Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. desember 2024 13:23 Frá Napólí á Ítalíu en slysið varð í bæ nærri ítölsku borginni. Unsplash/Grafi Jeremiah Tíu ára pólskur drengur sem býr á Íslandi lést af slysaförum á Ítalíu í gær. Drengurinn var ásamt foreldrum sínum, systur og öðrum fjölskyldumeðlimum í fríi í bænum Nola nærri borginni Napólí. DV greindi fyrst frá og vísar til umfjöllunar í ítölskum miðlum. Meðal annars er fjallað um banaslysið á vef Ilmattino.it. Ítölsku miðlarnir segja fjölskylduna hafa búið á Íslandi. Fréttastofa hefur núna fengið staðfestar upplýsingar um að drengurinn var búsettur í Árbæjarhverfi í Reykjavík og nemandi í Árbæjarskóla. Í frétt Vísis sagði áður að fjölskyldan væri búsett í Finnlandi og leiðréttist það hér með. Bærinn Nola er rétt fyrir utan Napólí.Grafík/Hjalti Í umfjöllun ítalskra fréttamiðla segir að fjölskyldan hafi verið á gangi við gatnamót að brautarteinum þegar Renault bifreið kom akandi hinum megin við teinanna. Viðvörunarbjöllur hafi farið að hringja og ljós blikkað þegar lest nálgaðist og brautarhliðið var að lokast. Ökumaðurinn steig á bensínið til að ná yfir teinana. Þar var fyrrnefnd fjölskylda á göngu og var bílnum ekið á drenginn. Fram kemur í ítalska miðlinum að ökumaðurinn hafi keyrt drenginn upp á spítala þar sem hann var úrskurðaður látinn. Málið er til rannsóknar hjá yfirvöldum á svæðinu en ökumaðurinn mun þegar hafa verið ákærður fyrir að verða valdur að andláti drengsins. Pólland Ítalía Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
DV greindi fyrst frá og vísar til umfjöllunar í ítölskum miðlum. Meðal annars er fjallað um banaslysið á vef Ilmattino.it. Ítölsku miðlarnir segja fjölskylduna hafa búið á Íslandi. Fréttastofa hefur núna fengið staðfestar upplýsingar um að drengurinn var búsettur í Árbæjarhverfi í Reykjavík og nemandi í Árbæjarskóla. Í frétt Vísis sagði áður að fjölskyldan væri búsett í Finnlandi og leiðréttist það hér með. Bærinn Nola er rétt fyrir utan Napólí.Grafík/Hjalti Í umfjöllun ítalskra fréttamiðla segir að fjölskyldan hafi verið á gangi við gatnamót að brautarteinum þegar Renault bifreið kom akandi hinum megin við teinanna. Viðvörunarbjöllur hafi farið að hringja og ljós blikkað þegar lest nálgaðist og brautarhliðið var að lokast. Ökumaðurinn steig á bensínið til að ná yfir teinana. Þar var fyrrnefnd fjölskylda á göngu og var bílnum ekið á drenginn. Fram kemur í ítalska miðlinum að ökumaðurinn hafi keyrt drenginn upp á spítala þar sem hann var úrskurðaður látinn. Málið er til rannsóknar hjá yfirvöldum á svæðinu en ökumaðurinn mun þegar hafa verið ákærður fyrir að verða valdur að andláti drengsins.
Pólland Ítalía Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira