Stelpurnar eru báðar fæddar árið 1994 og hafa komið víða að í listheiminum. Hulda Katarína er keramikir og eigandi Klei Atelier en Helena Reynis starfar sem myndlistarkona og hefur síðastliðinn áratug búið og starfað í Stokkhólmi og Berlín.
Opnunin gekk vonum framar og seldu stelpurnar eiginlega alveg upp.
Í fréttatilkynningu segir:
„Sýningin Tabi-Sabi dregur fram hina óhefðbundnu fegurð Tabi-skónna í tengslum við japönsku hugmyndafræðina Wabi-Sabi, heimspeki sem fagnar ófullkomleika, hverfulleika og einfaldleika. Tabi-skórnir hafa þróast úr japanskri hefð í tákn fyrir framúrstefnulega tísku, sameina japanska arfleifð og nútímahönnun og eru nú eftirsóttir sem hátískuvara.
Tabi-skórnir, með sinni klofnu tá og sérstöku lögun, eru hér túlkaðir sem tákn um sporin sem við skiljum eftir okkur, minningu um tímabundna fegurð og hverfulleika tískunnar. Tabi-Sabi kallar einnig fram samtal milli japanskra hugmynda um fegurð og íslenskrar náttúru, þar sem hrátt landslag og tímaleysi skapar andstæður við hið síbreytilega og tímabundna líf tískuvara.“
Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni:



























