Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. desember 2024 12:26 Úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Súðavíkurhlíð klukkan 12:15. Horft til suðurs. Vegagerðin Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og hvasst og töluverð ofankoma. Á Vestfjörðum féllu snjóflóð í nótt og vegir lokuðust. „Það féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð um nóttina. Eitt alveg þokkalegt flóð og fleiri minni. Svo féll flóð líka á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og svo vitum við um eitt flóð líka í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Þessir þrír vegir lokuðust,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á snjóflóðavakt hjá Veðurstofu Íslands. Þá segir hann veginn enn lokaðan um Súðavíkurhlíð. Langvarandi suðvestanátt hafi haft í för með sér að mikill snjór hafi safnast fyrir ofan vegi á Vestfjörðum. „Má búast við áframhaldandi snjóflóðahættu á þessum vegum þar sem vegir liggja nálægt bröttum hlíðum.“ Starfsfólk Vegagerðarinnar hefur staðið í ströngu yfir jólin við að reyna að halda vegum opnum. Umferð um Hellisheiði og Holtavörðuheiði er jafnan mikil og var lokað fyrir umferð um þær báðar um tíma. Það sama á við um Dynjandisheiði og Öxnadalsheiði sem eru báðar enn ófærar. „Mesta vesenið hjá okkur í dag er Öxnadalsheiðin þar er allt lokað og það koma nýjar upplýsingar núna eftir hádegi klukkan eitt sirka. Þeir segjast ekki vera vongóðir með þetta en það er spurning hvað gerist,“ segir Sveinbjörn Hjálmsson starfsmaður Vegagerðarinnar. Öxnadalsheiði er búin að vera ófær nær öll jólin og segir Sveinbjörn ljóst miðað við álagið á þjónustuveri Vegagerðarinnar að slæm færð hafi haft áhrif á marga ferðalanga. Hann hvetur þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að fylgjast vel með en hægt er að sjá allar nýjustu upplýsingar á umferdin.is. „Það er að hlýna svolítið mikið núna og þá getur komið þessi leiðinda krapi og jafnvel flughálka þegar það kemur rigning líka. Kannski fer að rigna á hálkuna, á blautan veg, sem að myndar þá mjög leiðinleg akstursskilyrði. Þannig þetta lítur ekkert rosalega vel út að hafa svona mikinn hita í þessu líka ofan í snjóinn.“ Jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn er nú að mestu gengið niður samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. „Það er enn þá svolítill vindur en úrkoman er svona ekki jafn áköf og svo er heldur að hlýna. Þannig það verða frekar þessi slydda og rigning á láglendi þó enn þá geti snjóað til fjalla. Það er svona svolítið í dag en síðan kólnar aftur á morgun og þá verður aftur einhver éljagangur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Næstu daga megi búast við breytingu á veðrinu og um áramótin verði kalt. „Talsvert frost alveg vel inn í tveggja stafa tölur. Það er ekkert ólíklegt að svona einhvers staðar á landinu detti það niður undir tuttugu stiga frost. Almennt erum við að tala meira átta til fimmtán stiga frost. Það verður vel kalt þó að veðrið að öðru leyti verði fallegt.“ Færð á vegum Vegagerð Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og hvasst og töluverð ofankoma. Á Vestfjörðum féllu snjóflóð í nótt og vegir lokuðust. „Það féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð um nóttina. Eitt alveg þokkalegt flóð og fleiri minni. Svo féll flóð líka á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og svo vitum við um eitt flóð líka í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Þessir þrír vegir lokuðust,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á snjóflóðavakt hjá Veðurstofu Íslands. Þá segir hann veginn enn lokaðan um Súðavíkurhlíð. Langvarandi suðvestanátt hafi haft í för með sér að mikill snjór hafi safnast fyrir ofan vegi á Vestfjörðum. „Má búast við áframhaldandi snjóflóðahættu á þessum vegum þar sem vegir liggja nálægt bröttum hlíðum.“ Starfsfólk Vegagerðarinnar hefur staðið í ströngu yfir jólin við að reyna að halda vegum opnum. Umferð um Hellisheiði og Holtavörðuheiði er jafnan mikil og var lokað fyrir umferð um þær báðar um tíma. Það sama á við um Dynjandisheiði og Öxnadalsheiði sem eru báðar enn ófærar. „Mesta vesenið hjá okkur í dag er Öxnadalsheiðin þar er allt lokað og það koma nýjar upplýsingar núna eftir hádegi klukkan eitt sirka. Þeir segjast ekki vera vongóðir með þetta en það er spurning hvað gerist,“ segir Sveinbjörn Hjálmsson starfsmaður Vegagerðarinnar. Öxnadalsheiði er búin að vera ófær nær öll jólin og segir Sveinbjörn ljóst miðað við álagið á þjónustuveri Vegagerðarinnar að slæm færð hafi haft áhrif á marga ferðalanga. Hann hvetur þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að fylgjast vel með en hægt er að sjá allar nýjustu upplýsingar á umferdin.is. „Það er að hlýna svolítið mikið núna og þá getur komið þessi leiðinda krapi og jafnvel flughálka þegar það kemur rigning líka. Kannski fer að rigna á hálkuna, á blautan veg, sem að myndar þá mjög leiðinleg akstursskilyrði. Þannig þetta lítur ekkert rosalega vel út að hafa svona mikinn hita í þessu líka ofan í snjóinn.“ Jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn er nú að mestu gengið niður samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. „Það er enn þá svolítill vindur en úrkoman er svona ekki jafn áköf og svo er heldur að hlýna. Þannig það verða frekar þessi slydda og rigning á láglendi þó enn þá geti snjóað til fjalla. Það er svona svolítið í dag en síðan kólnar aftur á morgun og þá verður aftur einhver éljagangur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Næstu daga megi búast við breytingu á veðrinu og um áramótin verði kalt. „Talsvert frost alveg vel inn í tveggja stafa tölur. Það er ekkert ólíklegt að svona einhvers staðar á landinu detti það niður undir tuttugu stiga frost. Almennt erum við að tala meira átta til fimmtán stiga frost. Það verður vel kalt þó að veðrið að öðru leyti verði fallegt.“
Færð á vegum Vegagerð Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira