Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2024 11:15 Freyr Alexandersson gæti mögulega orðið næsti knattspyrnustjóri Cardiff. Getty Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir sparkið enda líftími þjálfarastarfs í Belgíu almennt skammur. „Þegar ég ákvað að koma til Belgíu vissi ég alveg hvernig landið liggur hérna. Nú var ég kominn í tólf mánuði og meðal líftími þjálfara í Belgíu er fimm mánuðir. Þegar við fundum að ákveðinn hluti stuðningsmanna væri að kalla eftir stjórn félagsins vissi ég að þeir myndu nýta fyrsta tækifæri til að vernda sjálfa sig og losa mig,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. „Það er bara kúltúrinn hérna og ég er ekki að dæma þá fyrir það. Ég reyndi að breyta þeim og fá þá til að hugsa meira strategískt yfir lengri tíma en þegar þú upplifir þig með bakið upp við vegg sem stjórnarmaður tekurðu ákvarðanir sem þú þekkir,“ „Þetta þekkja þeir. Ég var alveg undirbúinn fyrir þetta og samdi þannig þegar ég kom hingað að það er allt í góðu hjá mér,“ segir Freyr. Ekki heyrt frá KSÍ Freyr hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarf karla en kveðst ekki hafa heyrt frá forystu KSÍ. Hann muni taka upp tólið og til í að skoða þann möguleika. „Ég mun alltaf taka samtalið við Knattspyrnusambandið ef þeir hafa áhuga á að fá mig til starfa. Það sem ég les er að þeir eru fara í gegnum mikinn process að finna út úr því hvernig þeir vilja gera þetta, hvernig þjálfara þeir vilja fá og manneskju,“ „Ef ég fæ samtalið frá Knattspyrnusambandinu hlakka ég til að heyra hvaða pælingar þeir hafa og hvort ég rími við það. Ég er í engum vafa um það hvað ég hef fram að færa fyrir landsliðið og íslensku þjóðina og er fullur ástríðu fyrir íslenska landsliðinu,“ segir Freyr. „Það sem er mikilvægast í þessu er að stjórn Knattspyrnusambandsins og ég pössum saman, að við getum róað í sömu átt. Sem Íslendingur og fyrrum starfsmaður með mikla tengingu við þetta lið er það mikilvægasta að rétti maðurinn verði þarna,“ „Ef það er ég mun ég taka það samtal mjög alvarlega. Ef það er einhver annar mun ég styðja það heilshugar. Það mikilvægasta er að þetta sé gert rétt og rétti maðurinn finnist. Samtalið verður tekið ef það er áhugi fyrir því en hingað til hef ég ekki átt samskipti við Knattspyrnusambandið,“ segir Freyr. Tvö félög sett sig í samband Tvö félög hafa hins vegar þegar sett sig í samband við Frey. Eitt á Norðurlöndum og annað á Bretlandseyjum. „Þetta er allt hluti af stærra ferðalagi sem ég er á. Ég er það heppinn að það eru nú þegar tvö félög búin að hafa samband og vilja fund. Ég ætla að taka alla fundi og skoða þá möguleika sem ég fæ upp. En ég ætla líka að reyna að velja vel og ég er með ákveðnar hugmyndir um það sem mig langar til að gera,“ „Maður verður að skoða hvað kemur. Það kemur eitthvað spennanadi og kannski tkkar það í öll boxin sem mig langar að gera. Kannski ekki en þá þarf maður bara að búa sér til eitthvað plan og eitthvað spennandi í kringum það,“ segir Freyr. Nánar verður rætt við Frey í Sportpakkanum sem er klukkan 18:50 á Stöð 2 í kvöld. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Sjá meira
Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir sparkið enda líftími þjálfarastarfs í Belgíu almennt skammur. „Þegar ég ákvað að koma til Belgíu vissi ég alveg hvernig landið liggur hérna. Nú var ég kominn í tólf mánuði og meðal líftími þjálfara í Belgíu er fimm mánuðir. Þegar við fundum að ákveðinn hluti stuðningsmanna væri að kalla eftir stjórn félagsins vissi ég að þeir myndu nýta fyrsta tækifæri til að vernda sjálfa sig og losa mig,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. „Það er bara kúltúrinn hérna og ég er ekki að dæma þá fyrir það. Ég reyndi að breyta þeim og fá þá til að hugsa meira strategískt yfir lengri tíma en þegar þú upplifir þig með bakið upp við vegg sem stjórnarmaður tekurðu ákvarðanir sem þú þekkir,“ „Þetta þekkja þeir. Ég var alveg undirbúinn fyrir þetta og samdi þannig þegar ég kom hingað að það er allt í góðu hjá mér,“ segir Freyr. Ekki heyrt frá KSÍ Freyr hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarf karla en kveðst ekki hafa heyrt frá forystu KSÍ. Hann muni taka upp tólið og til í að skoða þann möguleika. „Ég mun alltaf taka samtalið við Knattspyrnusambandið ef þeir hafa áhuga á að fá mig til starfa. Það sem ég les er að þeir eru fara í gegnum mikinn process að finna út úr því hvernig þeir vilja gera þetta, hvernig þjálfara þeir vilja fá og manneskju,“ „Ef ég fæ samtalið frá Knattspyrnusambandinu hlakka ég til að heyra hvaða pælingar þeir hafa og hvort ég rími við það. Ég er í engum vafa um það hvað ég hef fram að færa fyrir landsliðið og íslensku þjóðina og er fullur ástríðu fyrir íslenska landsliðinu,“ segir Freyr. „Það sem er mikilvægast í þessu er að stjórn Knattspyrnusambandsins og ég pössum saman, að við getum róað í sömu átt. Sem Íslendingur og fyrrum starfsmaður með mikla tengingu við þetta lið er það mikilvægasta að rétti maðurinn verði þarna,“ „Ef það er ég mun ég taka það samtal mjög alvarlega. Ef það er einhver annar mun ég styðja það heilshugar. Það mikilvægasta er að þetta sé gert rétt og rétti maðurinn finnist. Samtalið verður tekið ef það er áhugi fyrir því en hingað til hef ég ekki átt samskipti við Knattspyrnusambandið,“ segir Freyr. Tvö félög sett sig í samband Tvö félög hafa hins vegar þegar sett sig í samband við Frey. Eitt á Norðurlöndum og annað á Bretlandseyjum. „Þetta er allt hluti af stærra ferðalagi sem ég er á. Ég er það heppinn að það eru nú þegar tvö félög búin að hafa samband og vilja fund. Ég ætla að taka alla fundi og skoða þá möguleika sem ég fæ upp. En ég ætla líka að reyna að velja vel og ég er með ákveðnar hugmyndir um það sem mig langar til að gera,“ „Maður verður að skoða hvað kemur. Það kemur eitthvað spennanadi og kannski tkkar það í öll boxin sem mig langar að gera. Kannski ekki en þá þarf maður bara að búa sér til eitthvað plan og eitthvað spennandi í kringum það,“ segir Freyr. Nánar verður rætt við Frey í Sportpakkanum sem er klukkan 18:50 á Stöð 2 í kvöld.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Sjá meira