Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 16:49 Rúnar stýrði sínum mönnum gegn stórliði Kiel í dag. Vísir/Getty Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með sínum liðum í danska og þýska handboltanum í dag. Guðmundur Guðmundsson og lið hans Fredericia stóð í ströngu í toppslag gegn Álaborg. Í Danmörku voru lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia í eldlínunni en þeir mættu liði Álaborgar á útivelli. Fyrir leikinn var lið Fredericia í 3. sæti deildarinnar en Álaborg í 2. sæti og leikurinn gott tækifæri fyrir gestina að minnka muninn á toppliðin tvö en GOG og Álaborg voru jöfn að stigum á toppnum fyrir leiki dagsins. Liðin skiptust á forystunni í fyrri hálfleiknum en heimamenn í Álaborg leiddu 14-13 að honum loknum. Heimamenn héldu frumkvæðinu allt þar til um miðbik seinni hálfleiks en þá breytti lið Fredericia stöðunni úr 20-18 fyrir Álaborg yfir í 23-21 sér í vil. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Álaborg komst í 31-30 þegar rúm mínúta var eftir og lið Fredericia skaut í stöng í sinni síðustu sókn og tókst ekki að jafna metin. Heimamenn bættu við einu marki undir lokin og unnu að lokum 32-30 sigur. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Fredericia í dag en komst ekki á blað og þá var Arnór Viðarsson utan hóps. Guðmundur Guðmundsson er á sinni þriðju leiktíð með Fredericia.EPA/Claus Fisker Topplið GOG tók á móti Skanderborg en Kristján Örn Kristjánsson leikur með síðarnefnda liðinu. Kristján Örn skoraði eitt mark í 35-34 sigri heimaliðsins en GOG virtist ætla að vinna öruggan sigur eftir að hafa verið með 19-13 forystu í hálfleik. Gestirnir úr Skanderborg komu hins vegar til baka í síðari hálfleik og voru nálægt því að ná stigi á erfiðum útivelli. GOG og Álaborg eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar með 27 stig en Bjerringbro Silkeborg og Frederica eru með 21 stig í 3. - 4. sæti. Í Silkeborg tók heimalið Bjerringbro-Silkeborg á móti Holstebro en Arnór Atlason er þjálfari Holstebro. Skemmst er frá því að segja að heimamenn unnu öruggan sigur, lokatölur 36-27 og skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson tvö mörk fyrir heimamenn og komu þau bæði af vítalínunni. Elvar Ásgeirsson og Ágúst Elí Björgvinsson voru báðir í liði Ribe Esbjerg sem tapaði 25-22 á heimavelli gegn Sönderjyske. Elvar skoraði tvö mörk í leiknum og þá átti Ágúst Elí fínan leik í markinu og varði tíu skot eða rúmlega 30% af þeim skotum sem hann fékk á sig. Andri og Viggó atkvæðamiklir gegn Kiel Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson létu til sín taka þegar Leipzig, lið Rúnars Sigtryggssonar þjálfara, mætti Kiel í hörkuleik. Kiel var 18-15 yfir í hálfleik en heimamenn í Leipzig náðu svo smám saman að jafna metin, í 23-23, og komust svo yfir, 25-24, þegar þrettán mínútur voru eftir. Þá skelltu gestirnir frá Kiel í lás og skoruðu næstu sex mörk í röð, og tryggðu sér í raun sigurinn. Lokatölur 32-28 Kiel í vil. Andri og Viggó skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Leipzig en Lukas Binder var markahæstur með átta mörk. Hjá Kiel var Bence Imre markahæstur með átta mörk. Kiel er eftir sigurinn með 22 stig í 2.-4. sæti ásamt Füchse Berlín og Hannover sem eiga leik til góða. Leipzig er í 12. sæti með tólf stig eftir fimmtán leiki. Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Sjá meira
Í Danmörku voru lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia í eldlínunni en þeir mættu liði Álaborgar á útivelli. Fyrir leikinn var lið Fredericia í 3. sæti deildarinnar en Álaborg í 2. sæti og leikurinn gott tækifæri fyrir gestina að minnka muninn á toppliðin tvö en GOG og Álaborg voru jöfn að stigum á toppnum fyrir leiki dagsins. Liðin skiptust á forystunni í fyrri hálfleiknum en heimamenn í Álaborg leiddu 14-13 að honum loknum. Heimamenn héldu frumkvæðinu allt þar til um miðbik seinni hálfleiks en þá breytti lið Fredericia stöðunni úr 20-18 fyrir Álaborg yfir í 23-21 sér í vil. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Álaborg komst í 31-30 þegar rúm mínúta var eftir og lið Fredericia skaut í stöng í sinni síðustu sókn og tókst ekki að jafna metin. Heimamenn bættu við einu marki undir lokin og unnu að lokum 32-30 sigur. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Fredericia í dag en komst ekki á blað og þá var Arnór Viðarsson utan hóps. Guðmundur Guðmundsson er á sinni þriðju leiktíð með Fredericia.EPA/Claus Fisker Topplið GOG tók á móti Skanderborg en Kristján Örn Kristjánsson leikur með síðarnefnda liðinu. Kristján Örn skoraði eitt mark í 35-34 sigri heimaliðsins en GOG virtist ætla að vinna öruggan sigur eftir að hafa verið með 19-13 forystu í hálfleik. Gestirnir úr Skanderborg komu hins vegar til baka í síðari hálfleik og voru nálægt því að ná stigi á erfiðum útivelli. GOG og Álaborg eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar með 27 stig en Bjerringbro Silkeborg og Frederica eru með 21 stig í 3. - 4. sæti. Í Silkeborg tók heimalið Bjerringbro-Silkeborg á móti Holstebro en Arnór Atlason er þjálfari Holstebro. Skemmst er frá því að segja að heimamenn unnu öruggan sigur, lokatölur 36-27 og skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson tvö mörk fyrir heimamenn og komu þau bæði af vítalínunni. Elvar Ásgeirsson og Ágúst Elí Björgvinsson voru báðir í liði Ribe Esbjerg sem tapaði 25-22 á heimavelli gegn Sönderjyske. Elvar skoraði tvö mörk í leiknum og þá átti Ágúst Elí fínan leik í markinu og varði tíu skot eða rúmlega 30% af þeim skotum sem hann fékk á sig. Andri og Viggó atkvæðamiklir gegn Kiel Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson létu til sín taka þegar Leipzig, lið Rúnars Sigtryggssonar þjálfara, mætti Kiel í hörkuleik. Kiel var 18-15 yfir í hálfleik en heimamenn í Leipzig náðu svo smám saman að jafna metin, í 23-23, og komust svo yfir, 25-24, þegar þrettán mínútur voru eftir. Þá skelltu gestirnir frá Kiel í lás og skoruðu næstu sex mörk í röð, og tryggðu sér í raun sigurinn. Lokatölur 32-28 Kiel í vil. Andri og Viggó skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Leipzig en Lukas Binder var markahæstur með átta mörk. Hjá Kiel var Bence Imre markahæstur með átta mörk. Kiel er eftir sigurinn með 22 stig í 2.-4. sæti ásamt Füchse Berlín og Hannover sem eiga leik til góða. Leipzig er í 12. sæti með tólf stig eftir fimmtán leiki.
Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Sjá meira