Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. desember 2024 20:02 Hilmir, Viktor, Kristófer Karl og Jakob Vísir/BJarni Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. Strákarnir Hilmir, Viktor Skúli, Kristófer Karl og Jakob mynda dyggustu stuðningssveit hljómsveitarinnar IceGuys. Þeir vonast til þess að fá að hitta meðlimi strákasveitarinnar einn daginn en einnig vonast þeir til þess að geta einhvern tímann haldið sína eigin tónleika líkt og fyrirmyndirnar. Hver og einn hefur valið sér sinn uppáhalds meðlim í strákasveitinni víðfrægu og tekið upp hlutverk þeirra. Hinn þrettán ára Hilmir er Friðrik Dór, Viktor Skúli, fimmtán ára, er Herra Hnetusmjör, Kristófer Karl sem er einnig fimmtán ára er Jón Jónsson og hinn þrettán ára Jakob er enginn annar en Aron Can. Mikilvægt sé að skipta með sér hlutverkum í hljómsveitinni. Drengirnir ásamt mæðrum sínum.vísir/bjarni Jakob segir að IceGuys séu einfaldlega bestir og tekur fram að hann sé mjög spenntur fyrir því að mæta á tónleikanna hjá hljómsveitinni sem standa nú yfir um helgina. Í raun er um hálfgert ábreiðuband að ræða enda verja þeir miklum tíma í að læra lögin og búa til atriði. Kristófer Karl segir að það sé ávallt skemmtilegt hjá þeim félögunum þegar þeir æfi sig saman sem sé oft og tíðum. Hægt er að sjá viðtalið við drengina og atriði frá þeim í spilaranum hér að neðan. „Mikil gjöf til okkar drengja“ Thelma Þorbergsdóttir, móðir Kristófer Karls, segist vera mjög ánægð með IceGuys líkt og sonur sinn. Hún viðurkennir þó að hún væri til í ný lög frá hljómsveitinni enda séu þau fáu sem bandið hefur gefið út spiluð ótt og títt á heimilinu. „Þeir eiga örugglega helminginn af spilununum á Spotify, svo að velgengnin er mögulega þeim að þakka,“ segir Thelma. Fjóla Helgadóttir, móðir Jakobs, Thelma Þorbergsdóttir, móðir Kristófer Karls, og Sólný Pálsdóttir, móðir Hilmis.Vísir/Bjarni Sólný Pálsdóttir, móðir Hilmis, tekur undir orð Thelmu en ítrekar að auki að IceGuys skipti miklu máli fyrir drengina. „Við erum mjög ánægðar með hljómsveitina, því þeir strákarnir okkar hafa virkilega lært. Þeir læra þessa texta, þessir dansar. Þetta er bara mikil gjöf til okkar drengja.“ Tónlist Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Strákarnir Hilmir, Viktor Skúli, Kristófer Karl og Jakob mynda dyggustu stuðningssveit hljómsveitarinnar IceGuys. Þeir vonast til þess að fá að hitta meðlimi strákasveitarinnar einn daginn en einnig vonast þeir til þess að geta einhvern tímann haldið sína eigin tónleika líkt og fyrirmyndirnar. Hver og einn hefur valið sér sinn uppáhalds meðlim í strákasveitinni víðfrægu og tekið upp hlutverk þeirra. Hinn þrettán ára Hilmir er Friðrik Dór, Viktor Skúli, fimmtán ára, er Herra Hnetusmjör, Kristófer Karl sem er einnig fimmtán ára er Jón Jónsson og hinn þrettán ára Jakob er enginn annar en Aron Can. Mikilvægt sé að skipta með sér hlutverkum í hljómsveitinni. Drengirnir ásamt mæðrum sínum.vísir/bjarni Jakob segir að IceGuys séu einfaldlega bestir og tekur fram að hann sé mjög spenntur fyrir því að mæta á tónleikanna hjá hljómsveitinni sem standa nú yfir um helgina. Í raun er um hálfgert ábreiðuband að ræða enda verja þeir miklum tíma í að læra lögin og búa til atriði. Kristófer Karl segir að það sé ávallt skemmtilegt hjá þeim félögunum þegar þeir æfi sig saman sem sé oft og tíðum. Hægt er að sjá viðtalið við drengina og atriði frá þeim í spilaranum hér að neðan. „Mikil gjöf til okkar drengja“ Thelma Þorbergsdóttir, móðir Kristófer Karls, segist vera mjög ánægð með IceGuys líkt og sonur sinn. Hún viðurkennir þó að hún væri til í ný lög frá hljómsveitinni enda séu þau fáu sem bandið hefur gefið út spiluð ótt og títt á heimilinu. „Þeir eiga örugglega helminginn af spilununum á Spotify, svo að velgengnin er mögulega þeim að þakka,“ segir Thelma. Fjóla Helgadóttir, móðir Jakobs, Thelma Þorbergsdóttir, móðir Kristófer Karls, og Sólný Pálsdóttir, móðir Hilmis.Vísir/Bjarni Sólný Pálsdóttir, móðir Hilmis, tekur undir orð Thelmu en ítrekar að auki að IceGuys skipti miklu máli fyrir drengina. „Við erum mjög ánægðar með hljómsveitina, því þeir strákarnir okkar hafa virkilega lært. Þeir læra þessa texta, þessir dansar. Þetta er bara mikil gjöf til okkar drengja.“
Tónlist Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira