Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2024 06:27 Tómar íbúðir á landinu eru fleiri en 10 þúsund eða um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða. Vísir/Vilhelm Veltan á fasteignamarkaði hefur verið töluverð ef miðað er við árstíma, þrátt fyrir að hafa dregist nokkuð saman frá því í vor. Mest hefur dregið úr veltu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eftir því sem Grindavíkuráhrif hafa fjarað út. Tómar íbúðir á landinu eru fleiri en 10 þúsund eða um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir desember. Þar segir að framboð íbúða til sölu hafi aukist hratt á síðustu mánuðum, eftir því sem kaupsamningum hafi fækkað og nýjar íbúðir sem seljast hægt hafi komið inn á markaðinn. Rúmlega 2.500 íbúðir eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu og hafa þær ekki verið fleiri frá því mælingar hófust fyrir sex árum. Töluverð eftirspurn er hins vegar eftir ódýrum íbúðum, en þær eru lítill hluti markaðarins. Tómar íbúðir eru fleiri en 10.000 á landinu, eða um 6,5% allra fullbúinna íbúða, samkvæmt varfærnu mati HMS byggðu á lögheimilisskráningu frá Þjóðskrá. Um 2.500 þessara íbúða eru taldar vera í Reykjavík. Í Múlaþingi, Skagafirði, Ísafirði og Borgarbyggð eru 15-20% íbúða taldar vera tómar, og er áætlað hlutfall tómra íbúða á Akureyri nálægt 10%,“ segir í skýrslunni. Enn dregur úr eftirspurn á leigumarkaði Greining HMS sýnir að á leigumarkaði hafi miðgildi leiguverðs hækkað um 13 prósent umfram annað verðlag milli nóvembermánaða 2024 og 2023. „Verð lítilla leiguíbúða spannar stærra bil en áður sem er í samræmi við breikkandi bil á milli markaðsleigu og íbúða sem eru ekki reknar á hagnaðarforsendum. Samkvæmt tölum frá vefnum Myigloo.is dregur úr eftirspurn á leigumarkaði, þar sem virkum leitendum á hvern samning fækkar. Virkir leitendur á síðunni voru þó 7% fleiri í nóvember miðað nóvember 2023. Útistandandi íbúðalán heimilanna farið vaxandi að raunvirði Á lánamarkaði voru útistandandi íbúðalán heimilanna 7% meiri í lok október en á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir um 1,8% aukning heildarútlána eftir að tekið er tillit til verðbólgu. Yfir 3.400 nýjar íbúðir teknar í notkun á árinu Á byggingarmarkaði hafa yfir 3.400 nýbyggðar íbúðir verið teknar í notkun á þessu ári á landinu öllu. Þetta er nokkuð meira en HMS spáði í septembertalningu sinni, þar sem byggingaraðilar virðast hafa lagt aukna áherslu á að ljúka framkvæmdum sem voru hafnar í stað þess að hefja nýjar. Yfir 2.000 nýjar íbúðir hafa verið teknar í notkun á höfuðborgarsvæðinu, en þar af er tæpur helmingur þeirra í Reykjavík,“ segir í skýrslunni. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir desember. Þar segir að framboð íbúða til sölu hafi aukist hratt á síðustu mánuðum, eftir því sem kaupsamningum hafi fækkað og nýjar íbúðir sem seljast hægt hafi komið inn á markaðinn. Rúmlega 2.500 íbúðir eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu og hafa þær ekki verið fleiri frá því mælingar hófust fyrir sex árum. Töluverð eftirspurn er hins vegar eftir ódýrum íbúðum, en þær eru lítill hluti markaðarins. Tómar íbúðir eru fleiri en 10.000 á landinu, eða um 6,5% allra fullbúinna íbúða, samkvæmt varfærnu mati HMS byggðu á lögheimilisskráningu frá Þjóðskrá. Um 2.500 þessara íbúða eru taldar vera í Reykjavík. Í Múlaþingi, Skagafirði, Ísafirði og Borgarbyggð eru 15-20% íbúða taldar vera tómar, og er áætlað hlutfall tómra íbúða á Akureyri nálægt 10%,“ segir í skýrslunni. Enn dregur úr eftirspurn á leigumarkaði Greining HMS sýnir að á leigumarkaði hafi miðgildi leiguverðs hækkað um 13 prósent umfram annað verðlag milli nóvembermánaða 2024 og 2023. „Verð lítilla leiguíbúða spannar stærra bil en áður sem er í samræmi við breikkandi bil á milli markaðsleigu og íbúða sem eru ekki reknar á hagnaðarforsendum. Samkvæmt tölum frá vefnum Myigloo.is dregur úr eftirspurn á leigumarkaði, þar sem virkum leitendum á hvern samning fækkar. Virkir leitendur á síðunni voru þó 7% fleiri í nóvember miðað nóvember 2023. Útistandandi íbúðalán heimilanna farið vaxandi að raunvirði Á lánamarkaði voru útistandandi íbúðalán heimilanna 7% meiri í lok október en á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir um 1,8% aukning heildarútlána eftir að tekið er tillit til verðbólgu. Yfir 3.400 nýjar íbúðir teknar í notkun á árinu Á byggingarmarkaði hafa yfir 3.400 nýbyggðar íbúðir verið teknar í notkun á þessu ári á landinu öllu. Þetta er nokkuð meira en HMS spáði í septembertalningu sinni, þar sem byggingaraðilar virðast hafa lagt aukna áherslu á að ljúka framkvæmdum sem voru hafnar í stað þess að hefja nýjar. Yfir 2.000 nýjar íbúðir hafa verið teknar í notkun á höfuðborgarsvæðinu, en þar af er tæpur helmingur þeirra í Reykjavík,“ segir í skýrslunni.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent