Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2024 16:00 Björgvin Halldórsson var í stuði á æfingu í Laugardalshöll í dag. Vísir/Vilhelm Jólagestir Björgvins fara fram annað kvöld í Laugardalshöll í síðasta skipti. Hópurinn hittist á fyrstu æfingu í gær fyrir stóru stundina og Björgvin Halldórsson segir að það sé mikill hugur í honum en ljósmyndari Vísis myndaði hann á fyrstu æfingunni. „Þetta var góð æfing í gær og helgin lofar rosalega góðu,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Tónleikana þarf vart að kynna enda hafa þeir um árabil verið þekktustu jólatónleikar landsins þar sem margir af stærstu tónlistarmönnunum koma fram. Björgvin segist ekkert meyr á þessum tímamótum, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. „Ég tek bara einn dag í einu! Það verður nóg að gera hjá mér á nýju ári, fullt af tónleikum. Allt þarf að taka endi einhvern tímann. Þetta er átjánda árið í röð sem við erum með þetta í þessu formi, en við byrjuðum auðvitað með jólagestina miklu fyrr,“ segir Björgvin og rifjar upp þegar þeir fóru fram á Hilton Hóteli með pompi og prakt. Verður ævintýri Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari kíkti í höllina á æfingu hjá Björgvini fyrir tónleikana næstu helgi. Einungis örfáir miðar eru enn eftir enda ljóst að um sögulega stund verður að ræða þegar tónleikarnir fara fram í síðasta skiptið. Vegna mikillar eftirspurnar eru þeir líka aðgengilegir í streymi á vef Jólagesta. Með Björgvini á tónleikunum verða meðal annars Eivör, Sissel, Svala Björgvins, Ásgeir Trausti, Helgi Björns og Gissur Páll. Auk þess munu strákarnir í HúbbaBúbba koma fram auk Karlakórsins Esju og Skólakórs Kársness, að ógleymdri Strengjasveit Jólagesta. Björgvin segist hlakka til helgarinnar og líka til þess að halda áfram að syngja á tónleikum á nýju ári. „Á meðan ég stend í lappirnar og hef einhverja rödd þá mun ég halda áfram að syngja. Ég hlakka til helgarinnar, þetta gekk æðislega vel á æfingu í gær, þetta er allt saman mikið atvinnufólk, bæði hljómsveit og listamennirnir alveg með þetta á hreinu. Þetta verður algjört ævintýri.“ Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Þetta var góð æfing í gær og helgin lofar rosalega góðu,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Tónleikana þarf vart að kynna enda hafa þeir um árabil verið þekktustu jólatónleikar landsins þar sem margir af stærstu tónlistarmönnunum koma fram. Björgvin segist ekkert meyr á þessum tímamótum, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. „Ég tek bara einn dag í einu! Það verður nóg að gera hjá mér á nýju ári, fullt af tónleikum. Allt þarf að taka endi einhvern tímann. Þetta er átjánda árið í röð sem við erum með þetta í þessu formi, en við byrjuðum auðvitað með jólagestina miklu fyrr,“ segir Björgvin og rifjar upp þegar þeir fóru fram á Hilton Hóteli með pompi og prakt. Verður ævintýri Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari kíkti í höllina á æfingu hjá Björgvini fyrir tónleikana næstu helgi. Einungis örfáir miðar eru enn eftir enda ljóst að um sögulega stund verður að ræða þegar tónleikarnir fara fram í síðasta skiptið. Vegna mikillar eftirspurnar eru þeir líka aðgengilegir í streymi á vef Jólagesta. Með Björgvini á tónleikunum verða meðal annars Eivör, Sissel, Svala Björgvins, Ásgeir Trausti, Helgi Björns og Gissur Páll. Auk þess munu strákarnir í HúbbaBúbba koma fram auk Karlakórsins Esju og Skólakórs Kársness, að ógleymdri Strengjasveit Jólagesta. Björgvin segist hlakka til helgarinnar og líka til þess að halda áfram að syngja á tónleikum á nýju ári. „Á meðan ég stend í lappirnar og hef einhverja rödd þá mun ég halda áfram að syngja. Ég hlakka til helgarinnar, þetta gekk æðislega vel á æfingu í gær, þetta er allt saman mikið atvinnufólk, bæði hljómsveit og listamennirnir alveg með þetta á hreinu. Þetta verður algjört ævintýri.“
Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira