Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2024 08:46 Mikið uppnám varð í suðurkóreska þinginu í morgun og mótmæltu stjórnarþingmenn harðlega. Var þingforsetinn sakaður um valdníðslu. AP Suðurkóreska þingið hefur samþykkt að ákæra Han Duck-soo, starfandi forseta landsins, til embættismissis. Þetta gerist tveimur vikum eftir að samþykkt var að gera slíkt hið sama við forsetann Yoon Suk Yeol. Þetta var ákveðið þegar suðurkóreska þingið kom saman í fyrr í dag. Alls greiddu 192 þingmenn atkvæði með að ákæra Han, en 151 hið minnsta þurfti til að ákæran næði fram að ganga. Forsætisráðherrann Han Duck-soo tók við stöðu starfandi forseta þegar forsetinn Yoon var ákærður til embættismissis í byrjun mánaðar í kjölfar ákvörðunar sinnar um að koma á herlögum í landinu. Í frétt BBC segir að Han hafi verið ætlað að leiða landið í gegnum það pólitíska öngþveiti sem hefur ríkt í landinu síðustu vikurnar. Stjórnarandstæðingar sökuðu hann hins vegar að um að neita því að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir til að hægt væri að framfylgja ákæruferlinu á hendur Yoon með fullnægjandi hætti. Stjórnarþingmenn mótmæltu harðlega Mikið uppnám varð í suðurkóreska þinginu í morgun og mótmæltu stjórnarþingmenn harðlega þegar þingforsetinn Woo Won-shik tilkynnti að einungis þyrfti atkvæði 151 þingmanna til að samþykkja ákæru á hendur Han. Þegar Yoon var ákærður til embættismissis þurfti atkvæði tvö hundruð þingmanna, en ákvörðun þingforsetans í morgun þýddi að engir stjórnarþingmenn þurftu að greiða atkvæði með ákæru til að málið næði fram að ganga. Forsætisráðherrann Han Duck-soo tók við skyldum forseta landsins fyrr í mánuðinum þegar þingið ákvað að ákæra forsetann Yoon Suk Yeol til embættismissis.EPA Stjórnarþingmenn létu ýmis orð falla á þinginu í morgun og sögðu að ógilda ætti atkvæðagreiðsluna og sökuðu þingforsetann um valdníðslu og hvöttu hann til að segja af sér. Flestir stjórnarþingmenn sniðgengu atkvæðagreiðsluna. Han verður nú leystur frá störfum af þinginu, en líkt og í tilfelli Yoon þá þarf stjórnlagadómstóll landsins að staðfesta ákæruna og hefur hann 180 daga til að taka ákvörðun í málinu. Kom í veg fyrir skipun dómara Stjórnarandstöðuþingmenn lögðu fyrst fram tillögu í gær um að ákæra skyldi Han eftir að hann stöðvaði skipun þriggja dómara sem þingið hafði samþykkt að skyldu taka mál Yoon fyrir. Níu dómarar eiga alla jafnan sæti í stjórnlagadómstól Suður-Kóreu og þurfa að sex dómarar hið minnsta að staðfesta ákæru á hendur Yoon til að hún nái fram að ganga. Sem stendur eiga hins vegar bara sex dómarar sæti í dómstólnum sem þýðir að einungis einn þeirra gæti lagst gegn ákærunni til að koma í veg fyrir að Yoon yrði hrakinn úr embætti. Vonuðust stjórnarandstöðuþingmenn til að með fullskipa dóminn myndi það auka líkur á að Yoon yrði ákærður til embættismissis. Fjármálaráðherrann Choi Sang-mok mun nú taka við af Han sem starfandi forseti landsins, Suður-Kórea Tengdar fréttir Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33 Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85. 14. desember 2024 07:43 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Þetta var ákveðið þegar suðurkóreska þingið kom saman í fyrr í dag. Alls greiddu 192 þingmenn atkvæði með að ákæra Han, en 151 hið minnsta þurfti til að ákæran næði fram að ganga. Forsætisráðherrann Han Duck-soo tók við stöðu starfandi forseta þegar forsetinn Yoon var ákærður til embættismissis í byrjun mánaðar í kjölfar ákvörðunar sinnar um að koma á herlögum í landinu. Í frétt BBC segir að Han hafi verið ætlað að leiða landið í gegnum það pólitíska öngþveiti sem hefur ríkt í landinu síðustu vikurnar. Stjórnarandstæðingar sökuðu hann hins vegar að um að neita því að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir til að hægt væri að framfylgja ákæruferlinu á hendur Yoon með fullnægjandi hætti. Stjórnarþingmenn mótmæltu harðlega Mikið uppnám varð í suðurkóreska þinginu í morgun og mótmæltu stjórnarþingmenn harðlega þegar þingforsetinn Woo Won-shik tilkynnti að einungis þyrfti atkvæði 151 þingmanna til að samþykkja ákæru á hendur Han. Þegar Yoon var ákærður til embættismissis þurfti atkvæði tvö hundruð þingmanna, en ákvörðun þingforsetans í morgun þýddi að engir stjórnarþingmenn þurftu að greiða atkvæði með ákæru til að málið næði fram að ganga. Forsætisráðherrann Han Duck-soo tók við skyldum forseta landsins fyrr í mánuðinum þegar þingið ákvað að ákæra forsetann Yoon Suk Yeol til embættismissis.EPA Stjórnarþingmenn létu ýmis orð falla á þinginu í morgun og sögðu að ógilda ætti atkvæðagreiðsluna og sökuðu þingforsetann um valdníðslu og hvöttu hann til að segja af sér. Flestir stjórnarþingmenn sniðgengu atkvæðagreiðsluna. Han verður nú leystur frá störfum af þinginu, en líkt og í tilfelli Yoon þá þarf stjórnlagadómstóll landsins að staðfesta ákæruna og hefur hann 180 daga til að taka ákvörðun í málinu. Kom í veg fyrir skipun dómara Stjórnarandstöðuþingmenn lögðu fyrst fram tillögu í gær um að ákæra skyldi Han eftir að hann stöðvaði skipun þriggja dómara sem þingið hafði samþykkt að skyldu taka mál Yoon fyrir. Níu dómarar eiga alla jafnan sæti í stjórnlagadómstól Suður-Kóreu og þurfa að sex dómarar hið minnsta að staðfesta ákæru á hendur Yoon til að hún nái fram að ganga. Sem stendur eiga hins vegar bara sex dómarar sæti í dómstólnum sem þýðir að einungis einn þeirra gæti lagst gegn ákærunni til að koma í veg fyrir að Yoon yrði hrakinn úr embætti. Vonuðust stjórnarandstöðuþingmenn til að með fullskipa dóminn myndi það auka líkur á að Yoon yrði ákærður til embættismissis. Fjármálaráðherrann Choi Sang-mok mun nú taka við af Han sem starfandi forseti landsins,
Suður-Kórea Tengdar fréttir Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33 Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85. 14. desember 2024 07:43 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33
Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85. 14. desember 2024 07:43