Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar 25. desember 2024 22:59 Við höfum lengi búið okkur undir stundirnar sem hófust þegar klukkan sló sex nú i kvöld. Átján mínútum áður var jafnan hefðbundin þögn á gömlu Gufunni. Já, hlé frá 17:42 allt til þess að hljómur kirkjuklukkna úr Dómkirkjunni tók að óma í viðtækjunum. Það var eins og skilaboð um að mínúturnar fyrir jól séu tími biðar og eftirvæntingar, sem þær sannarlega eru – því þegar jólin ganga í garð er tíðin runnin upp, sjálf hátíðin. Við skynjum það líklega best á þessum tíma hvers virði það hefur að nema staðar og segja við sjálfan sig: stundin er núna. Þrenging í eintölu Hvað tíminn er merkilegt fyrirbæri. Stundaglasið lýsir honum vel. Efra hólfið sýnir framtíðina. Hið neðra er fortíðin. Þar á milli er einhver þrenging þar sem sandurinn rennur hratt í gegn. Það er nútíðin: hreyfingin frá hinu liðna til hins ókomna. Þrengingin í okkar lífi er hér og nú. Hérna rennur sandurinn í gegn og um leið og við segjum orðið ,,núna” hverfur orðið inn í fortíðina. Stærstu áfangar sögunnar gerðust í þessari þrengingu, þótt nú séu þeir allir komnir í neðra hólfið. Þegar þeir runnu upp: Merkisdagar þjóðar, áfangar í sögu mannkyns, fögnuður og hörmunga, voru atburðirnir hluti líðandi stundar. Allt heyrir það til í fortíðar en mótar okkur enn þann dag í dag. Á því augnarbliki sem tíðindin urðu gat fólk sagt við sjálft sig: stundin er núna. En þetta segjum við samt alltof sjaldan. Of oft gerist það að við hverfum ofan í sand liðinna daga, vikna, ára – eða byltum okkur í kviksyndi þess sem ókomið er. Við finnum aldrei þann þrönga stíg sem þó er vettvangur lífs okkar. Við eigum það til að lifa lífi okkar í endurskini minninga eða dveljum í von eða ótta um hið ókomna. Allt lífið er þó hér og nú. Sá sem játar því vinnur mikinn sigur. Þetta er ekki ábyrgðarleysi, þvert á móti. Þetta er einn lykillinn að því að geta lifað innihaldsríku lífi. Þetta er lykillinn að því að geta lifað, starfað og notið á þeirri stundu sem allt líf okkar fer fram á. Jólin eru núna Jólin eru núna og jólahátíðin er tími líðandi stundar. Texti jólaguðspjallsins geymir vísbendingar um það: „En það bar til um þessar mundir“ segir í upphafi hans. „Um þessar mundir“ er það ekki einmitt nú? „En meðan þau voru þar“ segir um þann atburð þegar frelsarinn fæddist. Og þar sem hirðar sátu á Bethlehemsvöllum, skyndilega umkringdir englaher þar sem niðamyrkið ljómaði upp fengu þeir þessi tíðindi: „Yður er í dag frelsari fæddur“. Í dag: Núna. Textinn er óður til þess sem er og gerist á hverri stundu. Skilaboðin eru þau að þótt atburðurinn hafi vissulega gerst hér fyrir langalöngu – já frá honum miðum við tímatal okkar – þá er hann engu að síður núna. Í Jesú Kristi mætist fortíð, framtíð og nútíð. Fæðing hans og þjónusta er sögulegur veruleiki. Hann mun koma í dýrð sinni eins og segir í trúarjátningu okkar. En fyrir okkur eru skilaboðin hins vegar skýr: Hann kemur inn í líf okkar, auðgar það og glæðir. Hann fyllir það innihaldi og umfram allt minnir okkur á það að taka þátt í lífinu: að gefa, hjálpa og styðja aðra. Og kunna að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Þetta er sá hinn sami og sagði: „morgundagurinn mun eiga sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.“ Það er munur á þrengingu og þrengingum. Þrengingin er andartakið núna, þar sem við dveljum. Lausnarinn og lífgjafinn vill færa okkur þá skynjun að við eigum að fanga tilveruna og nýta hana á hverri stundu. Nú eru jólin runnin upp. Fyrir skömmu voru þau í framtíð. Senn verða þau í fortíð. Nú er það nútíð. Svona orðum við tíðirnar á íslensku. En jólin eru auðvitað engin venjuleg nútíð: þau er hátíð. Já við eigum þetta orð yfir atburði sem þessa. Það eru stundir sem þessar sem kalla okkur til umhugsunar og ábyrgðar á eigin lífi og tilvist. Þær hvetja okkur til þess að hugleiða dagana og árin okkar og minna okkur á það að leggja rækt við það sem skiptir mestu máli. Með þeim hætti getur hátíðin auðgað vitund okkar fyrir öðrum þeim tíðum. Þær fæðast og deyja í sömu andrá, en eru þó þegar á allt er litið, sjálfur vettvangur lífs okkar og tilveru. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Jól Þjóðkirkjan Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Við höfum lengi búið okkur undir stundirnar sem hófust þegar klukkan sló sex nú i kvöld. Átján mínútum áður var jafnan hefðbundin þögn á gömlu Gufunni. Já, hlé frá 17:42 allt til þess að hljómur kirkjuklukkna úr Dómkirkjunni tók að óma í viðtækjunum. Það var eins og skilaboð um að mínúturnar fyrir jól séu tími biðar og eftirvæntingar, sem þær sannarlega eru – því þegar jólin ganga í garð er tíðin runnin upp, sjálf hátíðin. Við skynjum það líklega best á þessum tíma hvers virði það hefur að nema staðar og segja við sjálfan sig: stundin er núna. Þrenging í eintölu Hvað tíminn er merkilegt fyrirbæri. Stundaglasið lýsir honum vel. Efra hólfið sýnir framtíðina. Hið neðra er fortíðin. Þar á milli er einhver þrenging þar sem sandurinn rennur hratt í gegn. Það er nútíðin: hreyfingin frá hinu liðna til hins ókomna. Þrengingin í okkar lífi er hér og nú. Hérna rennur sandurinn í gegn og um leið og við segjum orðið ,,núna” hverfur orðið inn í fortíðina. Stærstu áfangar sögunnar gerðust í þessari þrengingu, þótt nú séu þeir allir komnir í neðra hólfið. Þegar þeir runnu upp: Merkisdagar þjóðar, áfangar í sögu mannkyns, fögnuður og hörmunga, voru atburðirnir hluti líðandi stundar. Allt heyrir það til í fortíðar en mótar okkur enn þann dag í dag. Á því augnarbliki sem tíðindin urðu gat fólk sagt við sjálft sig: stundin er núna. En þetta segjum við samt alltof sjaldan. Of oft gerist það að við hverfum ofan í sand liðinna daga, vikna, ára – eða byltum okkur í kviksyndi þess sem ókomið er. Við finnum aldrei þann þrönga stíg sem þó er vettvangur lífs okkar. Við eigum það til að lifa lífi okkar í endurskini minninga eða dveljum í von eða ótta um hið ókomna. Allt lífið er þó hér og nú. Sá sem játar því vinnur mikinn sigur. Þetta er ekki ábyrgðarleysi, þvert á móti. Þetta er einn lykillinn að því að geta lifað innihaldsríku lífi. Þetta er lykillinn að því að geta lifað, starfað og notið á þeirri stundu sem allt líf okkar fer fram á. Jólin eru núna Jólin eru núna og jólahátíðin er tími líðandi stundar. Texti jólaguðspjallsins geymir vísbendingar um það: „En það bar til um þessar mundir“ segir í upphafi hans. „Um þessar mundir“ er það ekki einmitt nú? „En meðan þau voru þar“ segir um þann atburð þegar frelsarinn fæddist. Og þar sem hirðar sátu á Bethlehemsvöllum, skyndilega umkringdir englaher þar sem niðamyrkið ljómaði upp fengu þeir þessi tíðindi: „Yður er í dag frelsari fæddur“. Í dag: Núna. Textinn er óður til þess sem er og gerist á hverri stundu. Skilaboðin eru þau að þótt atburðurinn hafi vissulega gerst hér fyrir langalöngu – já frá honum miðum við tímatal okkar – þá er hann engu að síður núna. Í Jesú Kristi mætist fortíð, framtíð og nútíð. Fæðing hans og þjónusta er sögulegur veruleiki. Hann mun koma í dýrð sinni eins og segir í trúarjátningu okkar. En fyrir okkur eru skilaboðin hins vegar skýr: Hann kemur inn í líf okkar, auðgar það og glæðir. Hann fyllir það innihaldi og umfram allt minnir okkur á það að taka þátt í lífinu: að gefa, hjálpa og styðja aðra. Og kunna að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Þetta er sá hinn sami og sagði: „morgundagurinn mun eiga sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.“ Það er munur á þrengingu og þrengingum. Þrengingin er andartakið núna, þar sem við dveljum. Lausnarinn og lífgjafinn vill færa okkur þá skynjun að við eigum að fanga tilveruna og nýta hana á hverri stundu. Nú eru jólin runnin upp. Fyrir skömmu voru þau í framtíð. Senn verða þau í fortíð. Nú er það nútíð. Svona orðum við tíðirnar á íslensku. En jólin eru auðvitað engin venjuleg nútíð: þau er hátíð. Já við eigum þetta orð yfir atburði sem þessa. Það eru stundir sem þessar sem kalla okkur til umhugsunar og ábyrgðar á eigin lífi og tilvist. Þær hvetja okkur til þess að hugleiða dagana og árin okkar og minna okkur á það að leggja rækt við það sem skiptir mestu máli. Með þeim hætti getur hátíðin auðgað vitund okkar fyrir öðrum þeim tíðum. Þær fæðast og deyja í sömu andrá, en eru þó þegar á allt er litið, sjálfur vettvangur lífs okkar og tilveru. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun