„Valsararnir voru bara betri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2024 22:12 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink „Þetta var erfitt í kvöld og maður fann það snemma að það var þreyta í liðinu,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, eftir níu stiga tap gegn Val í Bónus-deild karla í kvöld. „Það voru þreyttar lappir inni á vellinum og skotin stutt. Það vantaði sprengikraft og við vorum hægir varnarlega. Menn voru að reyna og reyndu að grafa djúpt til að finna orkuna. Það kom aðeins í lok þriðja og í byrjun fjórða, en það var bara ekki nóg.“ Tindastólsmenn byrjuðu leikinn vel, en fóru afar illa að ráði sínu í öðrum leikhluta þar sem liðið skoraði aðeins átta stig á fyrstu sjö mínútum hans. „Við hittum bara illa og skotin voru stutt. Okkur vantaði þessa menn sem eru mest að ráðast á körfuna og það vantaði jafnvægið í sóknina. Við náðum ekki að tengja sóknarleikinn og þetta var bara erfitt og Valsararnir voru bara betri.“ „Þeir fá líka toppleik, frábæran skotleik frá Hjálmari og Badmus. Þessir tveir með sjö þrista í ellefu tilraunum. Mér fannst það kannski vera það sem skildi á milli.“ Hann þvertekur fyrir það að hans menn hafi verið komnir með hausinn í jólafrí. „Það var alls ekki eitthvað jólafrí sem menn voru að hugsa um þó maður sé að spila nánast á Þorláksmessu þá var það ekki málið. Mér fannst ég bara skynja þreytu. Menn voru að reyna og svona en það er engin afsökun. Ég er bara að reyna að greina þetta af því að maður fékk aldrei þennan kraft frá þeim. Samt sá maður að þeir voru að reyna.“ „Við tökum okkur góða hvíld núna og menn fá að jafna sig. Svo komum við ferskir eftir áramót.“ Þá tekur hann undir að hvíldin muni gera hans mönnum gott. „Það er oft sagt að engin æfing sé besta æfingin og að hvíldin sé besta æfingin. Nú tökum við fína hvíld og náum okkur fyrir seinni hlutann. Svo verður bara að koma í ljós hvaða liðum við erum að fara að mæta. Ætli það verði ekki mikið af breytingum í deildinni. Spurning hvort þið verðið ekki með annan kynningarfund fyrir seinni umferðina til að kynna liðin,“ sagði Benedikt léttur að lokum. Bónus-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
„Það voru þreyttar lappir inni á vellinum og skotin stutt. Það vantaði sprengikraft og við vorum hægir varnarlega. Menn voru að reyna og reyndu að grafa djúpt til að finna orkuna. Það kom aðeins í lok þriðja og í byrjun fjórða, en það var bara ekki nóg.“ Tindastólsmenn byrjuðu leikinn vel, en fóru afar illa að ráði sínu í öðrum leikhluta þar sem liðið skoraði aðeins átta stig á fyrstu sjö mínútum hans. „Við hittum bara illa og skotin voru stutt. Okkur vantaði þessa menn sem eru mest að ráðast á körfuna og það vantaði jafnvægið í sóknina. Við náðum ekki að tengja sóknarleikinn og þetta var bara erfitt og Valsararnir voru bara betri.“ „Þeir fá líka toppleik, frábæran skotleik frá Hjálmari og Badmus. Þessir tveir með sjö þrista í ellefu tilraunum. Mér fannst það kannski vera það sem skildi á milli.“ Hann þvertekur fyrir það að hans menn hafi verið komnir með hausinn í jólafrí. „Það var alls ekki eitthvað jólafrí sem menn voru að hugsa um þó maður sé að spila nánast á Þorláksmessu þá var það ekki málið. Mér fannst ég bara skynja þreytu. Menn voru að reyna og svona en það er engin afsökun. Ég er bara að reyna að greina þetta af því að maður fékk aldrei þennan kraft frá þeim. Samt sá maður að þeir voru að reyna.“ „Við tökum okkur góða hvíld núna og menn fá að jafna sig. Svo komum við ferskir eftir áramót.“ Þá tekur hann undir að hvíldin muni gera hans mönnum gott. „Það er oft sagt að engin æfing sé besta æfingin og að hvíldin sé besta æfingin. Nú tökum við fína hvíld og náum okkur fyrir seinni hlutann. Svo verður bara að koma í ljós hvaða liðum við erum að fara að mæta. Ætli það verði ekki mikið af breytingum í deildinni. Spurning hvort þið verðið ekki með annan kynningarfund fyrir seinni umferðina til að kynna liðin,“ sagði Benedikt léttur að lokum.
Bónus-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira