Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. desember 2024 11:02 Paul Watson var um árabil leiðtogi Sea Shepherd-samtakanna. AP Kanadíski umhverfisaðgerðasinninn Paul Watson verður ekki framseldur til Japan. Honum verður sleppt úr haldi í Grænlandi, eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi þar í tæpa fimm mánuði. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins DR. Þar er haft eftir lögmanni Watson, Jonasi Christoffersen, að honum sé létt vegna þessara frétta. Fer beint til Frakklands „Ég hef statt og stöðugt trúað því að þetta mál hafi ekki verið grundvöllur til framsals, og harma að það hafi þurft að kosta hann fimm mánuði af lífi hans,“ hefur DR eftir Christoffersen. Hann segir lögreglu á leið í fangelsið í Anstalten í Grænlandi, til þess að ganga frá lausn Watsons. „Ég geri ráð fyrir því að hann fari í kjölfarið með fyrsta flugi heim til sín í Frakklandi, þar sem hann getur haldið jól með fjölskyldu sinni.“ Sagður hafa ráðist á hvalveiðimenn Hinn 73 ára Watson var handtekinn í Nuuk þann 21. júlí síðastliðinn þegar skip hans lagðist að bryggju í Nuuk en hann var sagður á leið á slóðir nýrra japanskra hvalveiðibáta í Kyrrahafi. Japönsk stjórnvöld hafa krafist framsals Watsons en lögfræðingar hans sögðu að slíkt yrði brot á Evrópulöggjöf. Yfirvöld í Japan vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Watson neitaði alfarið sök í málinu. Refsiramminn fyrir brotin sem Watson eru gefin að sök er þriggja til fimmtán ára fangelsi. Watson var lengi leiðtogi Sea Shepherd-samtakanna sem þekktast er fyrir mótmælaaðgerðir sínar gegn hvalveiðum Japana, Norðmanna og Íslendinga. Vakti það mikla athygli hér á þegar hann stóð að því að tveimur hvalveiðibátum Hvals var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986. Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Japan Grænland Danmörk Tengdar fréttir Starbucks styður Paul Watson Sea Shepherd umhverfissamtökin hafa notið stuðnings fjölda stórfyrirtækja og eitt þeirra er Starbucks-kaffihúsakeðjan fræga sem rekur um fjörutíu þúsund kaffihús víða um heim. 21. október 2006 07:00 Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01 Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins DR. Þar er haft eftir lögmanni Watson, Jonasi Christoffersen, að honum sé létt vegna þessara frétta. Fer beint til Frakklands „Ég hef statt og stöðugt trúað því að þetta mál hafi ekki verið grundvöllur til framsals, og harma að það hafi þurft að kosta hann fimm mánuði af lífi hans,“ hefur DR eftir Christoffersen. Hann segir lögreglu á leið í fangelsið í Anstalten í Grænlandi, til þess að ganga frá lausn Watsons. „Ég geri ráð fyrir því að hann fari í kjölfarið með fyrsta flugi heim til sín í Frakklandi, þar sem hann getur haldið jól með fjölskyldu sinni.“ Sagður hafa ráðist á hvalveiðimenn Hinn 73 ára Watson var handtekinn í Nuuk þann 21. júlí síðastliðinn þegar skip hans lagðist að bryggju í Nuuk en hann var sagður á leið á slóðir nýrra japanskra hvalveiðibáta í Kyrrahafi. Japönsk stjórnvöld hafa krafist framsals Watsons en lögfræðingar hans sögðu að slíkt yrði brot á Evrópulöggjöf. Yfirvöld í Japan vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Watson neitaði alfarið sök í málinu. Refsiramminn fyrir brotin sem Watson eru gefin að sök er þriggja til fimmtán ára fangelsi. Watson var lengi leiðtogi Sea Shepherd-samtakanna sem þekktast er fyrir mótmælaaðgerðir sínar gegn hvalveiðum Japana, Norðmanna og Íslendinga. Vakti það mikla athygli hér á þegar hann stóð að því að tveimur hvalveiðibátum Hvals var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986.
Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Japan Grænland Danmörk Tengdar fréttir Starbucks styður Paul Watson Sea Shepherd umhverfissamtökin hafa notið stuðnings fjölda stórfyrirtækja og eitt þeirra er Starbucks-kaffihúsakeðjan fræga sem rekur um fjörutíu þúsund kaffihús víða um heim. 21. október 2006 07:00 Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01 Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Starbucks styður Paul Watson Sea Shepherd umhverfissamtökin hafa notið stuðnings fjölda stórfyrirtækja og eitt þeirra er Starbucks-kaffihúsakeðjan fræga sem rekur um fjörutíu þúsund kaffihús víða um heim. 21. október 2006 07:00
Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01
Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42