Félagið segir að Guido Burgstaller hafi höfuðkúpubrotnað í árásinni.
Burgstaller slasaðist mjög illa á höfði og það var því ekki aðeins þetta höfuðkúpubrot þó að það hafi verið það alvarlegasta í meiðslum hans.
Ónefndur maður réðst á Burgstaller í miðborg Vínar. Hrinti honum í jörðina og réðst á hann en fjölmörg vitni voru af árásinni.
Burgstaller hefur spilað 26 landsleiki fyrir austurríska landsliðið.
Rapid Vín segir að leikmaðurinn þurfi að eyða næstu dögum á sjúkrahúsi og það sé ólíkt að hann spili aftur fótbolta fyrr en eftir nokkra mánuði.
Félagið gaf ekki frekari upplýsingar um atvikið og segir að það vilji virða einkalíf Burgstaller og fjölskyldu hans. Forráðamenn félagsins treysta því að lögreglan finni ofbeldismanninn og að réttlætið sigri að lokum.
Wir sind sprachlos und zutiefst betroffen. Guido #Burgstaller wurde in der Nacht auf Samstag Opfer eines körperlichen Angriffs.
— SK Rapid (@skrapid) December 16, 2024
Die ganze Rapid-Familie steht dir bei, Burgi! 💚
▶️ https://t.co/txWCLNkRCA#SCR2024 pic.twitter.com/oIMaon9pyF