Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var spurður út í meiðslin eftir leik. Saka meiddist aftan í læri og þó það liggi ekki fyrir á þessari stundu hversu alvarleg meiðslin eru sagði Arteta að þetta væru „ekki góðar fréttir“.
Það er nokkuð þétt dagskrá framundan hjá Arsenal yfir hátíðarnar en liðið á leik 27. desember á heimavelli gegn Ipswich og svo útileik á nýársdag gegn Brentford. Eftir það á liðið leik nánast á þriggja eða fjögurra daga fresti í janúar svo að það er ljóst að mikið álag verður á leikmannahóp liðsins næstu vikur.
🚨🩼 Bukayo Saka leaves Selhurst Patk on crutches, as @j_castelobranco’s video shows ⤵️🤕pic.twitter.com/gmgBnpO3u5
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 21, 2024