Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar 14. desember 2024 14:00 Höfundur Narníubókanna, C.S Lewis, var ekki aðeins einn þekktasti rithöfundur síðustu aldar, hann var líka einn öflugasti málsvari kristinnar trúar á Englandi, og þótt víðar væri leitað. Hann hafði sérstakt lag á því að útskýra trúna og koma henni skýrt til skila, þó án þess að einfalda hana um of. Bók hans „Mere Christianity” þykir afbragðsgóður inngangur að kristni en hún er byggð á útvarpsávörpum sem Lewis flutti á BBC á árunum 1941-1944. Í bókinni má finna röksemdafærslu sem Lewis kallar „Lygari, brjálæðingur, Drottinn” (e. Liar, Lunatic, Lord) en þar ritar Lewis m.a eftirfarandi: Ég vil með öllu móti reyna að koma í veg fyrir að fólk tali svona kjánalega um Krist: „Ég er sammála því að Jesús hafi verið góður siðspekingur, en ég get ekki með nokkru móti trúað fullyrðingu hans að hann sé Drottinn sjálfur.” Þetta er einmitt það sem við ættum alls ekki að segja. Maður sem væri ekki annað og meira en maður, og segði þá hluti sem Jesús sagði, væri ekki góður siðspekingur. Hann væri annað hvort brjálæðingur - sambærilegur við mann sem segði þér að hann væri spælegg - eða eitthvað mun verra, djöfullinn sjálfur. Þú verður einfaldlega að velja: annað hvort var og er maðurinn sá sem hann sagðist vera, eða hann var brjálæðingur, eða jafnvel eitthvað þaðan af verra. Þú getur sagt flóninu að þegja, hrækt á hann og drepið hann, eða þú getur kastað þér að fótum hans og kallað hann Drottinn, en sleppum þeirri dæmalausu vitleysu að hann hafi verið góður kennari af holdi og blóði. Sá valmöguleiki er einfaldlega ekki í boði! Það var ekki ætlan hans. Það er mér nokkuð augljóst að hann var hvorki brjálæðingur né illmenni og þess vegna, eins ótrúlega og jafnvel ógvekjandi það kann að hljóma, þá verð ég að sætta mig við það að Kristur hafi verið og sé sjálfur Guð. Það er því miður þannig að þessi „dæmalausa vitleysa” eins og Lewis kallar hana þ.e sú hugmynd að Kristur hafi fyrst og fremst verið góður kennari tröllríður allri umræðu um kristni á landinu í dag, jafnvel meðal þeirra sem vilja gera trúnni hátt undir höfði. Það er helst rætt um menningarlega arfleifð og hin góðu áhrif sem kristnin hefur haft á land og þjóð, svona rétt eins og við höfum bara rambað á einhverja ótrúlega góða heimspeki fyrir tilviljun sem hafi síðan reynst okkur vel í gegnum tíðina. Samkvæmt þessum þankagangi, er fyrst og fremst mikilvægt að kenna kristinfræði í skólum vegna menningarlegrar arfleiðar, söguskilnings, og góðra áhrifa, en ekki vegna þess að Kristur hafi risið upp frá dauðum, og að trú á hann og rétt breytni, séu lykillinn að eilífu lífi. En, eins og Lewis sýndi fram á, þá heldur þessi hugsun ekki vatni: annað hvort var og er Kristur sá sem hann sagðist vera, eða við getum gleymt því sem hann boðar. Hvaða kennivald hefur hann annars, og hvað erindi ættu orð hans að eiga við okkur í dag, umfram orð annarra? Það er auðvitað rétt að kristin menning á Íslandi er mikilvæg og hefur afar góð áhrif á samfélagið, jafnvel í því ylvolga formi sem hún birtist okkur yfirleitt í dag. Það er líka rétt, að þekking á henni er lykillinn að skilningi á bæði sögu okkar og listum, en hvort tveggja eru þó aum rök fyrir því að börnum sé kennd kristinfræði, eða að okkur beri að gera kristni hátt undir höfði. Slík nytjahyggjurök leiða menn raunar á villigötur, enda er alltaf hægt að færa rök fyrir því að eitthvað annað sé gagnlegra og betra, og þá eftir hinum síbreytilegu og afstæðu viðmiðum hvers tíma. Hinn alvitri Guð býr utan tíma og rúms, og hann breytist ekki. Við verðum því að fara varlega og draga kristnina ekki niður í svað samtímans og hinna veraldlegu raka. Trúin okkar er yfirnáttúruleg, og á að vera yfir það hafin, eða eins og Páll postuli ritaði í fyrra bréfi sínu til Kórintumanna: „Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkunarverðastir allra manna.” Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Menning Bókmenntir Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Höfundur Narníubókanna, C.S Lewis, var ekki aðeins einn þekktasti rithöfundur síðustu aldar, hann var líka einn öflugasti málsvari kristinnar trúar á Englandi, og þótt víðar væri leitað. Hann hafði sérstakt lag á því að útskýra trúna og koma henni skýrt til skila, þó án þess að einfalda hana um of. Bók hans „Mere Christianity” þykir afbragðsgóður inngangur að kristni en hún er byggð á útvarpsávörpum sem Lewis flutti á BBC á árunum 1941-1944. Í bókinni má finna röksemdafærslu sem Lewis kallar „Lygari, brjálæðingur, Drottinn” (e. Liar, Lunatic, Lord) en þar ritar Lewis m.a eftirfarandi: Ég vil með öllu móti reyna að koma í veg fyrir að fólk tali svona kjánalega um Krist: „Ég er sammála því að Jesús hafi verið góður siðspekingur, en ég get ekki með nokkru móti trúað fullyrðingu hans að hann sé Drottinn sjálfur.” Þetta er einmitt það sem við ættum alls ekki að segja. Maður sem væri ekki annað og meira en maður, og segði þá hluti sem Jesús sagði, væri ekki góður siðspekingur. Hann væri annað hvort brjálæðingur - sambærilegur við mann sem segði þér að hann væri spælegg - eða eitthvað mun verra, djöfullinn sjálfur. Þú verður einfaldlega að velja: annað hvort var og er maðurinn sá sem hann sagðist vera, eða hann var brjálæðingur, eða jafnvel eitthvað þaðan af verra. Þú getur sagt flóninu að þegja, hrækt á hann og drepið hann, eða þú getur kastað þér að fótum hans og kallað hann Drottinn, en sleppum þeirri dæmalausu vitleysu að hann hafi verið góður kennari af holdi og blóði. Sá valmöguleiki er einfaldlega ekki í boði! Það var ekki ætlan hans. Það er mér nokkuð augljóst að hann var hvorki brjálæðingur né illmenni og þess vegna, eins ótrúlega og jafnvel ógvekjandi það kann að hljóma, þá verð ég að sætta mig við það að Kristur hafi verið og sé sjálfur Guð. Það er því miður þannig að þessi „dæmalausa vitleysa” eins og Lewis kallar hana þ.e sú hugmynd að Kristur hafi fyrst og fremst verið góður kennari tröllríður allri umræðu um kristni á landinu í dag, jafnvel meðal þeirra sem vilja gera trúnni hátt undir höfði. Það er helst rætt um menningarlega arfleifð og hin góðu áhrif sem kristnin hefur haft á land og þjóð, svona rétt eins og við höfum bara rambað á einhverja ótrúlega góða heimspeki fyrir tilviljun sem hafi síðan reynst okkur vel í gegnum tíðina. Samkvæmt þessum þankagangi, er fyrst og fremst mikilvægt að kenna kristinfræði í skólum vegna menningarlegrar arfleiðar, söguskilnings, og góðra áhrifa, en ekki vegna þess að Kristur hafi risið upp frá dauðum, og að trú á hann og rétt breytni, séu lykillinn að eilífu lífi. En, eins og Lewis sýndi fram á, þá heldur þessi hugsun ekki vatni: annað hvort var og er Kristur sá sem hann sagðist vera, eða við getum gleymt því sem hann boðar. Hvaða kennivald hefur hann annars, og hvað erindi ættu orð hans að eiga við okkur í dag, umfram orð annarra? Það er auðvitað rétt að kristin menning á Íslandi er mikilvæg og hefur afar góð áhrif á samfélagið, jafnvel í því ylvolga formi sem hún birtist okkur yfirleitt í dag. Það er líka rétt, að þekking á henni er lykillinn að skilningi á bæði sögu okkar og listum, en hvort tveggja eru þó aum rök fyrir því að börnum sé kennd kristinfræði, eða að okkur beri að gera kristni hátt undir höfði. Slík nytjahyggjurök leiða menn raunar á villigötur, enda er alltaf hægt að færa rök fyrir því að eitthvað annað sé gagnlegra og betra, og þá eftir hinum síbreytilegu og afstæðu viðmiðum hvers tíma. Hinn alvitri Guð býr utan tíma og rúms, og hann breytist ekki. Við verðum því að fara varlega og draga kristnina ekki niður í svað samtímans og hinna veraldlegu raka. Trúin okkar er yfirnáttúruleg, og á að vera yfir það hafin, eða eins og Páll postuli ritaði í fyrra bréfi sínu til Kórintumanna: „Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkunarverðastir allra manna.” Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun