Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. desember 2024 16:57 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Anton Brink Formaður Kennarafélags Íslands (KÍ) segir verkefnið við kjarasamningaborðið oft einfaldað af almenningi. Meginmarkmiðið er jöfnun launa kennara og sambærilegra stétta á almennum markaði. Hann segir sambandið vera meðvitað um að önnur kjör en laun þurfi að ræða við samningaborðið. Kennaraverkfall, sem hófst 29. október síðastliðinn, var frestað um tvo mánuði í lok nóvember en stefnt er aftur upp í Karphús í janúar. Í aðsendri grein á Vísi skrifar Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, að afraksturinn eigi að vera „samningur sem gerir laun sérfræðinga í fræðslustarfi samkeppnishæf við aðra sérfræðinga og snúi vörn í sókn, fagmennsku og stöðugleika í skólastarfi til heilla.“ Hann segir verkefnið sem launafólk og launagreiðendur sé falið við kjarasamningaborðið sé einfaldað á opinberum vettvangi. „Oft er teiknuð upp einföld mynd af „merki“ sem öllum ber að fylgja, það sé okkur öllum fyrir bestu að labba eftir línu í takti sem byggir á mati launagreiðenda á því þoli sem þeir hafa fyrir útgjöldum. Sú lína var lögð upp í ársbyrjun 2024 með samningum leiddum af Samtökum atvinnulífsins og þeirra mati á sínu þanþoli,“ skrifar Magnús Þór. Kröfurnar sem fylgja þessum merkjum séu ekki sanngjarnar fyrir félagsfólk Kennarasambandsins. Meginmarkmið sambandsins sé að sérfræðingar í íslenska fræðslugeiranum, sem starfa á opinberum markaði, fái jöfn laun og sambærilegar stéttir á almennum markaði. „Þvert á móti hafa þeir þýtt að munurinn milli þessara hópa hefur aukist síðustu ár,“ skrifar Magnús Þór. Magnús Þór segist vera „fullkomlega meðvitaður um að önnur kjör en laun eru einn þeirra þátta sem sameiginlega þarf að meta við samningaborðið.“ Þá sé hann einnig meðvitaður um að það taki lengri tíma en núverandi rammi kjarasamninga. Fyrsta hænuskrefið Í samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2016 komi fram að horfa skuli til þess hvort ómálefnalegur launamunur sé á milli starfsfólks á opinberum og almennum markaði. Sé sá munur til staðar skuli hann vera jafnaður. „Árið 2023 var staðfest með áfangasamkomulagi að slíkan mun væri að finna hjá félagsfólki KÍ. Segja má að þar hafi fyrsta hænuskrefið verið tekið,“ skrifar Magnús Þór. Kjarasamningarnir þurfi að endurspegla kröfuna að fjárfest verði í kennurum og koma þannig í veg fyrir lækkandi hlutfall faglærðra kennara. „Við hjá KÍ tökum hlutverk okkar í menntun þjóðarinnar alvarlega og okkur ber að standa vörð um skólastarf.“ Klappstýra launagreiðenda Magnús Þór segir það sorglegt að horfa upp á tilraunir til að gera lítið úr launafólks á opinberum markaði. Hann segir að Viðskiptaráð, sem hann kallar klappstýru launagreiðenda, hafa fjallað um þau ofboðslegu kjör sem opinber markaður nyti en þar hafi gleymst að taka fram réttindi þeirra sem starfa á almennum markaði. „Inn í umræðuna hefur svo verið fléttað gamalli grýlumynd sem teiknuð hefur verið upp af launafólki á opinberum markaði. Þau hafi svo ofboðslega góð kjör og réttindi, hjá þeim felist nú ekki mikil verðmætasköpun og að þeim sé nú hollast að vera ekki að frekjast mikið,“ skrifar Magnús Þór. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Kennaraverkfall, sem hófst 29. október síðastliðinn, var frestað um tvo mánuði í lok nóvember en stefnt er aftur upp í Karphús í janúar. Í aðsendri grein á Vísi skrifar Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, að afraksturinn eigi að vera „samningur sem gerir laun sérfræðinga í fræðslustarfi samkeppnishæf við aðra sérfræðinga og snúi vörn í sókn, fagmennsku og stöðugleika í skólastarfi til heilla.“ Hann segir verkefnið sem launafólk og launagreiðendur sé falið við kjarasamningaborðið sé einfaldað á opinberum vettvangi. „Oft er teiknuð upp einföld mynd af „merki“ sem öllum ber að fylgja, það sé okkur öllum fyrir bestu að labba eftir línu í takti sem byggir á mati launagreiðenda á því þoli sem þeir hafa fyrir útgjöldum. Sú lína var lögð upp í ársbyrjun 2024 með samningum leiddum af Samtökum atvinnulífsins og þeirra mati á sínu þanþoli,“ skrifar Magnús Þór. Kröfurnar sem fylgja þessum merkjum séu ekki sanngjarnar fyrir félagsfólk Kennarasambandsins. Meginmarkmið sambandsins sé að sérfræðingar í íslenska fræðslugeiranum, sem starfa á opinberum markaði, fái jöfn laun og sambærilegar stéttir á almennum markaði. „Þvert á móti hafa þeir þýtt að munurinn milli þessara hópa hefur aukist síðustu ár,“ skrifar Magnús Þór. Magnús Þór segist vera „fullkomlega meðvitaður um að önnur kjör en laun eru einn þeirra þátta sem sameiginlega þarf að meta við samningaborðið.“ Þá sé hann einnig meðvitaður um að það taki lengri tíma en núverandi rammi kjarasamninga. Fyrsta hænuskrefið Í samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2016 komi fram að horfa skuli til þess hvort ómálefnalegur launamunur sé á milli starfsfólks á opinberum og almennum markaði. Sé sá munur til staðar skuli hann vera jafnaður. „Árið 2023 var staðfest með áfangasamkomulagi að slíkan mun væri að finna hjá félagsfólki KÍ. Segja má að þar hafi fyrsta hænuskrefið verið tekið,“ skrifar Magnús Þór. Kjarasamningarnir þurfi að endurspegla kröfuna að fjárfest verði í kennurum og koma þannig í veg fyrir lækkandi hlutfall faglærðra kennara. „Við hjá KÍ tökum hlutverk okkar í menntun þjóðarinnar alvarlega og okkur ber að standa vörð um skólastarf.“ Klappstýra launagreiðenda Magnús Þór segir það sorglegt að horfa upp á tilraunir til að gera lítið úr launafólks á opinberum markaði. Hann segir að Viðskiptaráð, sem hann kallar klappstýru launagreiðenda, hafa fjallað um þau ofboðslegu kjör sem opinber markaður nyti en þar hafi gleymst að taka fram réttindi þeirra sem starfa á almennum markaði. „Inn í umræðuna hefur svo verið fléttað gamalli grýlumynd sem teiknuð hefur verið upp af launafólki á opinberum markaði. Þau hafi svo ofboðslega góð kjör og réttindi, hjá þeim felist nú ekki mikil verðmætasköpun og að þeim sé nú hollast að vera ekki að frekjast mikið,“ skrifar Magnús Þór.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent