Scholz óskaði sjálfur eftir því að greidd yrðu atkvæði um vantraust sem er einfaldasta leiðin til að rjúfa þing og tryggja kosningar. Tveir mánuðir eru liðnir síðan þriggja flokka samsteypustjórn Scholz sprakk vegna ágreinings um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.
Vantraust var niðurstaðan sem Scholz vonaðist eftir enda gat hann ekki treyst á stuðning þingmanna úr stjórnarandstöðunni til að fá ný lög samþykkt.
Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna þriggja Sósíaldemókrata, Græningja og FDP höfðu þegar komist að samkomulagi um að halda kosningarnar þann 23. febrúar. Nú heufr Frank-Walter Seinmeier forseti 21 dag til að slíta þingi. Eftir það verður að halda kosningar innan sextíu daga lögum samkvæmt.