Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2024 10:37 Travis Kelce greip þúsundustu sendinguna og Lamar Jackson sló met Michael Vick. NFL meistarar Kansas City Chiefs stefna á að verja Super Bowl titilinn þriðja árið í röð og tryggðu sér efsta sæti AFC deildarinnar með 29-10 sigri gegn Pittsburgh Steelers í nótt. Baltimore Ravens fóru svo upp fyrir Steelers í AFC norður deildinni með 31-2 sigri gegn Houston Texans. Þetta var þriðja tap Steelers í röð. Chiefs byrjuðu sterkt, Patrick Mahomes átti tvær stoðsendingar að snertimarki á Xavier Worthy og Justin Watson, þrettán stiga forysta var tekin og sigurinn aldrei í mikilli hættu eftir það. Varnarlína Chiefs sá til þess, þrátt fyrir að vera án Chris Jones sem er tognaður í kálfa. HO HO HO(w) 'bout those CHIEEEEEEEFS! pic.twitter.com/87ZoRuooPs— Kansas City Chiefs (@Chiefs) December 25, 2024 Greip þúsundustu sendinguna Travis Kelce, leikmaður Chiefs, varð sá þriðji í sögunni til að grípa þúsund sendingar, á eftir Tony Gonzales og Jason Witten sem eru báðir í frægðarhöllinni. Hann sló líka met Gonzales yfir flestar gripnar sendingar í endamarkinu, þetta var í 77. sinn sem Kelce skorar snertimark með þeim hætti. Jackson tók fram úr Michael Vick Lamar Jackson setti einnig met í 31-2 sigri Baltimore Ravens gegn Houston Texans. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL deildarinnar hefur hlaupið eins mikið áfram með boltann. Jackson hóf leikinn í gær 86 stikum á eftir Michael Vick, hlóp 87 stikur áfram með boltann og sló metið. „Ég var bara á jogginu, ég þurfti lítið að gera. Michael Vick er einn af mínum uppáhalds leikmönnum, þannig að þetta er frekar töff,“ sagði Jackson sultuslakur um það eftir leik. Lamar Jackson er leiftursnöggur.getty nn hafði mikið fyrir sér í því, leikurinn var alls ekki erfiður fyrir Ravens sem leiddu 17-2 í hálfleik og héldu áfram að bæta við í seinni hálfleik. Þeir sitja nú í efsta sæti AFC norður deildarinnar fyrir lokaumferðina, með einum sigri meira en Steelers. Lamar and Derrick were not about to eat cake after the game 😂#NFLonNetflix @netflix pic.twitter.com/Waw5ab96ga— NFL (@NFL) December 26, 2024 NFL Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Þetta var þriðja tap Steelers í röð. Chiefs byrjuðu sterkt, Patrick Mahomes átti tvær stoðsendingar að snertimarki á Xavier Worthy og Justin Watson, þrettán stiga forysta var tekin og sigurinn aldrei í mikilli hættu eftir það. Varnarlína Chiefs sá til þess, þrátt fyrir að vera án Chris Jones sem er tognaður í kálfa. HO HO HO(w) 'bout those CHIEEEEEEEFS! pic.twitter.com/87ZoRuooPs— Kansas City Chiefs (@Chiefs) December 25, 2024 Greip þúsundustu sendinguna Travis Kelce, leikmaður Chiefs, varð sá þriðji í sögunni til að grípa þúsund sendingar, á eftir Tony Gonzales og Jason Witten sem eru báðir í frægðarhöllinni. Hann sló líka met Gonzales yfir flestar gripnar sendingar í endamarkinu, þetta var í 77. sinn sem Kelce skorar snertimark með þeim hætti. Jackson tók fram úr Michael Vick Lamar Jackson setti einnig met í 31-2 sigri Baltimore Ravens gegn Houston Texans. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL deildarinnar hefur hlaupið eins mikið áfram með boltann. Jackson hóf leikinn í gær 86 stikum á eftir Michael Vick, hlóp 87 stikur áfram með boltann og sló metið. „Ég var bara á jogginu, ég þurfti lítið að gera. Michael Vick er einn af mínum uppáhalds leikmönnum, þannig að þetta er frekar töff,“ sagði Jackson sultuslakur um það eftir leik. Lamar Jackson er leiftursnöggur.getty nn hafði mikið fyrir sér í því, leikurinn var alls ekki erfiður fyrir Ravens sem leiddu 17-2 í hálfleik og héldu áfram að bæta við í seinni hálfleik. Þeir sitja nú í efsta sæti AFC norður deildarinnar fyrir lokaumferðina, með einum sigri meira en Steelers. Lamar and Derrick were not about to eat cake after the game 😂#NFLonNetflix @netflix pic.twitter.com/Waw5ab96ga— NFL (@NFL) December 26, 2024
NFL Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira