RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2024 09:14 Hlutdeild Ríkisútvarpsins hefur aldrei verið eins mikil og núna en hún óx úr 20 í 22 prósent. vísir/vilhelm Tekjur fjölmiðla dragast saman meðan hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum hefur aldrei verið eins mikil. Samkvæmt Hagstofunni drógust tekjur fjölmiðla saman um fjögur prósent á árinu 2023. Lækkunina má alfarið rekja til samdráttar í auglýsingatekjum, en þær lækkuðu um 12 prósent milli ára. Á sama tíma jukust tekjur af notendum aðeins um 1,6 prósent og er þar líklega verið að vísa til áskriftatekna og styrkja frá ríkinu. „Stærstur hluti tekna fjölmiðla er fenginn frá notendum, um 62%, á móti 38% af auglýsingum eða 18,7 milljarðar króna í notendatekjur á móti 11,4 milljörðum í auglýsingatekjur.“ Þá kemur fram að hlutdeild Ríkisútvarpsins í tekjum fjölmiðla hafi aukist lítilsháttar á milli ára, þær fóru úr 26 prósentum í 27 prósent en á sama tíma óx auglýsingahlutdeild RÚV úr 20 prósentum í 22 prósent. „Fimm stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði tóku til sín 87% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2023.“ Skáskot úr umfjöllun Hagstofunnar um tekjur fjölmiðla.hagstofan Hagstofan segir að eftir lítillegan vöxt fjölmiðlatekna í kjölfar kórónaveirufaraldursins hafi tekjur fjölmiðla dregist saman á ný, reiknað á raunvirði. Tekjur fjölmiðla árið 2023 drógust saman um 1,3 milljarða króna frá fyrra ári. „Samdrátturinn stafar alfarið af minni auglýsingatekjum sem minnkuðu um 1,6 milljarða króna. Tekjur af notendum árið 2023 jukust lítillega eða um 300 milljónir króna. Stóran hluta minni auglýsingatekna má rekja til þess að útgáfu fríblaðsins Fréttablaðsins var hætt á fyrri hluta ársins en blaðið var á meðal stórtækustu aðila á auglýsingamarkaði.“ Hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum jókst á meðan milli áranna 2022 og 2023 og fór úr 20 prósent í 22 prósent. „Á sama tíma fór hlutur þess í auglýsingatekjum sjónvarps úr 56% í 57% en var óbreyttur í hljóðvarpi eða 37%. Frá árinu 2010 hefur hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum fjölmiðla aukist um þrjú prósentustig, eða farið úr 19% í 22%, og 12 prósentustig í sjónvarpi eða úr 45% í 57%. Á sama tíma hefur hlutur þess í auglýsingatekjum hljóðvarps dregist saman um fimm prósentustig eða farið úr 42% í 37%.“ Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Samkvæmt Hagstofunni drógust tekjur fjölmiðla saman um fjögur prósent á árinu 2023. Lækkunina má alfarið rekja til samdráttar í auglýsingatekjum, en þær lækkuðu um 12 prósent milli ára. Á sama tíma jukust tekjur af notendum aðeins um 1,6 prósent og er þar líklega verið að vísa til áskriftatekna og styrkja frá ríkinu. „Stærstur hluti tekna fjölmiðla er fenginn frá notendum, um 62%, á móti 38% af auglýsingum eða 18,7 milljarðar króna í notendatekjur á móti 11,4 milljörðum í auglýsingatekjur.“ Þá kemur fram að hlutdeild Ríkisútvarpsins í tekjum fjölmiðla hafi aukist lítilsháttar á milli ára, þær fóru úr 26 prósentum í 27 prósent en á sama tíma óx auglýsingahlutdeild RÚV úr 20 prósentum í 22 prósent. „Fimm stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði tóku til sín 87% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2023.“ Skáskot úr umfjöllun Hagstofunnar um tekjur fjölmiðla.hagstofan Hagstofan segir að eftir lítillegan vöxt fjölmiðlatekna í kjölfar kórónaveirufaraldursins hafi tekjur fjölmiðla dregist saman á ný, reiknað á raunvirði. Tekjur fjölmiðla árið 2023 drógust saman um 1,3 milljarða króna frá fyrra ári. „Samdrátturinn stafar alfarið af minni auglýsingatekjum sem minnkuðu um 1,6 milljarða króna. Tekjur af notendum árið 2023 jukust lítillega eða um 300 milljónir króna. Stóran hluta minni auglýsingatekna má rekja til þess að útgáfu fríblaðsins Fréttablaðsins var hætt á fyrri hluta ársins en blaðið var á meðal stórtækustu aðila á auglýsingamarkaði.“ Hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum jókst á meðan milli áranna 2022 og 2023 og fór úr 20 prósent í 22 prósent. „Á sama tíma fór hlutur þess í auglýsingatekjum sjónvarps úr 56% í 57% en var óbreyttur í hljóðvarpi eða 37%. Frá árinu 2010 hefur hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum fjölmiðla aukist um þrjú prósentustig, eða farið úr 19% í 22%, og 12 prósentustig í sjónvarpi eða úr 45% í 57%. Á sama tíma hefur hlutur þess í auglýsingatekjum hljóðvarps dregist saman um fimm prósentustig eða farið úr 42% í 37%.“
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun