Fótbolti

Missti niður um sig brækurnar og gaf ó­dýrt mark

Siggeir Ævarsson skrifar
Jordan Turnbull vinnur skallaeinvígi gegn Harry Smith
Jordan Turnbull vinnur skallaeinvígi gegn Harry Smith vísir/Getty

Jordan Turnbull, varnarmaður Tranmere Rovers í ensku D-deildinni lenti í frekar vandræðalegu atviki í leik liðsins gegn Doncaster í gær þegar sóknarmaður togaði niður um hann stuttbuxurnar.

Turnbull var að verjast áhlaupi Luke Molyneux og virtist það ganga ágætlega en þegar Molyneux féll til jarðar vildi ekki betur til en svo að hann togaði stuttbuxur Turnbull langleiðina niður um hann.

Turnbull var eðli málsins ekki sáttur við framgöngu sóknarmannsins og taldi á sér brotið en það virðast greinilega ekki gilda sömu reglur um brókartog og peysutog. Leikurinn hélt því áfram eins og ekkert hefði í skorist en Turnbull sat eftir með buxurnar á hælunum. Patrick Kelly hirti upp boltann og skoraði einn og óvaldaður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×