Landspítala falið að undirbúa nýtt meðferðarúrræði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. desember 2024 14:02 Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar - samtaka um skaðaminnkun, sat í kjarnahóp starfshóps um stefnu og aðgerðir í skaðaminnkun. vísir/Arnar Lagt er til að Landspítala verði falið að hefja undirbúning að nýju úrræði fyrir fólk með alvarlegan og langvinnan ópíóíðavanda í skýrslu starfshóps um skaðaminnkun. Fulltrúi í hópnum segir þetta geta nýst tugum sem hafa ekki náð árangri í hefðbundnum meðferðum. Heilbrigðisráðherra skipaði starfshópinn í september í fyrra og var honum falið að semja stefnu í skaðaminnkun og leggja til aðgerðaráætlun sem byggir á henni. Svala Ragnheiðar Jóhannesdóttir formaður Matthildar - samtaka um skaðaminnkun, segir skýrsluna byggja á víðtæku samráði og marka tímamót. Í henni eru fimmtán tillögur að aðgerðum. Meðal annars er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefni um nýja lyfjameðferð við ópíóíðafíkn fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan fíknivanda. „Þannig að það verði notuð mögulega ný lyf og að mögulega verði fólki leyft að nota lyfin á annars konar hátt. Það hefur verið mikil umræða, bæði frá notendum og samtökum, um að það þurfi að koma á laggirnar sértækari viðhaldsmeðferð fyrir veikasta hópinn okkar. Þannig að það er mikið fagnaðarefni að þetta sé ein af tillögunum.“ Hópurinn telur líklega tugi einstaklinga sem hafa ekki svarað hefðbundnari meðferðum og eru í brýnni neyð. Úrræði sem þetta hefur meðal annars verið í umræðunni eftir að Árni Tómas Ragnarsson, gigtarlæknir, var sviptur leyfi til að ávísa tilteknum lyfjum en þá hafði hann verið að skrifa út morfínlyf fyrir fólk með alvarlegan vanda með skaðaminnkun að leiðarljósi. „Þetta eru einstaklingar sem eru kannski á þeim stað að geta ekki eða vilja ekki hætta að nota vímuefni í æð eða reykja ópíóíðalyf. Þetta er hópur sem er að glíma við mjög fjölbreyttan vanda. Er með alvarlegan félagslegan vanda, þungan fíknivanda og oft miklar heilbrigðisþarfir og því þarf bara mjög sértæka lyfjameðferð fyrir þennan hóp og samþætta félags- og heilbrigðisaðstoð,“ segir Svala. „Þessar lyfjameðferðir hafa verið starfræktar um allan heim og hafa gefið mjög góðan árangur og því er gríðarlega mikilvægt að við förum að þróa slíka meðferð hér heima.“ Skýrsla starfshópsins er nú í samráðsgátt en í henni er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefnið og byggja á reynslu og þekkingu þeirra landa sem hafa þróað sambærilega meðferð.vísir/Vilhelm Landspítala er falið að útfæra úrræðið í samvinnu við nokkra samstarfsaðila. Svala bendir á aðstæður einstaklinga í hópnum séu misjafnar og að úrræðið þurfi að taka mið af því. „Það þarf að huga að hópnum sem á sérstaklega erfitt með að sækja sér þjónustu á ákveðnum stað og mögulega þyrfti að nota einhverja færanlega lyfjameðferð fyrir þann hóp. Og einnig eins og hefur verið mjög ríkt erlendis, að fólk mæti í ákveðið þjónustuúrræði og fær þar lyfið og notar það á staðnum.“ Aðgerðirnar eru ekki tímasettar en Svala bindur vonir við að ný ríkisstjórn samþykki stefnuna í þingsályktun. „Þingið þarf að ákveða hvaða tillögur eigi að fara í, hvernig eigi að forgangsraða þeim og fjármögnun. Það eru tillögur þarna sem er hægt að vinna hratt en aðrar þurfa lengri tíma og ákveðið fjármagn með.“ Fíkn Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira
Heilbrigðisráðherra skipaði starfshópinn í september í fyrra og var honum falið að semja stefnu í skaðaminnkun og leggja til aðgerðaráætlun sem byggir á henni. Svala Ragnheiðar Jóhannesdóttir formaður Matthildar - samtaka um skaðaminnkun, segir skýrsluna byggja á víðtæku samráði og marka tímamót. Í henni eru fimmtán tillögur að aðgerðum. Meðal annars er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefni um nýja lyfjameðferð við ópíóíðafíkn fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan fíknivanda. „Þannig að það verði notuð mögulega ný lyf og að mögulega verði fólki leyft að nota lyfin á annars konar hátt. Það hefur verið mikil umræða, bæði frá notendum og samtökum, um að það þurfi að koma á laggirnar sértækari viðhaldsmeðferð fyrir veikasta hópinn okkar. Þannig að það er mikið fagnaðarefni að þetta sé ein af tillögunum.“ Hópurinn telur líklega tugi einstaklinga sem hafa ekki svarað hefðbundnari meðferðum og eru í brýnni neyð. Úrræði sem þetta hefur meðal annars verið í umræðunni eftir að Árni Tómas Ragnarsson, gigtarlæknir, var sviptur leyfi til að ávísa tilteknum lyfjum en þá hafði hann verið að skrifa út morfínlyf fyrir fólk með alvarlegan vanda með skaðaminnkun að leiðarljósi. „Þetta eru einstaklingar sem eru kannski á þeim stað að geta ekki eða vilja ekki hætta að nota vímuefni í æð eða reykja ópíóíðalyf. Þetta er hópur sem er að glíma við mjög fjölbreyttan vanda. Er með alvarlegan félagslegan vanda, þungan fíknivanda og oft miklar heilbrigðisþarfir og því þarf bara mjög sértæka lyfjameðferð fyrir þennan hóp og samþætta félags- og heilbrigðisaðstoð,“ segir Svala. „Þessar lyfjameðferðir hafa verið starfræktar um allan heim og hafa gefið mjög góðan árangur og því er gríðarlega mikilvægt að við förum að þróa slíka meðferð hér heima.“ Skýrsla starfshópsins er nú í samráðsgátt en í henni er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefnið og byggja á reynslu og þekkingu þeirra landa sem hafa þróað sambærilega meðferð.vísir/Vilhelm Landspítala er falið að útfæra úrræðið í samvinnu við nokkra samstarfsaðila. Svala bendir á aðstæður einstaklinga í hópnum séu misjafnar og að úrræðið þurfi að taka mið af því. „Það þarf að huga að hópnum sem á sérstaklega erfitt með að sækja sér þjónustu á ákveðnum stað og mögulega þyrfti að nota einhverja færanlega lyfjameðferð fyrir þann hóp. Og einnig eins og hefur verið mjög ríkt erlendis, að fólk mæti í ákveðið þjónustuúrræði og fær þar lyfið og notar það á staðnum.“ Aðgerðirnar eru ekki tímasettar en Svala bindur vonir við að ný ríkisstjórn samþykki stefnuna í þingsályktun. „Þingið þarf að ákveða hvaða tillögur eigi að fara í, hvernig eigi að forgangsraða þeim og fjármögnun. Það eru tillögur þarna sem er hægt að vinna hratt en aðrar þurfa lengri tíma og ákveðið fjármagn með.“
Fíkn Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira