Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. desember 2024 22:10 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að búast megi við víðtækum vöruhækkunum eftir áramót. Stöð 2 Samtök verslunar og þjónustu búast við talsverðum verðhækkunum um áramótin. Íslenskt grænmeti gæti til að mynda hækkað um allt að tólf prósent og þá er von á því að kjöt, mjólkurvörur, kaffi og súkkulaði hækki einnig. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, ræddi við Margréti Helgu fréttaþul í kvöldfréttum Stöðvar 2 um hækkanirnar. Grænmeti, kjöt og mjólkurvörur muni hækka Í hvaða vöruflokkum verða mestar hækkanir? „Ég hef ekki tæmandi upplýsingar um vöruflokkana en þetta eru vörur á borð við kaffi, súkkulaði eins og hefur verið í fréttum, olíur ýmsar, grænmeti, kjöt, mjólkurvörur og svo má búast við hækkunum á ýmsu gosi og drykkjum. Og jafnvel hveiti,“ sagði Benedikt. Hvaða prósentur erum við að tala um? Hversu hátt gæti þetta farið? „Það sem manni heyrist er að lægstu prósenturnar eru í kringum þrjú prósent en þær hæstu hlaupa hátt í tuttugu prósent. Ef horft er lengra aftur í tímann má nú alveg sjá að einstakir vöruflokkar hafa hækkað um tugi prósenta. Þannig að það er erfitt að koma fingri nákvæmlega á prósentur,“ sagði hann. Uppskerubrestir og hækkun á rafmagnsverði Benedikt segir að skipta megi verðhækkununum í tvo flokka. „Innfluttar vörur eru í einhverjum tilfellum að hækka, meðal annars vegna uppskerubrests erlendis og skemmda sem hafa orðið á plöntum. Svo er önnur þróun sem hefur orðið á hrávörumörkuðum sem er að valda og hefur valdið hækkunum,“ sagði hann. „Svo eru það þessar innlendu vörur, það eru stórir þættir á borð við verulega hækkun á rafmagnsverði um áramótin sem hefur gífurleg áhrif á garðyrkjubændur og alla iðnaðarframleiðslu.“ Mögulegar verðlækkanir á olíuverði framundan Ekki sé þó ástæða til að örvænta. Breytingar á olíuverði gætu leitt til verðlækkana á næsta ári. Er eitthvað jákvætt í kortunum í þessu tilliti á komandi ári? „Jújú, það lítur út fyrir það. Olíuverð er ráðandi þáttur í verðlagningu vara með einum eða öðrum þætti. Spár manna virðast vera þær að það verði meira framboð en eftirspurn sem gæti þá leitt til verðlækkana á olíu sem ætti að hafa jákvæð áhrif á allar vörur og þjónustu. Það eru engar aðrar fréttir af einhverjum áföllum sem ættu að valda frekari hækkunum. Þannig ég held að það sé ekki ástæða til að örvænta eða hafa miklar áhyggjur.“ Verslun Verðlag Fjármál heimilisins Matvöruverslun Matur Efnahagsmál Neytendur Tengdar fréttir Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Verð á þriðjudagstilboði á Dominos hefur hækkað um 200 krónur og er nú 1.500 krónur. Það stóð í stað í rúman áratug til ársins 2021 en hefur nú hækkað um helming á þremur árum. 3. desember 2024 14:55 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, ræddi við Margréti Helgu fréttaþul í kvöldfréttum Stöðvar 2 um hækkanirnar. Grænmeti, kjöt og mjólkurvörur muni hækka Í hvaða vöruflokkum verða mestar hækkanir? „Ég hef ekki tæmandi upplýsingar um vöruflokkana en þetta eru vörur á borð við kaffi, súkkulaði eins og hefur verið í fréttum, olíur ýmsar, grænmeti, kjöt, mjólkurvörur og svo má búast við hækkunum á ýmsu gosi og drykkjum. Og jafnvel hveiti,“ sagði Benedikt. Hvaða prósentur erum við að tala um? Hversu hátt gæti þetta farið? „Það sem manni heyrist er að lægstu prósenturnar eru í kringum þrjú prósent en þær hæstu hlaupa hátt í tuttugu prósent. Ef horft er lengra aftur í tímann má nú alveg sjá að einstakir vöruflokkar hafa hækkað um tugi prósenta. Þannig að það er erfitt að koma fingri nákvæmlega á prósentur,“ sagði hann. Uppskerubrestir og hækkun á rafmagnsverði Benedikt segir að skipta megi verðhækkununum í tvo flokka. „Innfluttar vörur eru í einhverjum tilfellum að hækka, meðal annars vegna uppskerubrests erlendis og skemmda sem hafa orðið á plöntum. Svo er önnur þróun sem hefur orðið á hrávörumörkuðum sem er að valda og hefur valdið hækkunum,“ sagði hann. „Svo eru það þessar innlendu vörur, það eru stórir þættir á borð við verulega hækkun á rafmagnsverði um áramótin sem hefur gífurleg áhrif á garðyrkjubændur og alla iðnaðarframleiðslu.“ Mögulegar verðlækkanir á olíuverði framundan Ekki sé þó ástæða til að örvænta. Breytingar á olíuverði gætu leitt til verðlækkana á næsta ári. Er eitthvað jákvætt í kortunum í þessu tilliti á komandi ári? „Jújú, það lítur út fyrir það. Olíuverð er ráðandi þáttur í verðlagningu vara með einum eða öðrum þætti. Spár manna virðast vera þær að það verði meira framboð en eftirspurn sem gæti þá leitt til verðlækkana á olíu sem ætti að hafa jákvæð áhrif á allar vörur og þjónustu. Það eru engar aðrar fréttir af einhverjum áföllum sem ættu að valda frekari hækkunum. Þannig ég held að það sé ekki ástæða til að örvænta eða hafa miklar áhyggjur.“
Verslun Verðlag Fjármál heimilisins Matvöruverslun Matur Efnahagsmál Neytendur Tengdar fréttir Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Verð á þriðjudagstilboði á Dominos hefur hækkað um 200 krónur og er nú 1.500 krónur. Það stóð í stað í rúman áratug til ársins 2021 en hefur nú hækkað um helming á þremur árum. 3. desember 2024 14:55 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Verð á þriðjudagstilboði á Dominos hefur hækkað um 200 krónur og er nú 1.500 krónur. Það stóð í stað í rúman áratug til ársins 2021 en hefur nú hækkað um helming á þremur árum. 3. desember 2024 14:55