Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 12:30 Litlu munaði að Gísli Þorgeir Kristjánsson væri á jólamarkaðnum í Magdeburg þegar maður ók þar inn í mannfjöldann og varð fimm manns að bana. Getty/Marco Steinbrenner Þýska handknattleiksdeildin hefur nú samþykkt að heimaleik Magdeburgar við Erlangen, sem fara átti fram annan í jólum, verði frestað um ótilgreindan tíma vegna grimmdarverkanna á jólamarkaðnum í Magdeburg. Áður hafði leik liðsins við Eisenach, sem fara átti fram í gær, verið frestað. Þetta þýðir að Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar ekki fleiri leiki með Magdeburg á þessu ári, og raunar ekki aftur fyrr en í febrúar, eftir að heimsmeistaramótinu lýkur í Króatíu. Áður var ljóst að Ómar Ingi Magnússon spilaði ekki meira með liðinu á þessu ári, vegna meiðsla. Það munaði ekki miklu að Gísli og kærasta hans, Rannveig Bjarnadóttir, hefðu verið á jólamarkaðnum þegar maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á markaðnum. Fimm manns létust í árásinni og 200 slösuðust, og ljóst að mikil sorg ríkir í Magdeburg þar sem um 240.000 manns búa. „Að okkar mati er þetta ekki rétti tíminn til þess að halda stóra viðburði, svo skömmu eftir hryðjuverkaárásina í Magdeburg. Í borg með 240.000 íbúum þá tengjast sennilega allir með einhverjum hætti hinum látnu, slösuðu eða þeim sem nú hlúa að þeim. Þetta hefur áhrif á okkar stuðningsfólk, okkar lið og okkar starfsfólk,“ sagði Marc-Henrik Schmedt, framkvæmdastjóri Magdeburgarliðsins. „Ég tel að fólkið í Magdeburg sé enn í áfalli. Núna er fólk að syrgja hina látnu og styðja við þá sem slösuðust, og að þakka þeim sem komu til bjargar. Við erum sammála borgaryfirvöldum um að það væri óábyrgt að binda öryggisstarfsfólk við handboltaleik í ljósi fjölda minningarathafna og samkoma í dag og næstu daga,“ sagði Schmedt en bætti við að félagið væri meðvitað um hlutverk sitt sem sameiningartákn. Núna þyrfti hins vegar fólk að fá tíma og frið. Eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr utanríkisráðherra, benti á í Silfrinu á laugardag kemur sonur hennar því óvenju snemma heim í jólafrí en Gísli og félagar í landsliðinu hefja svo brátt æfingar fyrir heimsmeistaramótið. Allur landsliðshópurinn byrjar formlega æfingar 2. janúar áður en haldið verður svo í vináttulandsleiki við Svía ytra, 9. og 11. janúar, en fyrsti leikur á HM er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
Áður hafði leik liðsins við Eisenach, sem fara átti fram í gær, verið frestað. Þetta þýðir að Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar ekki fleiri leiki með Magdeburg á þessu ári, og raunar ekki aftur fyrr en í febrúar, eftir að heimsmeistaramótinu lýkur í Króatíu. Áður var ljóst að Ómar Ingi Magnússon spilaði ekki meira með liðinu á þessu ári, vegna meiðsla. Það munaði ekki miklu að Gísli og kærasta hans, Rannveig Bjarnadóttir, hefðu verið á jólamarkaðnum þegar maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á markaðnum. Fimm manns létust í árásinni og 200 slösuðust, og ljóst að mikil sorg ríkir í Magdeburg þar sem um 240.000 manns búa. „Að okkar mati er þetta ekki rétti tíminn til þess að halda stóra viðburði, svo skömmu eftir hryðjuverkaárásina í Magdeburg. Í borg með 240.000 íbúum þá tengjast sennilega allir með einhverjum hætti hinum látnu, slösuðu eða þeim sem nú hlúa að þeim. Þetta hefur áhrif á okkar stuðningsfólk, okkar lið og okkar starfsfólk,“ sagði Marc-Henrik Schmedt, framkvæmdastjóri Magdeburgarliðsins. „Ég tel að fólkið í Magdeburg sé enn í áfalli. Núna er fólk að syrgja hina látnu og styðja við þá sem slösuðust, og að þakka þeim sem komu til bjargar. Við erum sammála borgaryfirvöldum um að það væri óábyrgt að binda öryggisstarfsfólk við handboltaleik í ljósi fjölda minningarathafna og samkoma í dag og næstu daga,“ sagði Schmedt en bætti við að félagið væri meðvitað um hlutverk sitt sem sameiningartákn. Núna þyrfti hins vegar fólk að fá tíma og frið. Eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr utanríkisráðherra, benti á í Silfrinu á laugardag kemur sonur hennar því óvenju snemma heim í jólafrí en Gísli og félagar í landsliðinu hefja svo brátt æfingar fyrir heimsmeistaramótið. Allur landsliðshópurinn byrjar formlega æfingar 2. janúar áður en haldið verður svo í vináttulandsleiki við Svía ytra, 9. og 11. janúar, en fyrsti leikur á HM er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira