Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2024 16:18 Gídeon Saar er utanríkisráðherra Ísraels. EPA/Martin Divisek Ísraelsk stjórnvöld hafa tilkynnt um að sendiráði Ísraels í Dyflinni á Írlandi verði lokað. Utanríkisráðuneytið segir það helst koma til vegna „öfgafullrar“ og „andsemitískrar“ stefnu írskra stjórnvalda í garð Ísraels. Samband Írlands og Ísraels hefur stirfnað talsvert og þá sérstaklega í kjölfar þess að Írar lýstu yfir stuðningi sínum á mál fyrir alþjóðadómstólnum þar sem Ísraelar eru sakaðir um þjóðarmorð á Gasasvæðinu. Ísraelar hafa þó ekki lokað sendiráðum sínum í öðrum ríkjum sem standa að málsókninni, líkt og Egyptalandi, Spáni og Mexíkó. Sakar írsk stjórnvöld um gyðingahatur Í fréttatilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins eru helstu ástæður ákvörðunarinnar tíundaðar, þar ber á viðurkenningu Írlands á sjálfstæði palestínska ríkisins og svo stuðning þeirra við málsóknina í alþjóðadómstólnum. Haft er einnig eftir Gídeon Saar utanríkisráðherra að Írland hafi farið yfir öll mörk í samskiptum sínum við Ísraela og að það stafi af gyðingahatri og tvöföldu siðferði. „Ísrael mun fjárfesta í því að styrkja samband sitt við lönd um allan heim samkvæmt forgangsröðum sem tekur aðgerðir og orðræðu landanna í garð Ísraels með í reikninginn,“ er haft eftir honum en í tilkynningunni greinir hann einnig frá því að Ísrael hyggist opna sendiráð í Moldóvu. „Það eru lönd sem hafa áhuga á því að styrkja samband sitt við Ísrael þar sem við erum ekki með ísraelskt sendiráð,“ segir hann. Harmar ákvörðunina Simon Harris, forsætisráðherra Írlands, hefur tjáð sig um ákvörðun Ísraela. Í færslu á samfélagsmiðlum segist hann harma hana. „Ég harma innilega ákvörðun ríkisstjórn Netanjahús. Ég hafna algjörlega þeirri fullyrðingu að Írland sé andvígt Ísrael. Írland er hlynnt friði, mannréttindum og alþjóðalögum,“ segir hann. „Írland vill tveggja ríkja lausn og að Ísrael og Palestína geti lifað í sátt og öryggi. Írland mun alltaf vera talsmaður mannréttinda og alþjóðalaga,“ segir Harris. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Írland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Samband Írlands og Ísraels hefur stirfnað talsvert og þá sérstaklega í kjölfar þess að Írar lýstu yfir stuðningi sínum á mál fyrir alþjóðadómstólnum þar sem Ísraelar eru sakaðir um þjóðarmorð á Gasasvæðinu. Ísraelar hafa þó ekki lokað sendiráðum sínum í öðrum ríkjum sem standa að málsókninni, líkt og Egyptalandi, Spáni og Mexíkó. Sakar írsk stjórnvöld um gyðingahatur Í fréttatilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins eru helstu ástæður ákvörðunarinnar tíundaðar, þar ber á viðurkenningu Írlands á sjálfstæði palestínska ríkisins og svo stuðning þeirra við málsóknina í alþjóðadómstólnum. Haft er einnig eftir Gídeon Saar utanríkisráðherra að Írland hafi farið yfir öll mörk í samskiptum sínum við Ísraela og að það stafi af gyðingahatri og tvöföldu siðferði. „Ísrael mun fjárfesta í því að styrkja samband sitt við lönd um allan heim samkvæmt forgangsröðum sem tekur aðgerðir og orðræðu landanna í garð Ísraels með í reikninginn,“ er haft eftir honum en í tilkynningunni greinir hann einnig frá því að Ísrael hyggist opna sendiráð í Moldóvu. „Það eru lönd sem hafa áhuga á því að styrkja samband sitt við Ísrael þar sem við erum ekki með ísraelskt sendiráð,“ segir hann. Harmar ákvörðunina Simon Harris, forsætisráðherra Írlands, hefur tjáð sig um ákvörðun Ísraela. Í færslu á samfélagsmiðlum segist hann harma hana. „Ég harma innilega ákvörðun ríkisstjórn Netanjahús. Ég hafna algjörlega þeirri fullyrðingu að Írland sé andvígt Ísrael. Írland er hlynnt friði, mannréttindum og alþjóðalögum,“ segir hann. „Írland vill tveggja ríkja lausn og að Ísrael og Palestína geti lifað í sátt og öryggi. Írland mun alltaf vera talsmaður mannréttinda og alþjóðalaga,“ segir Harris.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Írland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira