George Stephanopoulos endurtók fullyrðinguna ítrekað í viðtali þann 10. mars síðastliðinn við þingkonuna Nancy Mace sem er dyggur stuðningsmaður Trump.
Hann vísaði þá í dómsmál frá 2023 þar sem Trump var sagður hafa beitt blaðamanninn E. Jean Carroll kynferðislegri áreitni í fataklefa í verslunarmiðstöð í New York árið 1996.
Kviðdómur í málinu komst að því að Trump væri sekur um kynferðislega misnotkun (e. sexual abuse) sem hefur sérstaka skilgreiningu í lögum New York.
Sextán milljónir dala, yfirlýsing og leiðrétting
Samkvæmt samkomulaginu mun fréttaveita ABC greiða fimmtán milljónir Bandaríkjadala sem góðgerðarframlag í sjóð forsetans og safn sem stofnað verður af honum eða honum til heiðurs. Einnig er fréttaveitunni gert að greiða eina milljón Bandaríkjadala af lögfræðikostnaði Trump.
Hluti af samkomulagi ABC við Trump snýr að því að gefin verði út yfirlýsing þar sem fréttaveitan tjáir „eftirsjá“ sína vegna yfirlýsinga Stephanopoulos. Þá mun ABC einnig þurfa að setja leiðréttingu frá ritstjórn á vefútgáfu fréttarinar frá 10. mars 2024.