylgir svo stórum viðburði. „Þetta mun kosta einhverja tugi milljóna, þetta ævintýri, þessir tveir leikir,“ segir Haraldur. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Sjá meira