Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. desember 2024 14:06 Falleg leiðisskreyting frá Kirkjugörðum Reykjavíkur, ásamt kerti úr tólg. Aðsend Kirkjugarðar Reykjavíkur hvetja aðstandendur til að nota umhverfisvænar skreytingar á leið ástvina sinna nú fyrir jól og um jólin. Alls ekki að nota plast, vír eða teygjur í skreytingarnar. Það er margir, sem vitja leiða ástvina sína fyrir jól og um jól í kirkjugörðum landsins. Margir fara með jólaleiðisskreytingar á leiðin en nú eru Kirkjugarðar Reykjavíkur í sérstöku átaki við að hvetja fólk að nota eingöngu umhverfisvænar skreytingar. Helena Sif Þorgeirsdóttir er sviðsstjóri umhirðu og jarðsetninga hjá kirkjugörðunum. „Við erum bara að hvetja fólk til að velja umhverfisvænar jólaskreytingar og sleppa öllu plasti, vír og teygjum og öllu þessu, sem fylgir oft á þessu skrauti,“ segir Helena. En hvað á Helena nákvæmlega við þegar hún talar um umhverfisvænar skreytingar? „Þá á ég bara við skreytingar, sem er síðan hægt að henda í lífrænt rusl eftir jólin og við tökum síðan þetta lífræna rusl, sem er hérna hjá okkur út í görðunum og kurlum það og notum það svo aftur til að laga leiðin í görðunum hjá okkur.“ Helena segir að það aukist alltaf og aukist að fólk komið með umhverfisvænar skreytingar í kirkjugarðana, annað hvort sem það gerir sjálft eða kaupir hjá Kirkjugörðunum en þær skreytingar hafa slegið í gegn í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði og Hólavallakirkjugarði. Bryndís Björgvinsdóttir með lífrænar leiðisskreytingar, sem Kirkjugarðar Reykjavíkur eru meðal annars að selja, auk þess að vera með kerti úr tólg. Gestum kirkjugarðann er líka boðið upp á kakó og piparkökur í tilefni jólanna.Aðsend Helena segir þennan tíma árs hjá kirkjugörðunum dásamlegan. „Já, já, það er mikið líf og mikið af fólki að koma. Það er mikið álag, bæði á starfsfólk og umhverfið þannig að það er líka mjög mikilvægt að nota bílastæðin og ganga frekar og vera líka með mannbrodda eins og færðin er núna.“ En lífrænt númer 1, 2 og 3 um jólin eða hvað? „Bara algjörlega og svo erum við líka með kerti til sölu en þau eru úr tólg og þá erum við einmitt að hugsa um fuglana, að þeir geta þá borðað afganginn og við svo bara týnt upp tómar kertadósir,“ segir Helena Sif. Það er alltaf heilmikið að gera og mikil umferð í kringum kirkjugarðana um jólin.Aðsend Heimasíða Kirkjugarða Reykjavíkur Reykjavík Þjóðkirkjan Jól Kirkjugarðar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Það er margir, sem vitja leiða ástvina sína fyrir jól og um jól í kirkjugörðum landsins. Margir fara með jólaleiðisskreytingar á leiðin en nú eru Kirkjugarðar Reykjavíkur í sérstöku átaki við að hvetja fólk að nota eingöngu umhverfisvænar skreytingar. Helena Sif Þorgeirsdóttir er sviðsstjóri umhirðu og jarðsetninga hjá kirkjugörðunum. „Við erum bara að hvetja fólk til að velja umhverfisvænar jólaskreytingar og sleppa öllu plasti, vír og teygjum og öllu þessu, sem fylgir oft á þessu skrauti,“ segir Helena. En hvað á Helena nákvæmlega við þegar hún talar um umhverfisvænar skreytingar? „Þá á ég bara við skreytingar, sem er síðan hægt að henda í lífrænt rusl eftir jólin og við tökum síðan þetta lífræna rusl, sem er hérna hjá okkur út í görðunum og kurlum það og notum það svo aftur til að laga leiðin í görðunum hjá okkur.“ Helena segir að það aukist alltaf og aukist að fólk komið með umhverfisvænar skreytingar í kirkjugarðana, annað hvort sem það gerir sjálft eða kaupir hjá Kirkjugörðunum en þær skreytingar hafa slegið í gegn í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði og Hólavallakirkjugarði. Bryndís Björgvinsdóttir með lífrænar leiðisskreytingar, sem Kirkjugarðar Reykjavíkur eru meðal annars að selja, auk þess að vera með kerti úr tólg. Gestum kirkjugarðann er líka boðið upp á kakó og piparkökur í tilefni jólanna.Aðsend Helena segir þennan tíma árs hjá kirkjugörðunum dásamlegan. „Já, já, það er mikið líf og mikið af fólki að koma. Það er mikið álag, bæði á starfsfólk og umhverfið þannig að það er líka mjög mikilvægt að nota bílastæðin og ganga frekar og vera líka með mannbrodda eins og færðin er núna.“ En lífrænt númer 1, 2 og 3 um jólin eða hvað? „Bara algjörlega og svo erum við líka með kerti til sölu en þau eru úr tólg og þá erum við einmitt að hugsa um fuglana, að þeir geta þá borðað afganginn og við svo bara týnt upp tómar kertadósir,“ segir Helena Sif. Það er alltaf heilmikið að gera og mikil umferð í kringum kirkjugarðana um jólin.Aðsend Heimasíða Kirkjugarða Reykjavíkur
Reykjavík Þjóðkirkjan Jól Kirkjugarðar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira